Trúlegar veðurspár

Í dag eru veðurspár fyrir næstu viku aftur orðnar eðlilegar. Nú eigum við bæði að sleppa við mesta háþrýstinginn og versta norðanáhlaupið - það á nú að fara fyrir austan land. Nú er útlit fyrir venjubundinn norðan- og síðan norðaustanþræsing frá og með miðvikudegi. Hann sýnist sem endalaus. En þótt spárnar séu orðnar eðlilegar er veðrið ekki svo venjulegt. Kuldarnir í Evrópu halda áfram og þrýstingur hér verður áfram hár, þó nú sé síður líklegt að met verði. En munum enn að 4 daga spár og þaðan af meira eru oft mjög vitlausar. Vel má vera að næsta spá verði aftur hrokkin út af línunni. Spenna veðurnörda heldur sum sé áfram.

Í dag og í gær hafa mikil og falleg glitský sést um landið norðan- og austanvert. Mjög hátt liggjandi veðrahvörf fylgja fyrirstöðuhæðum og í dag voru þau í 11 km hæð í háloftaathuguninni á Egilsstöðum, þar var þá 70 stiga frost. Glitský þurfa hins vegar enn meira frost til að myndast þannig að líklegt er að skýin séu langtum ofar, en það má kíkja betur á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þegar ég var ungur í sveit gerði bóndinn á bænum gjarnan 20 mínútna veðurspá. Yfirleitt spáði hann því að það færi að rigna og bað því fólk að herða sig við heyskapinn. Stundum rættust spárnar enda rigndi nokkuð oft í þessari sveit.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2010 kl. 18:04

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka, Benedikt. Spár af þessu tagi þykja nokkuð merkilegar í dag og heita meira að segja því ágæta, en útlenda nafni "nowcasting". Í veðurorðasafni mínu heita það núspár, umdeilanlegt orð en kannski ekki svo vitlaust. Skyndileit á útlenda orðinu á google gefur um 430 þúsund niðurstöður, en google skilur ekki orðið núspár. Hver veit nema það breytist núna. 

Trausti Jónsson, 11.12.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Verst að spárnar gengu ekki eftir. Við viljum fjör og stuð í veðrinu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2010 kl. 12:03

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Spárnar eru ekki ennþá ekki gegnar efir. Enn er möguleiki á 500 hPa desembermeti á svæðinu.

Trausti Jónsson, 11.12.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 185
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 1271
  • Frá upphafi: 2352230

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1153
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband