8.3.2011 | 00:34
Kuldapollurinn kominn á Grænlandshaf
Kuldapollur sá sem hefur verið umfjöllunarefni í tveimur fyrri bloggpistlum er nú kominn inn á Grænlandshaf og hreyfist austur. Sum élin hér á suðvestanverðu landinu hafa verið mjög dimm í dag og í kvöld og verða það líklega áfram fram eftir degi á morgun. Þá á vindur í háloftunum að snúast til hægrar norðlægrar áttar og í neðstu lögum er líka spáð norðanátt. Þá ætti að hreinsa frá. En jafnframt því hættir vindur að blása beint af hlýjum sjó og þá kólnar nokkuð ört. Þykktinni í kuldapollinum miðjum er spáð í kringum 5000 metrana. Við hagstæð skilyrði dugar það vel í 20 stiga frost inn til landsins. Sjálfvirkar spár gera líka ráð fyrir 10 stiga frosti við Veðurstofuna, en ég tek enga afstöðu til þeirra - þær eru stundum réttar.
Myndin sem hér er að neðan er afskaplega óskýr og biðst ég velvirðingar á því en ekki var kostur á skárri mynd á þeirri stundu sem pistillinn var skrifaður. Betri mynd ætti að sýna sig á brunni Veðurstofunnar þegar kemur fram á nóttina.
Þetta er hitamynd tekin úr gervihnetti á jarðstöðubraut yfir miðbaug kl. 23 að kvöldi 7. mars 2011. Hún er því óskýrari eftir því sem norðar dregur.
Við rennum í gegnum þau atriði sem ég hef merkt á myndina. Tölurnar 1 og 2 eru settar við hlý færibönd á myndinni. Það sem er merkt númer 2 er sjónarmun hærra (hvítara) heldur en hitt. Færiböndin fylgja vindröstum en þær eru hvað snarpastar við skarpar norðurbrúnir skýjakerfanna. Við litlu rauðgulu örina má sjá hlýtt undanskot undan færibandi 1. Sennilega er það skammlíft.
Ef við eltum bláu strikaörina frá tölunni þremur (3) til suðvesturs fylgjum við jafnframt veiku köldu færibandi. Afstæð hreyfing þess miðað við lægðina sem merkt er aL er til suðvesturs, en í raun og veru er þetta skýjaband á hraðri hreyfingu norðaustur, en á minni hraða heldur en hlýja færibandið. Þarna er því í gangi lægðarhringrás sem ekki sést á hefðbundnu þrýstikorti þótt hennar sjái stað ef fylgst er með hegðan loftþrýstingsins á kortinu. Lægðin er inni í strikaða hringnum á myndinni. Þetta er afstæð lægð rétt eins og sú sem fjallað var um í pistlinum í gær. Spár gera hins vegar ráð fyrir því að hún sé að holdgerast og á að verða ansi djúp langt fyrir austan land eftir hádegi á morgun (8. mars) eða um 950 hPa í lægðarmiðju.
Talan 4 er sett í mitt éljaþykkni sem snýst í kringum sjálfan meginkuldapollinn (stórt blátt K). Élin virðast býsna efnismikil - en þessi mynd er hins vegar svo óskýr að ekki er auðvelt að greina það með vissu. Á myndinni er líka pínulítið L vestan við Ísland. Þarna segir HIRLAM spálíkanið að sé smálægð í éljaþykkninu, það má vera, en ætti að koma í ljós fljótlega.
Talan 5 er sett við ör sem bendir á gríðarlega langt og mjótt háskýjabelti. Þetta belti sást betur á myndum fyrr í dag. Þarna er líka mikill háloftastrengur. Háskýjabelti sem þetta er á ensku kallað rope-cloud. Við neyðumst víst til að kalla þetta reipi, reipisský eða kannski klósigareipi, kaðalklósigi gæti e.t.v. gengið. Klósigakaðlar myndast þar sem skotvindur skransar utan í veðrahvarfabrekkunni, rétt eins og Formúlueittbílar utan í varnarveggjum kappakstursbrautarinnar. Hér er hlýtt loft norðan við kaðalinn - ofan veðrahvarfa - en kalt sunnan við - neðan veðrahvarfanna. Flugvélar eiga að forðast ský af þessu tagi - þeim fylgir ókyrrðardans. Það er illt að lenda veggjarmegin við formúlubíl.
Talan 6 er sett ofan í hlýtt færiband næstu lægðarbylgju. Henni er spáð talsvert fyrir sunnan land seint aðra nótt (aðfaranótt miðvikudags). Hún gæti valdið miklu illviðri á Skotlandi - en það er þó auðvitað ekki víst. Kannski verður meira um þetta á morgun hér á hungurdiskum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 112
- Sl. sólarhring: 170
- Sl. viku: 2033
- Frá upphafi: 2412697
Annað
- Innlit í dag: 107
- Innlit sl. viku: 1781
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.