7.1.2011 | 01:06
Kuldapollurinn að komast framhjá
Nú er kuldapollurinn snarpi (Snarpur 2.) að komast vestur af landinu og hiti kominn í frostmark við norðausturströndina. Hvassviðri heldur þó áfram mestallan föstudaginn. Næsti kuldapollur á að vera fyrir norðan land á sunnudag. Hann er býsna snarpur (Snarpur 3.) en þó mildari en sá í dag að því leyti að hann á ekki að draga til sín eins hlýtt loft að austan en býr þess í stað sennilega til litlar pólarlægðir (skárra orð finnst ekki enn) einhvers staðar yfir sjónum í kringum landið.
Fyrirstöðuhæðin sem hefur setið að veðrinu hér að undanförnu hefur nú hörfað til vesturs og hlýtt loft er því langt undan. Spurning hvernig má bjarga því. Kannski við fáum nú 1 til 3 vikna kafla með norðurslóðaveðri. Um norðurslóðaveður er lítið sem ekkert fjallað í kennslubókum - skrýtið? Kannski ekki svo mjög því nær allar bækurnar eru skrifaðar í Ameríku eða suður í Evrópu nærri atgangssvæði heimskautarastarinnar. Hún kemur að vísu líka við sögu hér á landi sem og fyrirstöðuhæðir sem tengdar eru kryppum hennar og ráðið hafa ríkjum hér um langt skeið (óvenjulangt).
Eru það ekki helst fornar veðurspárleiðbeiningabækur ameríska hersins sem helst hafa gefið norðurslóðaveðri gaum? Það er þó e.t.v. misminni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 10
- Sl. sólarhring: 570
- Sl. viku: 2282
- Frá upphafi: 2458521
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2109
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Er ekki orðið fyrir "pólarlægðir" bara Heimskautalægðir? Ég man annars eftir fyrirbrigðum á austur Grænlandi, sem minna svolítið á þennan atgang hér. (ég er á Siglufirði) en það eru sterkir og snarpir stormar ofan af jökli, sem kallast Piteraq (Williwaw minnir mig í kanada) Þeir standa stutt en eru svo sterkir og kaldir að ekki er vært úti fyrir nokkurn mann. Sleðahundarnir láta þó skafa yfir sig. Byrgja verður alla glugga og festa allt lauslegt. Viðvörunarflautur hljóma áður en þetta skellur á. Á þetta eitthvað skylt við það?
Þarna eru líka sterkir og hlýjari stormar af hafi, oft með úrkomu, sem kallast að mig minnir nuggaiaq. (hef bara heyrt orðið en ekki séð það skrifað).
Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2011 kl. 08:20
Í óspurðum fréttum af Siggló, þá virðist ekki fylgja mikil úrkoma með þessu hér eins og á Akureyri. Það eru bara snarpar, þéttar og kaldar hviður með einhverjum minniháttar skafrenningi. Oft verið mikið snjóþyngra hér í svona veðrum. Menn eru aðallega að hafa áhyggjur af flóðum hér á eyrinni þar sem sjávarhæð er há og öldur miklar útifyrir. Þetta virðist þó ætla að sleppa til í þetta sinn. Her stendur eyrin svo lágt að við ákveðin skilyrði þá flýtur yfir hana og allt fer á hvínandi kaf með tilheyrandi skaða. Gerðist síðast að hausti fyrir um 2 árum. Skilyrðin þurfa að vera nokkuð nákvæm til að þetta hendi og segja menn að þetta sé eitthvað sem búast megi við á 8-10 ára fresti. Rétt vindátt og mikill vindhraði, óvenju há ölduhæðutanvið og stórstreymt. Þá bunkast sjórinn inn í fjörðinn og nær ekki að ræsa sig út fyrir næstu bylgju af hafi. Þetta er ansi merkilegt að sjá. Sjávarborðið hækkar hratt svo flýtur yfir bryggjur og flæðir inn á eyrina en lækkar svo jafn hratt aftur með reglulegu millibili. Líklega er munurinn á sjávarhæð á annan meter á milli þessara bylgja. Maður sér rétt í stýrishúsin á smábátum við bryggjuna en svo rísa þeir svo hátt að þeir ætla upp á bryggjurnar. Þessar bylgjur rísa á innan við 1/2 mínútu, standa stutt og hníga svo jafn hratt.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2011 kl. 08:35
Þakka þér fyrir Jón Steinar. Pólarlægðir má kalla hvort sem er því nafni eða nafninu heimskautalægðir - en hvorugt þykir mér sérlega gott. Piteraq er allt annað fyrirbrigði - fallvindur ofan af Grænlandsjökli. Williwaw er sama - eða svipaðs eðlis - fallvindur. Reyndar eru fallvindar fleiri en einnar tegundar en látum það liggja á milli hluta.
Trausti Jónsson, 7.1.2011 kl. 18:54
Siglufjörður hefur mjög oft orðið fyrir tjóni í brimi af hafi - sérstaklega meðan varnir voru litlar og mikill þrýstingur atvinnulífs á eyrinni.
Trausti Jónsson, 7.1.2011 kl. 18:57
Verða þá ekki íslenskir veðurfræðingar að bæta snarlega úr þessu skrifleysi um norðurslóðaveður fyrir íslenska lesendur?
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2011 kl. 09:25
Þeir ættu kannski að gera það.
Trausti Jónsson, 8.1.2011 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.