14.11.2010 | 01:01
Snjóamet í nóvember
Nú hefur snjóað mikið sums staðar austan Tröllaskaga og talsverður snjór er norðantil á Vestfjörðum. Snjódýptin var talin 60 cm á Akureyri á laugardagsmorgni og vísast að hún verði orðin meiri á sunnudag. Snjódýpt er mæld einu sinni á dag, kl.9 að morgni. Snjódýptarmet Akureyrar í nóvember er 70 cm, frá 22. degi mánaðarins 1972. Íslandsmetið, 155 cm var sett sama dag á Sandhaugum í Bárðardal. Langt er í það met, en stutt í Akureyrarmetið.
Snjódýptarmælingar eru erfiðar víða á landinu, sérstaklega þar sem mikil hreyfing er á snjó. Snjódýpt hefur verið mæld á fáeinum stöðvum frá því um miðjan þriðja áratuginn, en voru heldur slitróttar fram undir 1964. Fyrir 1965 vantar auk þess nokkuð af mælingum í tölvugagnagrunn Veðurstofunnar en vonandi verður það sem út af stendur sett þar inn um síðir.
Skráin sem hér fylgir sýnir mestu snjódýpt í nóvember á öllum veðurstöðvum landsins. Fyrst er tafla sem nær aftur til 1961 en neðar í skjalinu er tafla með hæstu tölur fram til þess tíma. Líklegt er að villur leynist í skránni og væri gott að frétta af því frá eftirtektarsömum lesendum.
Mesta snjódýpt í Reykjavík í nóvember mældist 24. dag mánaðarins 1978. Snjókoman þá og dagana á undan er mjög minnisstæð enda féll snjórinn í nokkrum óvenjulegum og kröppum smálægðum sem gengu yfir landið hver á fætur annarri. Á erlendum málum kallast smálægðir af þessu tagi pólarlægðir og það nafn gengur svosem á íslensku þar til betra finnst. Myndir af nóvemberlægðunum 1978 rötuðu meira að segja í erlend veðurfræðitímarit.
Afrit af þessum myndum eru einhvers staðar í hrúgunni hjá mér. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af velferð þeirra þar sem þær voru síaðgengilegar á vef Dundee-gervihnattamóttökunnar, en nú eru þær ekki þar lengur enda er engu að treysta í varðveislumálum eins og flestir vonandi vita. En vonandi að Dundee hressist. Vel má einnig vera að ég finni myndirnar hjá sjálfum mér og gæti þá sýnt þær hér á blogginu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 92
- Sl. sólarhring: 237
- Sl. viku: 1057
- Frá upphafi: 2420941
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 933
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er gaman að skoða þessa töflu. Ég man vel eftir 24. nóv. ´78 í Reykjavík. Ég man hvaða bíl ég átti og brasið sem ég lenti í þennan dag, skammt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Það er athyglisvert að nóvembermetið á Flateyri er aðeins 18 cm. Örskammt frá, í beinni loftlínu er Suðureyri með 80 cm.!
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 23:23
Sömu sögu má segja um Eskifjörð, með 10 cm. og Reyðarfjörð, (Kollaleira) með 35 cm., en varla er meira en 8 km. á milli staðanna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 23:27
Athuganir voru mjög skammvinnar bæði á Flateyri og á Eskifirði. Í töflunni má sjá að Flateyri athugaði aðeins haustið 1980 og á Eskifirði var aðeins athugað í rúm 2 ár (1990 til 1992(. Suðureyri athugaði hins vegar frá 1924 til 1989 eða í 65 ár og Kollaleira í 30 ár. Í neðri töflunni (fyrir 1961) má sjá að einu sinni hafa mælst 100 cm á Suðureyri í nóvember. Það var þann 25. 1947. Það var því álitamál hvort þessar „stuttu“ stöðvar ættu að fá aðgang að töflunni, en ég ákvað að hleypa þeim með til gamans.
Trausti Jónsson, 15.11.2010 kl. 00:24
Takk fyrir þetta, tók ekki eftir þessu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2010 kl. 00:39
Trausti !
1978 er fyrsta árið sem tunglmyndir, þ.e. hitamyndir urðu aðgengilegar. Í safni Dundee eru allmargar myndir frá þessum mánuði, en líka eyður. Sjá má á kortum þessa daga þarna um 20. nóvember að hringrásin fyrir vestan landið var um margt sérstök. Ákveðin vestanvindur í háloftum og loftið áberandi kalt úr vestri. Kjöraðstæður fyrir pólarlægðir af Grænlandshafi. Maður tengir slíkar frekar við útmánuði, en eins og greinilegt hefur verið síðustu vikuna eða svo að tiltölulega hlýr sjórinn að haustinu eða öllu heldur síðla haustsins m.t.t. lofthitans getur skapað svipað aðstæður, þó svo að heimskautaloftið sé ekki alveg jafn kalt og þar verður gjarnan síðla vetrarins.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 15.11.2010 kl. 01:20
Þakka þér fyrir Einar. Varðandi safnið í Dundee - þá voru fyrir fáeinum árum talsvert fleiri myndir frá nóvember 1978 í því heldur en nú - ég veit ekki hvað hefur gerst hjá þeim. M.a. voru fínar myndir sem sýndu lægðirnar smáu. Ég afritaði einhverjar þeirra og finn vonandi um síðir. Myndirnar sem birtust hjá Erik Rasmussen í Journal of Atmospheric Researsh eru varla til afritunar en greinin var stefnumótandi á sínum tíma og sömuleiðis deilurnar sem hann lenti í við Reed um skilgreiningu og eðli pólarlægða.
Trausti Jónsson, 15.11.2010 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.