Snjódýptarmet janúarmánaðar

Víða á landinu er erfittt er að mæla snjódýpt. Skafrenningur dregur snjóinn í stóra skafla og oft er autt á milli þeirra. Í sumum veðrum snjóar einhver ósköp en allt lendir út í sjó eða ofan í skurðum. Þá er erfitt að mæla.

Talsvert af snjódýptargögnum er til á Veðurstofunni og eru þær mælingar nokkuð samfelldar og áreiðanlegar á slatta af stöðum í fáeina áratugi. Fyrir þremur árum rúmum tók ég saman pistil á vef Veðurstofunnar um snjódýptarmet ársins fyrir landið í heild og einnig Reykjavík sömuleiðis er þar nokkur fróðleikur um fleira  þessu tengt. Nú er þægilegt að grípa til tengils á pistilinn.

En eitthvað verða þeir sem þegar hafa lesið gamla pisitilinn og muna hann (hversu margir skyldu þeir vera???). Hér má því í viðhengi finna lista með mestu snjódýpt í janúar á allflestum þeim stöðvum sem mælt hafa snjódýpt. Sá er hængur á að tölvugögn Veðurstofunnar um snjódýpt eru ekki samfelld á öllum stöðvum nema frá 1965. Nokkrar stöðvar gera þó betur. En þeir sem kunna tímaritið Veðráttuna utanbókar taka hugsanlega eftir því að snjódýpt áranna 1957 til 1960 er ekki í listanum og sömuleiðis vantar 1961 til 1964 á nokkrum stöðvum. Er beðist velvirðingar á þessu og vonandi tekst um síðir að gera skrárnar gatalausar - þannig að þar séu alla vega þær mælingar sem til eru.

Listann á að lesa með varúð. Hann er aðeins grisjaður þannig að hafi snjódýptin mælst sú sama marga daga í röð er aðeins fyrsti dagurinn í röðinni.

Mesta snjódýpt sem mælst hefur í janúar á landinu er 218 cm 20. janúar 1974 á Hornbjargsvita.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 26
 • Sl. sólarhring: 81
 • Sl. viku: 1494
 • Frá upphafi: 2356099

Annað

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1399
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband