3.12.2010 | 01:00
Dagamet í desember
Eins og venjulega þegar óvenju kalt eða hlýtt er einvers staðar í þéttbýlum löndum eiga fréttir um met greiðan aðgang að fyrirsögnum heimsfjölmiðlana. En sjaldnast er getið um hvers konar met er að ræða. Þar er gott að hafa í huga að hitamet einstakra daga eru slegin oft á ári í venjulegu árferði. Líkurnar á því fara eftir því hversu lengi stöðin hefur athugað.
Fyrir nokkrum dögum var talað um kuldamet í Moskvu, þar hefur trúlega verið um dægurmet að ræða. Í Moskvu hafa hitamælingar verið nokkuð áreiðanlegar um langt skeið - sennilega aftur til 1870 þannig að fyllilega sé sambærilegt. Það eru 140 ár. Séu engar loftslagsbreytingar að eiga sér stað (jafnstöðuloftslag) ættu 2-3 dægurkuldamet að falla þar árlega, því dagar ársins eru 365. Sama á við um hitamet. Algengast er að engin met falli yfir árið, en stundum kemur slatti sama árið, í Moskvu munu mörg slík hitamet hafa fallið síðastliðið sumar.
Mánaðametin eru erfiðari. Hafi verið athugað í 140 ár ættu mánaðarmet ekki að birtast nema á 10 til 15 ára fresti að meðaltali. Algengur ævitími veðurstöðva er 20 til 50 ár. Fyrsta árið verður mánaðarmet til í hverjum mánuði, síðan fækkar þeim smátt og smátt eftir því sem lengur er athugað.
Erfiðara er að meta tíðni landsmeta. Veðurstöðvakerfið breytist sífellt, á síðari árum hefur sjálfvirkum hitamælistöðvum fjölgað mjög, aukinn þéttleiki eykur líkur á landsmetum. Séu landsmet skoðuð kemur hins vegar í ljós að þau eru mun líklegri á ákveðnum stöðum frekar en öðrum. Lítum á tvö línurit.
Hér sjáum við, að því er virðist, gríðarlega hlýnun. Leitnin er 0,5°C á áratug (5 stig á öld). Við athugun kemur í ljós að hæsti hita í desember er helst að vænta við sjávarsíðuna á Norður- og Austurlandi þar sem há fjöll eru í nánd. Þar voru engar stöðvar fyrr en snemma á 20. öld. Byrjað var að athuga á Seyðisfirði 1906. Á þriðja áratugnum bættust Hraun í Fljótum og Fagridalur við utanverðan Vopnafjörð við. Þá komu hærri tölur en sést höfðu áður. En þá hlýnaði líka í veðri. Metið sem sett var á Hraunum í Fljótum 3. desember 1933 (16,6 stig) stóð mjög lengi, það var jafnað 1970 og 1981. Árið 1988 kom svo nýtt met, það var á Seyðisfirði. Ný met komu síðan á Skjaldþingsstöðum (1997) og 2001 kom núverandi desembermet, 18,4 stig á Sauðanesvita vestan Siglufjarðar, ekki fjarri gamla metstaðnum á Hraunum.
Síðan höfum við beðið eftir nýju meti. Þeir sem eru kunnugir veðurstöðvakerfinu sjá að þeir staðir sem nefndir hafa verið eru mannaðir. Sjálfvirku stöðvarnar hafa enn ekki skilað mánaðarmeti í desember. Við sjáum einnig að hlýi áratugurinn 1930 til 1940 skilaði góðum hámarkshita og hámarkshitinn hefur einnig verið frekar hár á síðustu árum. Eitthvað hefur það með almenn hlýindi að gera.
En kíkjum á dagamet desember í leiðinni.
Dagarnir 14. og 15. eru hæstir og gamlársdagur áberandi lægstur. Bláa, útjafnaða línan sýnir að eitthvað breytist um sólstöðurnar. Ef til vill er það þannig að líkur á hitabylgju detti niður um það leyti, ef til vill er um tilviljun að ræða. Líklegast er að næst falli met t.d. þann 7., 12. eða 17.
Listinn er í skrá í viðhengi. Þar kemur í ljós að elstu metin eru frá Seyðisfirði 22. og 23. desember 1962. Trúlega er hér um svokallað tvöfalt hámark að ræða - mætti athugast betur. Allar ábendingar um villur eru vel þegnar. Það kom mér frekar á óvart að stöðvarnar tvær í Hjaltadal, Hólar og Dalsmynni eiga met fyrir tvo daga. En þær eru reyndar ekki svo langt frá Sauðanesvita og Hraunum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 11
- Sl. sólarhring: 695
- Sl. viku: 3760
- Frá upphafi: 2428591
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 3357
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mjög athyglisvert. Þessi furðulegi hitakúltúr sem stundum kemur við sjóinn yst á Tröllaskaga er svolítið sérstakur. Mælingin á Sauðanesi frá 14. des 2001 er ekki síður sérstök fyrir mælistöðina en þetta var hæsta hitamæling ársins á þeim stað. Þú hefur kannski kannað þetta Trausti hvort slíkt hefur gerst á öðrum stöðum á landinu - þ.e. að heitustu mælingar ársins séu svona nálægt vetrarsólstöðum.
Hjalti Þórðarson
Hjalti (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 09:40
Góð og skemmtileg umfjöllun hjá þér, Trausti. Mögnuð þessi aukning í desemberhita og eins afar athyglisvert hvernig hitalækkunin virðist byrja akkúrat þann 21.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 13:36
Þakka þér fyrir Gunnar. Hjalti, þakka þér fyrir að minna mig á þetta atriði, - ég dríf í að athuga málið nánar og skrifa um það innan skamms.
Trausti Jónsson, 3.12.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.