Árstíđasveifla vestanáttarinnar kringum Ísland

Í landafrćđibókum er oft fjallađ lítillega um veđurfarsbeltaskiptingu jarđar. Vestanvindabeltiđ er eitt veđurbeltanna. Ţar er ríkjandi vindátt úr vestri og lćgđir berast flestar til austurs, viđ Atlantshafiđ oft til norđausturs. Norđan viđ vestanvindabeltiđ er heimskautasvćđiđ, ţar eru áttir úr austri ríkjandi. Ísland er ađ međaltali rétt norđan viđ mörk beltanna - inni í austanáttinni. Ţó vestanáttir séu alls ekki sjaldgćfar er ríkjandi vindur samt úr austri á Íslandi.

En austlćgu áttirnar ríkja einungis í loftlagi sem nćst er jörđ - svonefndu jađarlagi. Ţegar kemur upp úr ţví - í 1 til 3 kílómetra hćđ er komiđ upp í ríkjandi vestanátt. Vestanvindabeltiđ í háloftunum nćr alveg sunnan úr hitabelti og langleiđina til norđurpólsins. Á sumrin er miđja ţeirrar miklu háloftalćgđar sem stýrir vestanáttinni ađ međaltali nćrri norđurskautinu. Um háveturinn skiptist međallćgđin í tvennt, önnur situr yfir Kanadísku heimskautaeyjunum, en hin yfir austanverđri Síberíu.

Vestanátt er ţví ríkjandi í háloftunum yfir Íslandi allt áriđ, ţrátt fyrir austanáttina niđur undir jörđ. Á myndinni hér ađ neđan má sjá árstíđasveifluna í styrk ţessara vindakerfa.

 

arstídasveifla_vestanattar

Tími ársins sést á lárétta ásnum og nćr hann yfir meir en eitt ár (byrjar 1.febrúar), en endar 1. júní. Ástćđa ţess ađ ég vel ađ setja meira en ár á myndina er sú ađ ég vil ađ bćđi sumar- og vetrarhámark/lágmark komist fyrir á sömu mynd. Lóđrétti ásinn er tala sem mćlir ţrýstimun milli 70°N og 60°N. Ţví meiri sem hann er ţví meiri er vestanáttin. Sé talan negatív er vestanáttin orđin ađ austanátt. Ţví meira negatív sem talan er, ţví meiri er austanáttin.

Á efri hluta myndarinnar sjáum viđ ađ vestanáttin (í háloftunum) er miklu sterkari ađ vetri heldur en á sumri. Lengst til vinstri er hámark í mars. Mikiđ styrkfall verđur í apríl, reyndar í kringum sumardaginn fyrsta. Lágmarkiđ er í júní, en viđ tökum eftir ţví ađ veikust er vestanáttin snemma í ágúst, ţar sem hún dettur nćrri ţví alveg niđur. Ţađ gćti veriđ tilviljun vegna ţess ađ árin sem liggja til grundvallar eru ekki nógu mörg (ţau eru ţó 45).

Í kringum höfuđdaginn eykst styrkur vestanáttarinnar tiltölulega snögglega. Síđan er óvíst hvort lágmarkiđ í október er raunverulegt. Áberandi hámark er í nóvember og desember en lágmark aftur í janúar. Ţađ gćti veriđ raunverulegt. Styrkur vestanáttarinnar í háloftunum tengist meginvindröst ţeirri sem hringar sig um norđurhveliđ. Í janúar er hún í sinni syđstu stöđu og nćr sjaldnar til Íslands heldur en bćđi fyrr á vetrinum og eftir.

Viđ sjáum á neđri hluta myndarinnar ađ austanáttin viđ jörđ er af svipuđum styrk mestallt áriđ, nema yfir blásumariđ, frá ţví um 15. júní til 10 ágúst. Á ţessum tíma árs liggur viđ ađ vestanátt nái undirtökunum á svćđinu milli 60 og 70°N. Ţađ gerist ţrátt fyrir ađ háloftavestanáttin er einmitt í lágmarki um sama leyti.

Ef viđ horfum ađeins á myndina tökum viđ fljótlega eftir ţví ađ austanáttin viđ jörđ er ađ međaltali einna sterkust ţegar vestanáttin er öflugust. Ţetta kemur jafnvel enn skýrar fram ef viđ reiknum mismun á styrk í háloftum og viđ jörđ. Ţessi munur á sér eigiđ nafn: Ţykktarvindur (thermal wind). Ef mikill munur er á vindi viđ jörđ og í háloftunum er ţykktarvindurinn sterkur.

Nú tapa sennilega flestir lesendur ţrćđi og biđst ég afsökunar á ţví, en pistillinn er ţegar orđin of langur. Nýlega bloggađi ég lítillega um ţykktina og setti skýringarpistil í viđhengi međ henni.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 222
 • Sl. sólarhring: 256
 • Sl. viku: 2001
 • Frá upphafi: 2347735

Annađ

 • Innlit í dag: 195
 • Innlit sl. viku: 1727
 • Gestir í dag: 188
 • IP-tölur í dag: 181

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband