Veðurdagurinn sjálfur - hiti frá 1846

Alþjóðaveðurfræðistofnunin minnir árlega á tilveru sína 23. mars og kallar alþjóðaveðurdaginn, 22. er alþjóðavatnadagurinn. Í tilefni af því skulum við líta á langa tímaröð morgunhita í Stykkishólmi, allt aftur til 1846.

w-2303-t09-sth-1846-2010

Mælt var kl. 8 (að okkar viðmiði) fram til 1872 en síðan kl. 9. Línuritið sýnir að mikill breytileiki hefur verið í hitafari. Langkaldast var 1881, þá var morgunhitinn -20,2 stig, einnig var mjög kalt 1859. Hlýjastur varð morguninn 23. mars í Stykkishólmi á árinu 1945, þá mældist hann +7,8 stig.

Ekki er að sjá að leitni sé mikil yfir allt tímabilið (rauð lína). Hún reiknast samt 0,3 stig á öld, varla marktæk þó. Ætli það ráði ekki mestu um að hún er þó jákvæð að köldustu dagarnir eru heldur fleiri framan af en síðar hefur verið. Sé gróf sía dregin í gegnum gagnasafnið (blár ferill á myndinni) má sjá að tiltölulega kalt var á árunum 1965 til 2001.

Ekki er rétt að draga neinar sérstakar almennar ályktanir um veðurfarsbreytingar af myndinni. Hún sýnir aðeins að hitaleitni á því bili sem reiknast þennan ákveðna dag drukknar í daglegum breytileika.

Fyrir þá sem áhuga hafa má geta þess að meðalhitinn yfir allt tímabilið er -0.8 stig og staðalvik hans er 4,8 stig. Það er 8. mars sem á stærsta staðalvikið, 5,35 stig. Ritstjóra hungurdiska gæti dottið í hug að fjalla um árstíðasveiflu staðalviks síðar (?).

Tjón hefur nokkrum sinnum orðið af völdum veðurs 23. mars. Dagsetningar eru þó ekki alltaf alveg nákvæmar í fréttamiðlum. Þann 23. mars 1947 féll mikið snjóflóð við bæinn Miðgerði í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og sópaði burt hlöðu, fjárhúsi með 40 fjár og fjórum hestum, rafstöðvarhúsi og bragga. Þetta var hluti af mjög mikilli snjóflóðahrinu og féllu stór flóð víða.

Árið 1993 var ofsaveður þennan dag á Seyðisfirði. Þá urðu skemmdir á fiskiðjunni Dvergasteini, stór rúta tókst á loft þar nærri og fauk út á sjó, einnig fuku sendibifreið og trilla. Talsvert foktjón varð í Neskaupstað 1966 er þakplötur og bílar fuku. Fleira mætti tína til en látum hér staðar numið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 289
 • Sl. sólarhring: 621
 • Sl. viku: 2382
 • Frá upphafi: 2348249

Annað

 • Innlit í dag: 257
 • Innlit sl. viku: 2090
 • Gestir í dag: 254
 • IP-tölur í dag: 241

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband