Samsćtuskeiđ (söguslef 11)

Áđur en viđ förum ađ sinna ísöldinni og helstu tímamótum hennar er nauđsynlegt ađ vita hvađ átt er viđ međ hugtakinu samsćtuskeiđ (isotope stage). Flestir vita ađ veđurfarssveiflur hafa veriđ gríđarlegar á ţeim tíma sem viđ köllum ísöld.

Í fyrra slefi var á ţađ minnst á ađ hlutfall samsćta í leifum sjávardýra gefa miklar vísbendingar um ísmagn á jörđinni í fyrndinni. Smátt og smátt eru upplýsingar um ísmagniđ ađ batna eftir ţví sem kjörnunum fjölgar. Ţrátt fyrir ţetta er upplausn ţeirra takmörk sett. Í kjörnunum má sjá ađ samsćtuhlutfall gat haldist ámóta um tíma - en síđan breyst nokkuđ snögglega yfir í annađ hlutfall sem síđan einnig hélst í nokkurn tíma.

Ţví var fariđ ađ tala um samsćtuskeiđ og ţeim sem rekjanleg voru um mestöll heimshöfin var gefiđ númer. Ţegar fyrstu kjarnarnir voru greindir vissu menn ekki hversu gamlir ţeir voru, ţćr aldursákvarđanir breyttust nokkuđ framan af ţar til tímasetningin var orđin betri. Međan á ţessu stóđ var vísast best ađ vitna til skeiđanna sem númera. Hćgt hefđi veriđ ađ nota nöfn sem búiđ var ađ gefa jökulskeiđum og hlýskeiđum áđur en ţćr nafngiftir voru ekki samrćmdar á heimsvísu auk ţess sem kjarnarnir gáfu til kynna ađ skeiđin vćru mun fleiri en nokkurn grunađi áđur. ´

Viđ tölusetninguna var byrjađ efst (yngst) á tölunni 1. Sú tala á viđ nútímann (holocene). Nú eru til allvel samrćmd skeiđanúmer aftur til um 2,4 milljóna ára og eru tölur komnar upp í um 100 fyrir ţennan tíma. Einnig er fariđ ađ tölusetja eldri skeiđ, en ţá er ađ ég held nafn segulskeiđs notađ sem forskeyti og byrjađ upp á nýtt ţegar komiđ er aftur í enn eldra segulskeiđ. Viđ 2,59 milljónir ára eru mörkin sett á milli segulskeiđanna Matuyama og Gauss, Gauss er ţađ eldra. Skýringar á ţví hvađ segulskeiđ er má finna á Vísindavefnum - fyrir alla muni flettiđ ţví upp, enn lengri grein er á Wikipediu (geomagnetic reversal).

Ţegar ískjarnamćlingar komu til sögunnar međ sínum skeiđum kom í ljós ađ ótrúlega gott samrćmi var á milli ţeirra og djúpsjávarkjarnanna. En ţessar tvćr kjarnategundir eru auđvitađ ekki nákvćmlega eins - munurinn gefur líka upplýsingar.

Upplausn djúpsjávarkjarnanna er ţví betri eftir ţví sem nćr dregur nútíma. Fyrstu 5 samsćtuskeiđin eru öll innan síđustu jöklunarsveiflu, nćsta stórjökulskeiđ á undan ţví síđasta er ţví númer 6. Í Evrópu er ţađ kallađ Saale. Eem, hlýskeiđiđ ţađ nćsta á undan okkar, var upphaflega númer 5 og tók yfir ţađ sem vitum nú ađ eru tugţúsundir ára.

Ískjarnarnir tryggđu betri tímasetningar og kom ţá í ljós ađ hiđ eiginlega Eem náđi ekki nema yfir hluta skeiđsins og hćgt var ađ greina fleiri stórar sveiflur innan skeiđs 5. Ţví var ţá skipt upp međ bókstöfum, frá a til e. Eem er nú 5e, en 5a til d eru stórar sveiflur sem urđu á tímabilinu frá enda hins eiginlega Eem og til um 70 ţúsund ára frá okkur séđ. Númer 4 er kalt skeiđ innan síđasta jökulskeiđs, kringum 60 ţúsund árin, númer 3 er íviđ hlýrri tími á undan kaldasta tíma jökulskeiđsins sem fékk töluna 2.

Aldursgreining ískjarna er ekki laus viđ vanda en ţó má telja árstíđaskipti nćrri ţví frá ári til árs vel aftur á síđasta jökulskeiđ ţar sem nćgilega snjóar svo sem á Suđur-Grćnlandi. Ískjarnarnir stađfestu ađ snöggar breytingar verđa á veđurlagi rétt eins og djúpsjávarkjarnarnir höfđu áđur gefiđ til kynna, en nánast öllum ađ óvörum sýndu ţeir fyrrnefndu ađ breytingarnar voru mun sneggri en nokkur hafđi leyft sér ađ nefna.  

Ţetta hefur orđiđ til ţess ađ merking orđanna snöggar veđurfarsbreytingar hefur breyst á síđustu 20 til 30 árum miđađ viđ fyrri merkingu. Fyrir 50 árum var breyting sem ađeins tók 1000 ár talin snögg. Eitt af fjölmörgum kraftaverkum ískjarnanna er ađ ţeir gerđu mun nákvćmari greiningu djúpsjávarkjarnanna mögulega og hafa einnig orđiđ til ţess ađ menjar umhverfisbreytinga eru mun auđrekjanlegri en áđur.

Nákvćmnin hefur orđiđ til ţess ađ mun fleiri skeiđ hafa bćst viđ, međ sínum númerakerfum. Óhćtt er ađ segja ađ kennitölur ţessar hafi auđveldađ mönnum umfjöllun um stórkostlega atburđi veđurfarssögunnar. Í erlendum ritum eru sjávarsamsćtuskeiđin kölluđ Marine Isotope Stage, skammstafađ MIS. Kuldaskeiđin taka sléttar kennitölur, en hlýskeiđin oddatölur. Kuldi varđ mestur á síđasta jökulskeiđi á MIS2 - sjávarsamsćtuskeiđi 2. Langvinnasta hlýskeiđ síđustu ármilljónar er sjávarsamsćtuskeiđ 11, viđ sjáum á tölunni einni ađ hér er hlýskeiđ á ferđinni.  

Ég reyni ađ koma öđrum skeiđategundum ađ síđar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 12
 • Sl. sólarhring: 147
 • Sl. viku: 1785
 • Frá upphafi: 2347419

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 1542
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband