Dćgursveifla hita í febrúar - fariđ er ađ muna um sólina

Reglubundin dćgursveifla hita er lítil yfir háveturinn hér á landi. Hćsti og lćgsti hiti sólarhringsins er ţá ekkert frekar ađ degi en nóttu. Í febrúar er sól farin ađ hćkka ţađ mikiđ á lofti ađ hennar sér stađ í dćgursveiflunni. Lítum á međaltal í Reykjavík:

w-rvk-D-sveifla-hita-feb

Lárétti ásinn sýnir tíma sólarhringsins en sá lóđrétti hita í °C. Dćgursveiflan er lítil ađeins um 1,4 stig. Ţó er hiti greinilega hćstur frá kl.14 til 15 og lćgstur í kringum sólarupprás eđa frá kl. 7 til 9.

Önnur smáatriđi eru varla marktćk, t.d. virđist hiti hćrri kl. 1 en kl. 24. Ég veit ekki hvort borgar sig ađ leita skýringa á ţví. Ţađ er ţó ţannig ađ ţegar léttskýjađ er kólnar áberandi frá upphafi sólarhrings til enda hans. Í ţví gagnasafni sem hér var notađ var 1,7 stigi kaldara um síđara miđnćtti dagsins heldur en var viđ ţađ fyrra í léttskýjuđu veđri. Í alskýjuđu veđri er munurinn hins vegar nćr enginn. Munur á međalhita 1. febrúar og 28. er mjög lítill.

Á sólardögum förum viđ nú ađ finna yl sólarinnar í björtum húsum. Skrifstofumenn fara ţá ađ kveina um hita. Á fyrri tíđ var talađ um ađ vermisteinninn kćmi í jörđina í mars. Sveinn Pálsson sagđi svo frá:

„Ad vermisteinninn sé kominn í jördina, meina ţeir med ţví ţá lífshrćríngu sem kémr í jördina vid nálćgd vorsins, hvaraf bćdi fer ad jeta af snió og ís nedan frá, líka grasrćturnar ad lifna úr dái sínu. Hvert ţessi vermisteinn er endrnýadr rafkraptr jardarinnar /:jordelectricitćt:/ vid ţá hćckandi sól, edr sá svokalladi elementariski jardhiti, edr eintóm verkun sólar geislanna, sem jördin ţar hún er snióber nú er farin ad inndrecka. Sýnir ţetta auk margs annars, ad ecki er, múgi manns jafnvel á Íslandi ţánka laus um fyriburdi náttúrunnar, ţá er máské einskis metaz af ödrum ţeim ord hafa fyri meiri upplýsing.“

Hér er vitnađ í handrit Sveins frá 1793 sem Veđurstofan er ađ gefa út um ţessar mundir í tilefni 90-ára afmćlis stofnunarinnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 33
 • Sl. sólarhring: 724
 • Sl. viku: 1838
 • Frá upphafi: 1843397

Annađ

 • Innlit í dag: 24
 • Innlit sl. viku: 1613
 • Gestir í dag: 24
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband