9.12.2010 | 01:00
Hafís og háþrýstingur
Að hluta til hef ég skrifað um þetta áður bæði í pistli á vef Veðurstofunnar (Ísland og nao-fyrirbrigðið) sem og annars staðar. En óhætt er að rifja það upp þegar fréttir berast af ís norður af Vestfjörðum. Sú ískoma fellur í þann flokk sem kallast vesturís og ég skrifaði hér um nýlega. Vesturís getur gert vart við sig þótt ísmagn sé í lágmarki verði lát á norðaustanáttinni um Grænlandssund. Það hefur einmitt verið svo upp á síðkastið og Einar Sveinbjörnsson hefur nýlega fjallað um - einnig á þessum vettvangi.
En hikstinn í norðaustanáttinni getur bæði verið þannig að suðvestanátt verði ríkjandi í stað hinnar eða þá að hægviðri ríki. Langvinnar suðvestanáttir stífla framrás íssins um Grænlandssund og reka hann um síðir til austurs undan Norðurlandi. Þetta gerðist t.d. í febrúar 2005. Suðvestanáttirnar valda því einnig að ísinn gliðnar og þá myndast tækifæri til myndunar nýíss, tækifæri sem síður er til staðar sé venjulegt ástand - norðaustanáttin - ráðandi.
Hár þrýstingur hérlendis þýðir að vestlægar áttir verða viðloðandi norður með austurströnd Grænlands, langt fyrir norðan Grænlandssund. Þá gliðnar Austurgrænlandsísinn þar sem skilyrði til nýmyndunar eru enn betri en milli Vestfjarða og Grænlands. Sá ís kemur ekki alveg strax til Íslands meðan þrýstingurinn er hár, heldur síðar.
Háþrýstingur þarf ekki að standa nema í eina til þrjár vikur þannig að vesturís fari að berast til Íslands (sé ís til staðar í Grænlandssundi á annað borð). Aukin ísmyndun norðar skilar sér hins vegar ekki alveg strax heldur eftir einn til þrjá mánuði - ef þá á annað borð. Sé heildarísmagn ekki því meira er hugsanlegt að Ísland sleppi alveg við ís - þá að því gefnu að venjuleg norðaustanátt taki við í Grænlandssundi eftir að háþrýstitímabilinu lýkur.
Myndist mikið af ís austan Grænlands vex hætta á norður- eða jafnvel austurískomu við Ísland (sjá skilgreiningar í viðhengi við vesturísspistilinn).
Hin svokölluðu hafísár hér á landi (1965 til 1971) virðast hafa átt sér að minnsta kosti þriggja ára aðdraganda. Í lok febrúar 1962 fór þrýstingur hér á landi yfir 1051 hPa og síðan settist fyrirstaða að við Norðvestur-Grænland í heilan mánuð. Mestallan þann tíma var norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi og hér kom enginn hafís. Leggjum þetta nú aðeins á minnið.
Á jólum 1962 myndaðist gríðarleg fyrirstaða við Ísland og Grænland og var viðloðandi með einum eða öðrum hætti fram í febrúar. Gríðarlegir kuldar voru þá í Evrópu, sérlega óvenjulegir á Bretlandseyjum sunnanverðum. Undir lok janúar kom ís allt í einu að landinu í nokkru magni (vesturís). Þetta var óvænt, ekki voru gervihnettir að mæla á þessum árum (rétt að byrja).
Í febrúar gekk til austanátta og ísinn hreinsaðist burt. Næsti vetur var óminnilega góður hérlendis. Þrýstingur var hár í desember 1963 en síðan voru austlægar áttir lengst af ríkjandi.
Í febrúar 1965 gerðist svo það sem ekki hafði gerst í áratugi að ís kom að öllu Norðurlandi og rak síðan suður með Austfjörðum. Þrýstingur var einmitt fádæma hár í þessum febrúar og mjög kalt var norður undan.
Að segja að nao-talan sé lág er það sama og segja að þrýstingur sé hár við Ísland. Hér að ofan hefur verið fjallað um að háþrýstingur hérlendis bæti skilyrði til ísmyndunar við Austur-Grænland, jafnframt því að draga úr flutningum íss til suðvesturs um Grænlandssund.
Sé nao-talan há þá er þrýstingur lágur við Ísland. Það stuðlar að því að Austurgrænlandsstraumurinn rennur greiðlegar, nýmyndun er þá minni og flutningar um Grænlandssund ganga betur.
Þegar ísútbreiðslan og nao-talan eru borin saman í nokkra áratugi í senn kemur í ljós marktæk (neikvæð) fylgni, fylgnistuðull er um -0,6. Há nao-tala -> litlar íslíkur, lág nao-tala -> meiri íslíkur. Þegar tíminn er lengdur flækist málið heldur. Fylgnin var líka mikil á 19. öld, en þá var ísmagn hins vegar mun meira en síðar varð, nao-talan hefur ekki breyst nándar nærri því eins mikið. Skurðpunktur aðfallslínu er því allt annar á 19. öld heldur en þeirri 20. Það er fjarri því að nao-talan sé ein um að spá (ráða) ísmagni við Austur-Grænland eða hér á landi.
Fylgni milli nao og ísmagns er enn meiri í Barentshafi (líka neikvæð) og við Labrador (þar sem fylgnin við nao-töluna er jákvæð) heldur en við Austur-Grænland. Þetta stafar af því að ísabúskapur við Austur-Grænland er talsvert flóknari en á hinum stöðunum. Umtalsverður hluti íssins við Austur-Grænland er aðfluttur úr Norðuríshafinu, en í Barentshafi og við Labrador er hann að mestu myndaður á staðnum. Austurgrænlandsísinn er tvíþátta að uppruna.
Snúum aftur til febrúar og mars 1962. Þá var nao-talan neikvæð, meðalþrýstingur í mars hefur aldrei orðið hærri hér á landi. Samt var norðan- og norðaustanátt. Hún var með þeim hætti að útstreymi liðkaðist um Framsundið milli Svalbarða og Norður-Grænlands, meiri ís gat því myndast í Norðuríshafinu og þannig voru síðari ískomur undirbúnar. Árin 1963 og 1965 var sum sé bæði mikil ísmyndun og mikill eldri ís var einnig til staðar.
Hvað með ástandið nú? Ísmagn við Austur-Grænland er rétt tæplega í meðallagi áranna eftir 1979, miklu minna en var á hafísárunum. Best er að segja sem minnst um ástandið nú að svo stöddu, en því lengur sem núverandi fyrirstöðuástand stendur því meiri líkur eru á eftirköstum - hver sem svo þau verða.
Ég mun síðar fjalla um hefðbundnar mælitölur hafíssins, hugsanlega velta vöngum yfir orðtakinu að sjaldan sé mein að miðsvetrarís, það má reyndar skilja á ýmsa vegu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 137
- Sl. sólarhring: 368
- Sl. viku: 3629
- Frá upphafi: 2430676
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 2978
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Trausti, hefur ekkert komið til tals að þú gæfir þessa pistla út á bók?
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 11:54
Sæll um síðir, Þorkell. Pistlarnir sem slíkir eru ekki bókarefni, heldur efni þeirra. Ég hef um allmargra ára skeið átt handrit að nokkuð stórri veðurbók. Handritið er hins vegar ekki sérlega útgáfuvænt - ég veit svosem hvers vegna. En hluti af efni bókarinnar lekur smám saman út á bloggið.
Trausti Jónsson, 11.12.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.