Lúmskt hitamet

Milli kl. 21 og 22 í kvöld fór hiti í Kvískerjum í Öræfum upp í 17,3 stig. Þetta þýðir m.a. að nýleg tafla mín um dægurhitamet í desember er ekki lengur rétt (ó,ó). Gamla metið var 16,4 stig, sett á Dalatanga 1970. Hiti á Kvískerjum í dag hækkaði um 11 stig milli kl. 17 og 18. Það þarf að kíkja betur á það, en annað eins hefur gerst. Á sama tíma hlýnaði ekkert á Fagurhólsmýri sem þó er í nágrenninu. Hámarkshiti þar sýnist mér hafa verið 6,3 stig. Þetta minnti mig á það að einhvern tíma í desember upp úr 1970 fréttist af 24 stiga hita á mæli heimamanna í Kvískerjum. Eins og menn vita er misminni mitt mjög gott en minnið verra. Man einhver eftir þessu?

Mjög hlýtt loft er yfir landinu, ekki nema um 5 stiga frost í 3 km hæð. Þykktin er í kringum meðaltal ágústmánaðar (um 5470 m). Á morgun kólnar lítillega en síðan hlýnar aftur. Kannski koma fleiri hitamet. Sá 12. (sunnudagur) liggur nokkuð vel við höggi, mesti hiti sem vitað er um þann dag er ekki „nema“ 15,1 stig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta var 24. nóv. 1971 á Kvískerjum sem 24 stigin voru og sagt frá því í Veðráttunni fyrir nóvember það ár.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2010 kl. 01:25

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu þakkir, ég vissi að misminni mínu væri treystandi.

Trausti Jónsson, 10.12.2010 kl. 01:30

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Snillingar!

Það var dálítið sérstakt í dag um kl. 13, þegar ég fór frá Reyðarfirði til Norðfjarðar. Á Reyðarfirði og Eskifirði var um -1 gráða en í Oddsskarði (rúml. 600 m. hæð) var 6 gráðu hiti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 01:51

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... en maður hefur svo sem séð þetta nokkrum sinnum áður

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 96
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1182
  • Frá upphafi: 2352141

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 1072
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband