Janúarúrkoma í Stykkishólmi 1857 til 2010

Eins og fram hefur komið áður á hungurdiskum hefur úrkoma verið mæld í Stykkishólmi nær samfellt frá því haustið 1857. Nú sjáum við loksins línurit þar sem enga leitni er að sjá - ekkert að gerast nema niðurinn í vestanvindabeltinu

w-januarurkoma

Ef maður horfir nógu lengi á myndina má þó sjá fáein tímabil þegar úrkoma var meiri en annars. Það fyrsta er í kringum aldamótin 1900, síðan aftur frá því upp úr 1920 og fram til 1935 og að lokum í kringum 1990. Miðtímabilið var hlýtt, en hin tímabilin ekki. Þótt meiri úrkoma sé reyndar í hlýjum janúarmánuðum heldur en köldum nær sú regla ekki máli ef mörg ár eru tekin saman. Reglur sem eiga við einstök ár þurfa ekki að eiga við lengri tímabil. Athugum það.

Langmesta úrkoman var í janúar 1933 en minnst aðeins 3 árum síðar, 1936. Veðurlag var mjög óvenjulegt á árinu 1933 - þá kom sumarið sem norðlendingar bíða enn eftir. Veturinn 1935 til 1936 var mjög líka óvenjulegt og þá sat á landinu einhver eindregnasta norðanátt allra tíma. Það var líka fremur kalt, en einhvern veginn fór lítið fyrir þeim kuldum í hlýindaskeiðinu miðju.

Ég ætlast ekki til að lesendur bloggsins muni nokkurn skapaðan hlut, en í haust skrifaði ég pistil um Ísland og  vestanvindabeltið. Þar kom m.a. fram að í janúar er vestanáttin (heimsskautaröstin) í sinni suðlægustu stöðu og Ísland ekki alveg eins í miði suðlægra loftstrauma og í desember og febrúar. En þetta er bara meðaltal - mesta sólarhringsúrkoma á Íslandi mældist í janúar. Hiti hefur einnig komist í nærri 20 stig í janúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r  S i g u r ð a r s o n

Mikið afskaplega eru þetta fróðlegir pistlar. Þeir gera hins vegar miklar kröfur til lesandans, bæði er lengdin og flækjustigið mikið fyrir einfaldan mann eins og mig. Ekki vantar samt viljann hjá manni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2011 kl. 09:12

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er rétt að þessi skrif gera kröfur til lesandans. Og það er eimitt helsti kostur þeirra. Menn verða ýmsu nær um margt sem upplýsingar til almennings eru ekki til um á hverju strái.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2011 kl. 10:48

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég minnist margra bloggara sem hafa talað um þá freistingu að markaðsaðlaga pistla sína með aðstoð teljarans. Falli menn í þá freistni verða auðlesnir pistlar ofan á en hinir deyja út. Sumir bloggaranna fá þá tvöfalt, ósamrýmanlegt, samviskubit og leggjast í rúmið. Ekki veit ég fyrirfram hvort ég lendi í þessari kreppu - það er þó minni hætta ef maður (vjer) veit (vitum) um það fyrirfram. - Bara bera höfuðið hátt þótt lesendum fækki.

Trausti Jónsson, 21.1.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 192
 • Sl. sólarhring: 400
 • Sl. viku: 1882
 • Frá upphafi: 2355954

Annað

 • Innlit í dag: 177
 • Innlit sl. viku: 1751
 • Gestir í dag: 174
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband