Munur á hita viđ Veđurstofuna og á Reykjavíkurflugvelli

Ég fć oft spurningu um ţetta. Einfalda svariđ er ađ hann sé 0,1 stig. Heldur minni á vetrum en á sumrin. En hér er tilraun til ađeins ítarlegra svars, litiđ er á tvo mánuđi, júlí og nóvember yfir 5 ára tímabil. Ég verđ ađ biđjast afsökunar á myndinni sem er í alltof lágri upplausn. Reynt er ađ bćta fyrir ţađ međ ţví ađ koma myndahlutunum öllum fyrir í pdf-skjali sem fylgir sem viđhengi. Ţar er upplausnin miklu betri.

flugv-tun

Myndin er fjórskipt. Í öllum tilvikum eru gildi pósitíf ţegar hlýrra er á flugvellinum. Byrjum í efri línu - til vinstri. Ţar má sjá hitamun stađanna tveggja (allar athuganir á klukkustundar fresti - allt tímabiliđ). Viđ sjáum (vonandi) ađ langoftast er munurinn lítill, hámarkiđ er rétt til hćgri viđ núlliđ, ţađ er oftar hlýrra á flugvellinum.

Mynd í efri línu til hćgri sýnir muninn eftir tímum sólarhrings í júlí (blátt) og í nóvember (rautt). Í júlí er um 0,2 stigum hlýrra á flugvellinum á nóttunni og fram undir kl. 9, eftir ţađ er munurinn lítill en vex hćgt og bítandi eftir ţví sem á líđur og nćr aftur fyrra hámarki um kl. 22. ´

Mynd í neđri línu til hćgri sýnir muninn eftir vindáttum. Ţar er 9 = austanátt, 18 = sunnanátt, 27 = vestanátt og 36 = norđanátt. Í júlí er hlýrra á flugvellinum í flestum áttum nema á bilinu milli vesturs og norđvesturs (hafgolan), í hávestanátt er nćrri 0,2 stigum hlýrra á Veđurstofutúninu. Í nóvember er myndin önnur. Ţá er kaldara á flugvellinum í landáttunum frá austsuđaustri og vestur undir suđsuđvestur. Hlýjast ađ tiltölu á flugvellinum ţegar vindur blćs úr vestsuđvestri (af hafi).

Síđasta myndin sýnir hitamun eftir vindhrađa (m/s). Í júlí er munurinn ađ međalatali nćr enginn í logni, en vex síđan og er orđinn meir en 0,4°C ţegar vindur er 10 m/s. Í janúar er 0,5 stigum hlýrra viđ Veđurstofuna í hćgum vindi, en strax og vind hreyfir er munurinn lítill, síđan verđur hann smátt og smátt meiri eftir ţví sem vindur vex.

Ţrátt fyrir ađ fjarlćgđ milli stöđvanna sé lítil er samt um hitamun ađ rćđa. Hann rćđst greinilega af ţáttum eins og mismunandi hćđ stöđvanna (munar um 45 metrum) og nálćgđ viđ sjóinn. Ţessi hćđarmunur gefur tilefni til um 0,4°C hitamunar sé loft fullhrćrt, eins og sjá má ţegar vindur er mikill. Sjórinn yljar á vetrum, en kćlir á sumrin. Auk ţess er flugvöllurinn á sléttu landi, hitahvörf haldast ţví betur viđ ţar heldur en viđ Veđurstofuna ţar sem stöđin stendur efst í kúptu landslagi.

Hver er svo mesti munur milli stađanna ţessi fimm árin? Ţađ vill svo til ađ hann er 4,1 stig á hvorn veginn. Í báđum tilvikum var talsvert frost og ţví voru mjög grunnstćđ hitahvörf á sveimi á svćđinu, en ţau gefa helst tilefni til sviptinga af ţessu tagi. Í hvorugt skiptiđ hélst munurinn nema í eina athugun. Ţví mćtti gefa gaum síđar.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Trausti

 Ţetta eru skemmtileg og forvitnileg línurit, og ekki í öllu eins og mađur hefđi gert sér í hugarlund.  5 ár eru vissulega ekki langur tími, og á ţađ hljóta höktiđ eđa ókyrrđin í ritunum ađ skrifast.  En hvađ er hökt og hvađ endurspeglar e.k. raunveruleika til lengri tíma?  Hvers vegna er ekki skýrari dýfa síđdegis ţegar hafgolan er sterkust?  Hvers vegna er dýfan í nóvember fyrir sólarupprás?  Ég hefđi ekki veđjađ upp á svona mikinn mun, Veđurstofunni í hag, í vindi milli A og S í nóvember.  Ég mundi hins vegar veđja á ađ nóvember 1993 sé ekki inni í safninu.

 Međ bestu,

 HÓ

Haraldur Ólafsson (IP-tala skráđ) 4.12.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér fyrir Haraldur. Árin eru ađeins fimm, en samtíma sjálfvirkar athuganir eru til í um tíu ár. Hér tók ég ađeins tvo mánuđi, júlí og nóvember. Vonandi gefst tćkifćri síđar til ađ bera stöđvarnar betur saman. Ţetta er ađeins til gamans gert, ef til vill áttu einhvern nema sem gćti tekiđ máliđ ađ sér?

Trausti Jónsson, 5.12.2010 kl. 23:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 177
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annađ

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband