23.11.2010 | 01:28
Úr landafræðinni - beltaskiptingin
Almennar fréttir af veðri tengjast gjarnan einhverjum óvenjulegheitum í lofthjúpnum. Á næstu dögum munum við e.t.v. fá að heyra af veðurtengdum vandræðum á Bretlandseyjum, e.t.v. í Frakklandi og jafnvel suður við Miðjarðarhaf. Við sjáum kannski einhverjar myndir af endalausum bílaröðum á hraðbrautum og hugsanlega fer eitthvað fleira úr skorðum. Þetta er reyndar allt bara ef til vill því að það veður sem spáð er kemur ekkert endilega fram.
Við fáum hugsanlega einnig að heyra að þetta tengist mikilli fyrirstöðuhæð yfir Grænlandi og óvenju neikvæðri stöðu norðuratlantshafssveiflunnar NAO eða heimskautasveiflunnar, AO sem valda báðar ákveðnu óbragði á tungu minni en ég neyðist samt til að nefna. Fyrirstöðuhæðin liggur mér hins vegar ljúft á tungu. En hvað er þetta? Manni vefst tunga um tönn. Besta ráðið er trúlega að endurtaka hugtökin nógu oft til þess að þau verði kunnugleg og sjá svo til. En ég hef sjálfur nokkuð gaman af því að benda fólki á eitthvað sem ég hef skrifað áður og sem enginn hefur nennt að lesa. Það sem fylgir hér á eftir er þannig. Ég reikna sumsé með því síðar að einhver hafi lesið það sem hér fer á eftir. Þetta verður kannski ein af mörgum endalausum framhaldssögum þessa bloggs.
Hér er mynd úr barnaskólalandafræði (kortagrunnur er eftir Þórð Arason). Hún sýnir vindabelti jarðarinnar. Veðrakerfið er allt mjög breiddarbundið. Breiddarstig ræður mestu um hita- og úrkomufar auk vindátta. Skiptast þar á austlægar og vestlægar áttir.
Nærri miðbaug er loftþrýstingur heldur lægri en norðan og sunnan við og þar eru víðáttumikil uppstreymissvæði. Lengst úrkoma þar í mikla úrkomugarða. Vindar bera loft í sífellu inn í lægðardragið, úr norðaustri á norðurhveli en úr suðaustri á suðurhveli. Þessir vindar nefnast staðvindar. Nafnið er dregið af festu þeirra. Þegar kemur inn í hið eiginlega hitabelti hafa þeir tilhneigingu til að verða austlægir.
Staðvindarnir eru eindregnastir yfir höfunum en gætir þó einnig inni á meginlöndunum. Þar truflast þeir þó meira af núningi og mishitun landsins heldur en yfir sjónum. Úrkoma á staðvindasvæðunum er yfirleitt mjög lítil og á sama breiddarstigi á landi eru víða eyðimerkur. Á norðurhveli er Saharaeyðimörkin mest og eyðimerkur Vestur- og Mið-Asíu er einnig mjög stórar. Minni eyðimerkur eru í Norður-Ameríku. Á suðurhveli má nefna Kalaharíeyðimörkina í sunnanverðri Afríku og Ástralíueyðimörkina. Eyðimerkur eru líka í Suður-Ameríku þó flatarmál þeirra sé minna.
Þegar kemur norður fyrir hvarfbaugana (um 23,4°N og S) kemur í ljós að staðvindunum er stýrt af voldugum háþrýstisvæðum. Þær köllum við hvarfbaugshæðir, þó miðjur þeirra séu reyndar norðar. Á vetrum eru þær mestar í kringum 30°N en færast norðar og styrkjast á sumrin yfir höfunum þegar lágþrýstisvæði myndast yfir meginlöndunum. Við köllum þetta svæði stórhæðabeltið.
Hvarfbaugshæðirnar eru stærstu og stöðugustu þrýstikerfi jarðar. Á Norðurhveli eru tvær þeirra sterkar allt árið, önnur yfir Atlantshafi og hin yfir austanverðu Kyrrahafi. Sú þriðja er yfir Asíu á vetrum en hún brotnar niður á vorin og í stað hennar kemur þá mikil lægð yfir sunnanverðri álfunni og ríkir hún þar á sumri. Þessi hegðan þýðir að norðaustanstaðvindurinn á Indlandshafi er einungis vetrarfyrirbrigði.
Á sumrin hreyfist ás stórhæðabeltis norðurhvels norður á bóginn og hefur færslan mjög mikil áhrif á norðurjaðri þess. Þurrkar ríkja þá við Miðjarðarhaf og stundum einnig á stórum svæðum í Bandaríkjunum, sérstaklega vestan til. Háþrýstisvæðið á Atlantshafi er gjarnan kennt við Asóreyjar en það heldur sig gjarnan nærri þeim sumar og haust, en oftast talsvert sunnar að vetrarlagi. Í Ameríku er oft talað um Bermúdahæð í stað þess að kenna hana við Asóreyjar.
Vestanvindabeltið er norðan stórhæðabeltisins og nær nærri því til Íslands. Vestanáttin er mun sterkari á vetrum en að sumri, en vegna þess að Asóreyjahæðin bólgnar til norðurs á sumrin flytur hún vestanáttina jafnframt til norðurs þannig að hluta sumars er að meðaltali vestanátt við Ísland, en annars eru hér austlægar áttir ríkjandi að meðaltali.
Um háveturinn sveigist vestanvindabeltið til norðausturs meðfram ströndum Vestur- og Norðvestur-Evrópu en annar straumur beinist austur um Miðjarðarhaf og veldur vetrarrigningum þar og í vestanverðri Asíu.
Við þekkjum veðurlag vestanvindabeltisins mæta vel. Það einkennist af úrkomu- og vindakerfum lágþrýstisvæða sem oftast berast til austurs með vestanáttinni sem ríkir í háloftunum. Stöku hæð rýfur lægðaganginn. Skil á milli lofts (af norðlægum uppruna annars vegar og suðrænum hins vegar) eru oft mjög skörp. Oftast má finna skilalínu af þessu tagi í vestanvindabeltinu en hún er aldrei alveg samfelld allan hringinn. Hún hefur á íslensku oftast verið kölluð meginskilin en heitir á erlendum málum polar front.
Norðan vestanvindabeltisins er austan- og norðaustanátt ríkjandi í kringum háþrýstisvæði sem kennt er við heimskautahæðina. Hún nær mestri útbreiðslu seint á vetrum eða undir vor. Á milli stórhæðanna og heimskautahæðarinnar er lægðasvæði. Lægðasvæðið er nyrst í vestanvindabeltinu og er mest áberandi yfir Norður-Atlantshafi suðvestur af Íslandi (Íslandslægðin) og yfir Norður-Kyrrahafi nærri Aljúteyjum (Aljúteyjalægðin). Heldur hærri þrýstingur á meginlöndunum skilur meginlægðirnar að. Lægðakerfi þessi eru mun öflugri á vetrum en á sumrin.
Öll veðrakerfin í vestanvindabeltinu og norðar eru á ferð og flugi. Fyrirbrigði eins og t.d. Íslandslægðin koma mjög vel fram á kortum sem sýna meðalloftþrýsting yfir marga daga, mánuði eða ár en sjást misvel eða ekki á kortum sem sýna veður einstaka daga. Frá degi til dags er vestanvindabeltið mun breytilegra en staðvindarnir. Sérstaklega á þetta við um norðurhvel jarðar, á suðurhveli trufla meginlöndin hringrásina síður.
Nóg er að sinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 56
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 2503
- Frá upphafi: 2434613
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 2224
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.