Hvađ hefur orđiđ hlýtt í maí?

Í dag hlýnađi svo snögglega hér suđvestanlands ađ dćgurhitamet var í hćttu í Reykjavík. Ćtli ţađ sé ekki vissara ađ kíkja á dćgurhámörk maímánađar? Ţykktarspár nćstu daga benda varla til ţess ađ landsdćgurmet verđi slegin á nćstu dögum. En líkur á ţví eru ţó ekki núll.

Lítum á línurit sem sýnir landsdćgurhámörkin. Listinn á bakviđ línuritiđ er í viđhenginu.

w-tx-mai-landid

Fastir lesendur hungurdiska kannast viđ línurit af ţessu tagi. Dagar mánađarins eru á lárétta ásnum, en hiti á ţeim lóđrétta í °C. Bláa línan fylgir einstökum dögum en sú rauđa sýnir einskonar leitni yfir allan mánuđinn. Sú lína byrjar nćrri 21 stigi, en endar í nćrri 23,5 stigum. Ţađ hlýnar talsvert í maí.

Hćsta talan á myndinni er maíhitamet fyrir landiđ allt. Ţađ á stöđin í kauptúninu á Vopnafirđi og var ţađ sett ţann 26. áriđ 1992. Nćsthćsta talan er ţann 28. Ţađ var 1991 sem hitinn mćldist svo hár á Egilsstöđum. Tuttugu og sex eđa sjö stig bíđa í framtíđinni - hvenćr ţađ verđur veit enginn.

Elsta metiđ í listanum er frá Núpufelli í Eyjafirđi ţann 13. maí 1889. Sú tala er undir leitnilínunni á myndinni og telja má ólíklegt ađ metiđ lifi önnur 122 ár haldist núverandi ţéttni veđurstöđva á landinu.

Eftirtektarvert er ađ allir dagar mánađarins hafa náđ 20 stiga hita einhvern tíma í fortíđinni. Linast metanna er ţó 20,0 stig ţann 6., 2001 í Neskaupstađ. Dagarnir sem eiga gildi undir 21 stigi liggja best viđ höggi varđandi met í framtíđinni. Ţar á međal er eini dagurinn á árinu sem Reykjavík á landshámarksmet, sá 14. Ţetta var 1960 - sjálfsagt muna einhverjir eftir ţeim 20,6 stigum. 

En í dag (mánudaginn 2. maí) lá sum sé viđ meti hér í Reykjavík, hámarkiđ varđ 14,9 stig. Ţađ hefđi dugađ í met hefđi dagurinn veriđ 6. maí - ţá er metiđ ađeins 13,8 stig.

Listi yfir hćsta hita einstaka maídaga í Reykjavík er einnig í sama viđhengi og dćgurhitametin. Ég hef skipt honum í tvennt. Annars vegar eru árin frá 1949 til 2010, en hins vegar árin 1870 til 1948. Trúlega eru ţarna einhver tvöföld hámörk - en ţađ er kallađ svo ef hiti dagsins nćr hámarki eftir klukkan 18. Ţá lekur sá hiti yfir á nćsta dag kl. 9 í skrám Veđurstofunnar. Greinilega má sjá ađ met falla gjarnan nokkra daga í röđ.

Sé rýnt í listana kemur í ljós ađ hiti fór í 20,7 stig ţann 19. maí 1905 og í 20,2 stig ţann 26. 1901.

Morgundagurinn, ţriđji maí, á eldgamalt met, 15,4 stig. Ţađ er frá 1890.

Viđ kíkjum síđan mjög fljótlega á maíhámörk einstakra stöđva.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1377
  • Frá upphafi: 2350961

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1194
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband