13.12.2010 | 00:53
Desemberúrkoma í Stykkishólmi 1856 til 2009
Hér er smápistill um desemberúrkomu í Stykkishólmi frá 1856 í stíl við fyrri skrif um veðurlag á þeim bæ.
Úrkoma í desember er gríðarlega misjöfn, allt frá 7,0 mm 1870 til 170,8 mm 2007. Við sjáum vel að minni um úrkomu í næstliðnum desember er ekkert en hins vegar er talsverð tímabilaskipting. Desembermánuðir áranna 1926 til 1933 voru úrkomusamir, sömuleiðis tímabilin 1987 til 1992 og 2002 til 2008. Hins vegar brá svo við í fyrra (2009) að desember var í þurrara lagi. Svo hefur einnig verið í núlíðandi desember. En þar sem aðeins 12 dagar eru liðnir er langt í að hægt verði að giska á endanlega niðurstöðu.
Til gamans skulum við einnig líta á meðalhæð 500 hPa-flatarins í desember 1952, 1953 og 2007. Desember 1952 var mjög þurr en hinir mjög úrkomusamir. Myndirnar eru í mun betri upplausn í pdf-skjali í viðhenginu - lítið á það. Myndirnar eru úr tölvuiðrum 20.aldar safnsins hjá NOAA.
Í desember 1952 (efri lína til vinstri) stóð vindur í 500 hPa að jafnaði beint af Grænlandi, hann er þar að auki í hæðabeygju. Hvoru tveggja stuðlar að niðurstreymi og þar með þurrviðri. Flatarhæðin yfir landinu miðju er um 533 dekametrar (5330 m). Það er 30 til 40 metrum yfir meðallagi.
Í stuttri mánaðarlýsingu minni segir um desember 1952 (í þessu tilviki samsoðin úr Veðráttunni):
Óvenju hagstæð tíð og víðast þurrviðrasöm. Hiti var yfir meðallagi.
Í desember 1953 (efri lína til vinstri) er staðan gjörólík. Þá ríkir öflug suðvestanátt að meðaltali í mánuðinum, hæðin yfir landinu er 524 dekametrar (5240 m). Það er um 50 metrum undir meðallagi. Þar að auki er lægðabeygja á jafnhæðarlínunum yfir landinu, en þannig beygja auðveldar uppstreymi og stuðlar að úrkomumyndun.
Desember 1953 fær þessi eftirmæli:
Mjög umhleypinga- og illviðrasamt, en mjög hlýtt, einkum a-lands. Mikil úrkoma nema sums staðar á NA- og A-landi.
Kortið frá desember 2007 er mjög líkt 1953-kortinu. Meðalhæðin er sú sama og stefna línanna um það bil sú sama. Sá er helstur munur að hæðarlínurnar eru þéttari 1953 heldur en 2007.
Eftirmæli desember 2007:
Tíðarfar í desember var hlýtt, úrkomusamt og rysjótt. Stormasamt var í mánuðinum, einkum um vesturhelming landsins. Snjólétt var víðast hvar.
Lítið síðan á skárri gerð myndanna í pdf-skjalinu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 30
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 1814
- Frá upphafi: 2454275
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1672
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti. Meiri úrkoma í desember mánuði nú en áður, er það ekki í samræmi við hækkandi hita og tíðari lægðagang?. Er eitthvað vitað um nákvæmni eða ónákvæmni úrkomumælinga t.d. frá 19. öld miðað við það sem nú er?
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 14:05
Talið er að aukin úrkoma fylgi hækkandi hita. Ekki er þó um einfalt samband að ræða og vel má hugsa sér hlýrra veðurfar án aukinnar úrkomu. Úrkomumælingar eru mjög ónákvæmar og er það margt sem veldur. Mælar eru misvel staðsettir og stundum breytast aðstæður á mælistað á löngum tíma. Sé staðsetning góð er talið að 5-8% vanti upp á að öll fljótandi úrkoma mælist, en 20-50% vanti upp á mælingu í snjókomu. Á löngum tíma hafa mælar breytst nokkuð og eykur það óvissuna. Svo virðist samt að úrkoma á 20.öld hafi verið heldur meiri hér á landi en á þeirri 19.
Trausti Jónsson, 16.12.2010 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.