24.11.2010 | 00:39
Af gömlum sjónarhóli (1911)
Hér er til gamans gamall fréttapistill sem birtist í blaðinu Austra 27. janúar 1912. Austri var gefinn var út á Seyðisfirði. Þar er vitnað í grein sem birtist í færeyska blaðinu Dimmalætting skömmu áður. Við nokkra athugun (á netinu auðvitað) kemur í ljós að efnið er fengið úr grein eftir C. de Lacy Evans sem birtist í Daily Mail á jóladag 1911. Þar sem nokkuð margir reynast bera þetta nafn veit ég ekki enn hver nákvæmlega hann var þessi höfundur. En eitthvað kunnuglegt er við nafnið. En lesum nú greinina:
Hlýir vetrar.
Það sem af er þessum vetri, allt fram að áramótum, hafa borizt fregnir um hlýindi og árgæzku mikla víðsvegar að úr Mið- og Norður-Evrópu, svo og frá Norður-Amerfku. Á ýmsum stöðum eru trén farin að laufgast og grösin að gróa. Á Englandi höguðu fuglarnir sér í desembermánuði eins og vorið væri í nánd, og sumstaðar hafa menn hleypt kúnum út í haga.
Í tilefni af þessu heldur enskur rithöfundur C. de Lacy Evans því fram, að vetrarloptið hafi hlýnað að mun nú síðustu árin. Frá Ameriku hafa menn fengið ýmsar frásagnir, sem benda í þá átt, að tilgáta þessi sé rétt. Margir fuglar, sem áður héldu sig á vetrum eigi lengra norðar frá en í Bandaríkjunum, hafa nú flutt sig norður í Kanada og tekið sér þar fasta hólfestu. Við HudsonBay hafa menn tekið eftir því, að veturinn styttist um einn dag tíunda hvert ár, og sömu athuganir hafa verið gjörðar í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Á eyju einni við Spitsbergenfannst einungis ís og snjór samkvemt eldri ára rannsóknum. En árið 1907 urðu menn víða á eyjunni varir við mikinn og fallegan gróður.
Samkvæmt þessum uppýsingum og fleiri vísindalegum athugunum síðustu ára, telur höfundurinn fullar sönnur á því, að í hinum norðlægu löndum jarðarinnar verði hlýrra og hlýrra ár frá ári. Það kemur æ optar fyrir að auð jörð er um jólin; - og slíkt hefir opt viljað til hér á landi síðustu árin, segir færeyska blaðið Dimmalætting, er grein þessi er tekin eptir. Vér Íslendingar getum líka samsinnt það.
Ég fann reyndar ekki Daily Mail greinina sjálfa heldur ítarlega tilvitnun í hana sem birtist í bók um veðurfarsbreytingar og var skrifuð skömmu síðar eftir mann að nafni Mariott. Ég á eftir að kanna hana betur, en hún fjallar aðallega um stjarnfræðilegar orsakir veðurfarsbreytinga í stíl við Milankovic, en er þó miklu ruglingslegri en hans fræði.
Nú er spurningin hvort eitthvað vit hafi verið í að tala um hlýnun, séð frá árinu 1911 og aftur í tímann. Lítum á mynd:
Það þarf talsvert að lesa inn í myndina til að sjá breytingu, en hún er samt þarna. Á tímabilinu 1893 til 1911 komu engir kaldir vetur - miðað við það sem oft gerðist á kuldaskeiðinu 1859 til 1888. Hálfu stigi munar á meðalhita þessara tímabila. Það var nóg til þess að menn fundu breytinguna. Hlýjustu veturnir voru hins vegar álíka hlýir á báðum tímabilum. Það sem okkur finnst aftur á móti vera hlýir vetur komu ekki fyrr en á þriðja áratugnum, en þá þekktu þeir sem þarna voru uppi auðvitað ekki.
Í Englandi var sérlega kalt milli 1880 og 1895 og árin þar á eftir hafa mönnum fundist áberandi hlýrri en áður. Svipað má segja um Grænland og Ísland (en ekki er fjallað um Grænland í greininni), og vestur á norðurslóðum Kanada hlýnaði líka.
Það var því ekkert skrýtið að mönnum fyndist fara hlýnandi 1911, í þessum heimshluta var um raunverulega hlýnun að ræða. Það átti hins vegar ekki við allstaðar í heiminum. Og ástæðan sem nefnd var - breytingar á afstöðu jarðar og sólar - var ekki sú rétta - því það litla sem er, veldur sú afstöðubreyting heldur kólnandi veðurfari og er auk þess ekki merkjanleg á þeim 50 ára tímakvarða sem hér hefur verið fjallað um.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 213
- Sl. sólarhring: 219
- Sl. viku: 2134
- Frá upphafi: 2412798
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 1874
- Gestir í dag: 182
- IP-tölur í dag: 175
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.