Bćkur sem minnst var á í halstjörnupistli

Ţessi pistill er viđbót viđ ţann nćsta á undan. 

Fyrst er ađ minnast á yfirlitsgrein um umhverfisáhrif loftsteina og halastjörnuáhrifa sem birtist í Review of Geophysics 1997. Ţar er fjallađ á ítarlegan hátt um stćrđarróf atburđa, allt frá ţeim smáu upp í stćrstu.

Toon, Turco og Covey (1997). Environmental Perturbations Caused by the Impacts of Asteroids and Comets. Review of Geophysics 35, 1. s 41-78

Gardner (1957, 2.útgáfa) Fads and Fallacies in the Name of Science.

Ţessi útgáfa bókarinnar er enn fáanleg og er skyldulesning fyrir flesta - verst ađ hún skuli aldrei hafa veriđ ţýdd á íslensku.  Sérstök umfjöllun er um bókina á Wikipediu og ţar má einnig finna ISBN-númeriđ. Gardner skrifađi tvćr ađrar bćkur um sama efni á níunda áratugnum. Báđar eru ţćr góđar en komast samt ekki međ tćrnar ţar sem fyrsta bókin hefur hćlana. Ţar eru ţó margar góđar greinar, t.d. um bókasafnsátökin um Galdrakarlinn í Oz sem vekja furđu.

Velikovski (1950, nýjasta útgáfa 2009). Worlds in Collision.

Nýjasta útgáfan er fáanleg og fćr 5 stjörnur í einkunna á Amazon. Ţađ er ekki ástćđulaust. Víđa er fjallađ um hann, verk hans og gagnrýni á ţau á netinu. Hann skrifađi síđar fleiri bćkur um hugmyndir sýnar, ţćr eru síđri en ţćr fyrsta eiga ţó marga spretti. Viđ liggur ađ honum takist ađ sannfćra menn um ađ tímatal fornaldarmannkynssögu sé vitlaust, tengjast ţá Ödípus hinn gríski og Aknaton faraó saman á óvćntan hátt.

Velikovski (1982) Mankind in Amnesia

Ţessi bók virđist ekki fáanleg nema á fornsölum en fjallar um ţađ atburđir ţeir sem hann lýsir hafi haft djúpstćđ áhrif á mannkyniđ og ţađ hafi skipulega bćlt allar minningar um ţađ á svipađan hátt og getur gerst hjá einstaklingum. Ţessi bók má alveg missa sig.

Clube og Napier (1990) Cosmic Winter

Bókin virđist ekki fáanleg nema á fornsölum, Amazon auglýsir hana á 100 pund. Bókin var skrifuđ sem áhersluauki viđ eldri bók ţeirra félaga, The Cosmic Serpent (1982) og ég hef ekki lesiđ. Hér róa ţeir félagar á miđ Velikovskis nema hvađ ţeirra saga er mun líklegri út frá vísindalegu sjónarhorni. Á árinu 2003 skrifađi Clube stutta grein um grunn hugmynda sinna í frćđitímaritiđ Astrophysics and Space Science (285, s.521-532): An excetptional cosmic influence and ifs bearing on the evolution of human culture in the apparent early development of mathematics and astronomy. Mér sýnist á Web of Science ađ menn hafi forđast ađ vitna í hana. Sjálfum finnst mér ţessar hugmyndir ansi langsóttar, en ég er hvorki stjörnu- né vísindasagnfrćđingur. Menn geta lesiđ greinina um landsađgang frćđirita en hér nćgir ađ segja ađ halastjarnan Encke leikur ađalhlutverk.

Baillie (1999) Exodus to Arthur.

Ţessi bók er uppseld en fćst notuđ í gegnum Amazon á nokkur pund. Hún gengur út frá svipuđu og Cosmic Winter, nema hvađ lengra er gengiđ. Halastjarna féll í írska hafiđ um áriđ 540. Höfundurinn er vel ţekktur trjáhringjafrćđingur og er sjálfsagt ađ skemmta sér. Bókin er óţarflega löng og verđur ţreytandi. Hugmyndin er međ miklum ólíkindum.

Frank (1994) The Big Splash 

Fáanleg á fornsölum. Bráđskemmtileg hugmynd međan hún var á síđum jarđeđlisfrćđirita en hér er höfundurinn farinn ađ verđa örvćntingarfullur. Ekki vilja menn ţó neita ađ kjarni geti falist í hugmyndum hans um endurnýjun vatns á jörđinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 2343353

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband