4.5.2011 | 00:23
Hámarkshiti á veðurstöðvum í maí (aðallega fóður fyrir nördin)
Nördin verða að fá eitthvað að bíta og hér er smáfóður. Háar tölur koma við sögu, en hitaeiningar í bitanum eru fáar og hann er örugglega ekki fitandi.
En í viðhenginu má sjá lista yfir hæsta hita sem mælst hefur á veðurstöðvunum hverri fyrir sig - að minnsta kosti frá 1924. Hann er fjórskiptur eins og fyrirrennarar hans hér á hungurdiskum, fyrstar koma sjálfvirku stöðvarnar og síðan vegagerðarstöðvarnar (hvoru tveggja er nýmeti). Eitthvað ferskt er í listanum yfir mönnuðu stöðvarnar 1961 til 2010 - en flest er þar legið eða kæst. Neðst er síðan tímabilið 1924 til 1960 sömuleiðis mjög legið.
Hér er fyrst tafla yfir hæstu tölurnar í listanum:
ár | dagur | hámark | stöð |
1992 | 26 | 25,6 | Vopnafjörður |
1991 | 28 | 25,0 | Egilsstaðir |
1992 | 26 | 25,0 | Raufarhöfn |
1980 | 22 | 24,6 | Akureyri |
1941 | 11 | 24,4 | Hallormsstaður |
1956 | 26 | 24,1 | Teigarhorn |
1992 | 26 | 24,0 | Garður í Kelduhverfi |
1987 | 26 | 24,0 | Mánárbakki |
1987 | 26 | 23,8 | Staðarhóll |
1987 | 26 | 23,5 | Húsavík |
1987 | 22 | 23,5 | Birkihlíð í Skriðdal |
2000 | 11 | 23,5 | Hallormsstaður sj. |
1987 | 25 | 23,3 | Reykjahlíð |
1987 | 26 | 23,1 | Lerkihlíð í Fnjóskadal |
1987 | 22 | 23,0 | Hallormsstaður |
1992 | 26 | 23,0 | Sandur í Aðaldal |
1987 | 26 | 23,0 | Sandur í Aðaldal |
1991 | 28 | 23,0 | Kollaleira |
1992 | 26 | 22,9 | Sauðanes |
Hér má sjá að tölurnar eru allar frá stöðvum á svæðinu frá Eyjafirði austur um til Fljótsdalshéraðs, ein há tala er að vísu frá Teigarhorni við Berufjörð. Sólin hækkar á lofti og snjór bráðnar þannig að innsveitir fara að njóta sín betur í samkeppni um heitasta stað á landinu á hverjum tíma.
Ég bendi hér á eitt grunsamlegt atriði. Af 19 tölum enda 8 á núlli. Væntigildi er 2. Þetta bendir til þess að menn rúnni af lesturinn af hámarksmælinum enda eru strikin á honum aðeins á hálfrar gráðu bili. Hvort ætli sé líklegra að núllin séu upphækkun úr ,6 til ,9 eða lækkun úr ,1 til ,4? Ekki veit ég - að meðaltali ætti slík útjöfnun að vera til beggja átta - en er hún það? Tölur sem enda á 2 og 7 koma ekki fyrir.
Við sjáum af listanum að hitabylgjur í maí árin 1987, 1991 og 1992 hafa gefið vel af sér. Yngsta gildið í töflunni hér að ofan er frá árinu 2000. Ætli sé ekki kominn tími á alvöru maíhitabylgju?
Í heildarlistanum eru stöðvarnar flestar ungar og sjálfvirkar og ber þar mest á nýlegri (og minni) hitabylgjum. En fróðlegt er samt að athuga hvaða hitabylgjur hafa gefið vel af sér.
Nýleg er hitabylgja dagana 8. og 9. maí 2006 - kólnaði ekki hræðilega strax á eftir? Sömuleiðis komu góðir dagar í lok maí 2004, sérstaklega sá 30. Fyrir utan þau hlýindi sem birtust í töflunni hér að ofan má nefna 15. maí 1988. Enginn maídagur hefur gert það jafngott á mönnuðu stöðinni í Reykjavík síðan þá, en sjálfvirka stöðin jafnaði þá tölu þann 17. maí 2009. Þann dag fór hiti á Reykjavíkurflugvelli upp í 19,1 stig.
Hlýju dagarnir í maí 1960 lifa enn á nokkrum stöðvum, þar á meðal 20,6 stig í Reykjavík, þótt hæsti hiti í maí þar á bæ hafi mælst 20,7 stig þann 19. árið 1905 (grunsamlegt?).
Hinn 26. maí 1956 hefur verið mjög hlýr, átti háu töluna á Teigarhorni í töflunni hér að ofan. Annars gekk fádæma vestanveður yfir landið þann dag og næstu daga - það versta sem mér er kunnugt um á þessum árstíma. Trjágróður sem rétt var að lifna eftir hryssingslegt vor vikurnar næst á undan stórskaddaðist um mestallt vestanvert landið og sagt var að salt hefði sest á rúður allt austur í Þingeyjarsýslu. Ef menn óku til vesturs í kjarrlendi Borgarfjarðar blasti grænn vorgróður við, en ef ekki var til austurs var allt í augsýn svart og sviðið. Minnir á vestanrokið mikla á þjóðhátíðardaginn 1988 - ekki satt.
Stundum varð hlýtt í maí fyrir 1924. Minnst var á Reykjavíkurmetið hér að ofan og þann 26. maí 1890 fór hiti á Akureyri í 23,8 stig - það nægir til að komast á listann að ofan. Hiti fór líka í 23,0 stig á Akureyri í maí 1901 og 1911.
En lítið á listann þar er margur fróðleikur - en varist þó stöðvar sem athuga stutt - tölur þar eru oft óeðlilega rýrar í roðinu. Fyrstu árin sem stöð er starfrækt er það stöðugt metaregn en það gisnar smám saman.
Síðan mæli ég með úrvalsmaífærslu hjá nimbus sem fjallar um svipað efni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:21 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 43
- Sl. sólarhring: 196
- Sl. viku: 1731
- Frá upphafi: 2457562
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 1558
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.