Febrúarbyrjun

Nú er lokið einkar mildum janúarmánuði. Hiti er enn í nýja stíl þ.e.a.s. nálægt 2 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990. Ekki varð þó alveg jafnhlýtt og í fyrra. Þrýstingur er ennþá hár, en er að ég held aðeins lægri en í sama mánuði í fyrra.

Febrúarbyrjunin er með nokkuð öðrum hætti. Eins og rætt var um hér á hungurdiskum í gær er háloftavestanáttin fyrirstöðulaus á Atlantshafinu og er það mikil breyting. En við skulum samt hafa í huga að inni í miklum fyrirstöðuvetrum koma stundum ein til þrjár vikur þegar lægðagangur er mikill.

Ég mun vonandi fjalla meira um kuldapollinn mikla Stóra-Bolaog hreyfingar hans næstu daga, en hann verður kyrrstæður þar til næsta lægð er um það bil komin til landsins á miðvikudaginn. Hún er nokkru öflugri en sú sem fór yfir í dag (mánudag). Eftir það tekur við talsvert óvissuástand sem varla er hægt að vera að froðast yfir þar til á morgun eða síðar. Þeir sem fylgjast grannt með lengri spám sjá að reiknimiðstöðvum ber ekki vel saman um afl lægðanna afgang vikunnar eða í byrjun þeirrar næstu.

En febrúar er mánuður sem getur boðið upp á verstu veður vetrarins, en stöku sinnum vorblíðu sem reynist gjarnan svikul. Í fyrra bauð hann upp á hita lítillega undir meðallagi og var kaldasti mánuður ársins í Reykjavík og langkaldastur á Akureyri.

Það er um það bil fjórða hvert ár sem febrúar er kaldasti mánuður ársins í Reykjavík, oftast er það janúar með meira en þriðjung ára. Desember er kaldastur að meðaltali fimmta hvert ár og mars um sjötta hvert ár. Fyrir kemur að nóvember og apríl séu köldustu mánuðir ársins.

Febrúar kemur aðeins mildari út ef við spyrjum um lægsta lágmarkshita ársins á landinu. Það er aðeins sjötta hvert ár sem lágmarkshitinn lendir á febrúar (hann er líka stystur mánaðanna og er ekki leiðrétt fyrir því). Mars er með sama hlutfall en janúar á lágmarkið í nærri 30% tilvika, desember um 25%. Fyrir kemur að lægsti hiti ársins er í nóvember eða apríl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1926
  • Frá upphafi: 2350795

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1720
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband