Þykktin enn í hæstu hæðum

Meðan veðurstofur nágrannalandana fjalla um kuldatíð - jafnvel metkulda sitjum við og hluti Grænlands enn að hlýindunum. Nú er þykktin yfir Suðausturlandi yfir 550 dekametrar (5500 m) - en á reyndar að falla talsvert til morguns. Þetta er nærri mestu þykkt sem vænta má í desember, metið er svona við 5520 m eða rétt rúmlega það.

thykkt-301210-24

Myndin er af brunni Veðurstofunnar og sýnir þykktarspá sem gildir nú á miðnætti. Stórt svæði með gildum yfir 5500 metrum er fyrir sunnan land og litill blettur sömuleiðis í niðurstreyminu suðaustanlands. Þegar þetta er skrifað hafði þegar frést af 13,5 stiga hita á Teigarhorni - að ég held nýtt landsmet fyrir gamlársdag (gamla metið 11,3°C, sett á Hólum í Hjaltadal 1988. Ef lukkan verður með gæti hitinn skotist talsvert ofar síðar í nótt þarna eystra og hugsanlega einnig vestur undir Öræfajökul. Á morgun kólnar talsvert og fellur þykktin niður i 5300 metra eða jafnvel neðar. Eins og tryggustu lesendur þessa bloggs vita jafngilda 20 metrar þykktar um 1 °C.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um miðnætti var ég á ferðinni hér á Reyðarfirði og hitamælirinn í bílnum sýndi 11,5 stig. Mér sýnist það stemma við Kollaleiru  Vindhviður eru nokkuð miklar, svo hitinn rokkar +/- eina gráðu með stuttu millibili.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2010 kl. 02:07

2 identicon

Fyrir leikmann sem rambar inná blogg þitt og er áhugasamur, hvað þýðir þessi "þykkt" , væntanlega tengist þetta téðu háþrýstisvæði, er þetta þykkt lofts frá jörðu upp í 500 Hectópascala þrýsting (upp í hvaða hær nær sá þrýstingur alla jafna?)

ari (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er rétt Ari. Ég gerði nokkuð ítarlega grein fyrir þykkt sem hugtaki í veðurfræði í viðhengi með bloggpisli fyrir nokkru (7. okt.). Tengill er hér. Ég hvet áhugasama til að lesa viðehengið.

Trausti Jónsson, 31.12.2010 kl. 16:30

4 identicon

Takk takk.

Þekkti nefnilega ekki til bloggs þíns fyrr en fyrir mánuði ;)

ari (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 2434596

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2208
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband