Kuldapollurinn kominn hjá - kalt nćstu daga

Ţá er kuldapollurinn sem hér hefur veriđ fjallađ um undanfarna daga kominn framhjá Íslandi. Hann náđi ađ skila talsverđum snjó víđa um landiđ suđvestanvert og snjókomu er ekki lokiđ um landiđ norđanvert. Trúlega verđur talsvert eđa mikiđ frost nćstu daga, sérstaklega inn til landsins (ţetta síđasta ţarf varla ađ taka fram). Ég held ađ hungurdiskabloggiđ fylgi honum ekki mikiđ lengur en lítum samt á stöđuna nćrri veđrahvörfum á morgun. Kortiđ er af  brunni Veđurstofunnar.

w-blogg-090311

Ţetta er spá um hćđ og vind í 300 hPa-fletinum snemma fyrramáliđ (kl. 6 miđvikudaginn 9. mars 2011). Svörtu línurnar eru jafnhćđarlínur flatarins í dekametrum (dam) međ 4 dam bilum eđa 40 metrum. Lćgstu tölurnar eru í námunda viđ kuldapollinn okkar, um 8200 metrar - merkt K á myndinni. Hćstur er flöturinn vestur af Asóreyjum í tćplega 9400 metra hćđ, rautt H á myndinni. Mikil brekka er á milli og ţar rennur heimskautaröstin allt frá vinstri brún myndarinnar (suđur af Hudsonflóa) og allt til Norđur-Noregs. Litskyggđu svćđin sýna skotvinda rastarinnar, ystu mörk ţeirra eru viđ 80 hnúta vind, um 40 m/s. Sjá annars kvarđann hćgra megin á myndinni.

Ég hef merkt ţrjú lćgđardrög međ ţykkum strikalínum (viđ tölurnar 1, 3 og 4 á myndinni) og einn hćđarhrygg (rauđstrik og talan 2). Sömuleiđis má sjá pínulítiđ L skammt vestan hćđarhryggjarins. Ţar er lćgđ viđ yfirborđ.

Ţegar ég leit fyrst á myndina hélt ég ađ lćgđardrögin viđ 3 og 4 vćru sama dragiđ, 3 ađeins framhald á 4. Ţegar ég hins vegar leit á spár lengra fram í tímann sá ég ađ drögin eru tvö og ţađ sem merkt er númer 3 hreyfist hrađar en hitt. Ţađ straujar yfir hćđarhygginn sem bćlist ţegar ţađ nálgast. Í kerfinu eins og ţađ stendur á myndinni á yfirborđslćgđin „L“ mjög litla möguleika á vexti, hún er svo nćrri hćđarhryggnum. Hún rennir til austurs nćrri 59. breiddarstigi. og dýpkar lítiđ í fyrstu.  

Ţegar lćgđardragiđ (3) verđur búiđ ađ bćla hrygginn alveg hleypur hins vegar vöxtur í lćgđina. Hirlam-spálíkaniđ gerir ráđ fyrir um 25 m/s af vestri á Suđureyjum og Norđur-Skotlandi ađfaranótt fimmtudags. Síđan er spurning hversu hvasst verđur í Danmörku og Suđur-Svíţjóđ. Danska veđurstofan sýnist mér ekki gera ráđ fyrir skađavindi - líklega hafa ţeir rétt fyrir sér.

En hvađ međ okkur hér? Viđ sitjum eftir í kuldanum í nokkra daga. Svo virđist sem éljaloftiđ hafi ađ mestu veriđ hreinsađ frá á Suđvesturlandi, smáéljabakki er ţó eftir sem ég veit ekki hvađ gerir. Á kortinu ađ ofan er vestnorđvestanátt viđ veđrahvörfin - vindur ekki mjög truflađur af Grćnlandi 5 kílómetrum neđar. En í neđstu lögum, neđan viđ 5 km. hefur Grćnland mikil áhrif og truflar strauminn. Loft er enn óstöđugt yfir Grćnlandshafi, samspil ţess viđ Grćnland er flókiđ og satt best ađ segja ráđa spár ekki alltaf viđ smálćgđir og éljagarđa sem myndast viđ ţessi skilyrđi. En ég ţreyti lesendur ekki á frekari vangaveltum ađ sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf skilur mađur oggulítiđ meira eftir ađ hafa lesiđ hvern pistil. Ekki ónýtt ađ hafa kennara af ţessum "kaliber" ef svo mćtti segja.

Ţorkell Guđbrands (IP-tala skráđ) 9.3.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ekki veit ég um kalíber ţessa kennara, en endurtekning á endurtekningu ofan getur um síđir bćtt skilninginn. Ţannig hef ég oftast lćrt eitthvađ - alla vega man ég annađ ekki.

Trausti Jónsson, 10.3.2011 kl. 01:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 1289
  • Frá upphafi: 2352352

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1162
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband