Giskađ á árshita í Stykkishólmi

Nú eru 11-mánuđir liđnir af árinu og einn eftir. Nóvember var heldur rýr hvađ hita snerti, en menn segja hann samt vera viđunandi. Ţađ er nefnilega enn möguleiki á árshitameti. Ég lćt ađra bloggara alveg um ađ velta vöngum yfir Reykjavíkurhitanum ađ ţessu sinni og vona ađ ţeir haldi ţví áfram sem lengst. En hér er ćtlunin ađ líta á möguleikana í Stykkishólmi.

Međalhiti fyrstu 11 mánađa ársins ţar er 5,76 stig. Viđ notum tvo aukastafi til gamans rétt eins og menn gera mun á ţúsundustuhlutum úr sekúndu í Formúlunni. Ţetta er ţađ nćsthćsta sem vitađ er um í Hólminum, viđ ţykjumst í ţessu tilviki hafa gögn aftur til 1823. Ellefu fyrstu mánuđir ársins 2003 voru lítillega hlýrri, međ 5,90°C. Fylgnin milli 11-mánađa hitans og árshitans er hvorki meira eđa minna en 0,9833 - en ţađ er svo gott ađ Alţjóđaveđurfrćđistofnunin og fleiri ađilar hafa tekiđ upp ţann ósiđ ađ gefa út fréttatilkynningar um ársmeđalhitann strax í byrjun desember. (Svo heyrir mađur ekki nćrri eins mikiđ um endanlegar tölur).

En lítum á línurit:

giskad-a-arshita

Myndin er í betri upplausn í međfylgjandi pdf-skjali, sjá viđhengiđ.

Hér má sjá umrćtt samband og jöfnu bestu línu í gegnum punktaţyrpinguna. Ef viđ setjum töluna 5,76 inn í jöfnuna fćst út ágiskunin 5,33°C fyrir árshitann. Metáriđ 2003 var hann 5,41°C. Munurinn er ađeins 0,08 stig. Viđ getum líka giskađ öđru vísi, t.d. međ ţví ađ reikna út hver međalmunur er á 11-mánađa hitanum og árshitanum. Ţá fáum viđ út töluna 0,37°C. Sú ágiskun yrđi 5,39°C eđa 0,02 stig undir metinu. Ţađ ár sem stóđ sig best á endasprettinum var 2002, enda var desember ţađ ár fádćma hlýr. Slíkur endasprettur myndi skila árinu 2010 upp í nýtt met.

Á myndinni sjáum viđ eitt ár skera sig úr - langt neđan viđ línuna. Ţetta er hiđ frćga ár 1880, sem virtist fram á haust ćtla ađ setja met fyrir 19. öldina. Slíkur endasprettur myndi skila okkur niđur í 4,62 stig - sem er reyndar býsna hlýtt, 1,1 stigi ofan međallagsins 1961-1990.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Blessađur Trausti

Á Eyjafréttum.is birtist ţessi frétt í gćr frá Siglingastofnun:

"Óvenjulega ţrálátar suđaustanáttir undanfarna mánuđi hafa valdiđ breytingum á ströndinni umhverfis Landeyjahöfn sem eru afar óhagstćđar fyrir rekstur ferjuhafnarinnar. Öldufarsathuganir á árabilinu 1958–2009 sýna ađ tíđni suđaustlćgra ölduátta undanfariđ er óvenjulega há og er ţví full ástćđa til ađ ćtla ađ ţćr breytingar verđi ađ suđvestlćgar áttir verđi ríkjandi viđ Landeyjasand á ný."

Ţessu fullyrđingar finnst mér ekki standast hjá Siglingastofnun. Geturđu komiđ međ einkvađ sem sýnir hvađ áttir eru ríkjandi í og viđ Vestmannaeyjar?

Pálmi Freyr Óskarsson, 2.12.2010 kl. 09:48

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Mér sýnist ađ niđurstöđur bresku sérfrćđinganna séu í grunninn fengnar úr svokallađri „endurgreiningu“ Reiknimiđstöđvar evrópskra veđurstofa. Ţessi greining er yfirleitt talin áreiđanleg. Veđur hvers dags í greiningunni býr til „sýndaröldur“ og ég veit til ţess ađ ţeim ber nokkuđ vel saman viđ ţćr raunverulegu. Betri greining hefur ekki veriđ gerđ sem nćr yfir jafn langan tíma. Ég hef um nokkurt skeiđ fylgst međ breytileika vindátta á landinu og ţar á međal á ţessu svćđi. Ég renni hins vegar blint í sjóinn međ ţađ hvort ţćr tölur hafa eitthvađ međ sandburđ međ suđurströndinni ađ gera - ţađ er ekki fyrirfram víst. En ég skrifa ef til vill eitthvađ almennt um ţetta síđar.

Trausti Jónsson, 2.12.2010 kl. 23:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1612
  • Frá upphafi: 2350889

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1410
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband