13.11.2010 | 02:04
Loftsteina- og halastjörnuárekstrar
Það sem gerist á jörðinni hefur ekki áhrif á sólina, þess vegna er hún að sjálfsögðu talin í hópi ytri mótunarþátta veðurfars. Plánetur sólkerfisins hafa áhrif á braut jarðarinnar og breytingar á henni eru því einnig taldar til ytri mótunarþátta. Fjallað var um brautarþættina í fyrra bloggi. Hér var ætlunin að fjalla um á þriðja utanaðkomandi mótunarþáttinn, loftsteina- og halastjörnuárekstra, en pistillinn endar á öðrum nótum.
Þegar gripið var til loftsteins sem skýringar á skyndidauða risaeðlustofna og margra fleiri dýrategunda á mótum Miðlífs- og Nýlífsaldar greip um sig rótgróin varnarstaða þeirra sem vilja helst ekki heyra loftsteina nefnda. Þegar ég var í háskóla voru þessi miklu jarðsöguskeið yfirleitt tengd veðurfarsbreytingum og jafnframt að þau hefðu tekið milljónir ára. En á síðari árum hefur sú skoðun ofan á að árekstur jarðar við loftstein hafi valdið gríðarlegum hamförum um alla jörð. Þykkur mökkur hafi byrgt fyrir sólarljósið um nokkurra mánaða skeið og dregið svo mjög úr ljóstillífun að plötur hafi sölnað og dýr því næst orðið hungurmorða.
Fjölmargar rannsóknir styðja hugmyndina en hún hefur þó ekki náð núverandi fylgi nema vegna þess að sífellt er verið að reyna að skjóta hana niður. Nú hefur álitið breyst í þá veru að sífellt er gripið til loftsteina- og halastjörnuárekstra þegar á að skýra einhverjar óræðar og fornar náttúrufarsbreytingar. Ljóst þykir að minni árekstar hafi orðið öðru hverju síðan. Sveiflumenn hafa jafnvel blómstrað með köflum, en satt best að segja eru rök þeirra oftast rýr í roðinu þótt skýringarnar séu skemmtilegar. Menn geta t.d. flett upp dauðastjörnunni svonefndu, Nemesis, á netinu, stjörnuaumingja á útheiðum sólkerfisins sem á að senda okkur halastjörnudrífur með reglulegu millibili. Ég held að hugmyndin sé dauð, en hún gengur sjálfsagt aftur í öðru gervi síðarmeir. Nemesis er þó alvöru hugmynd sem hægt er að ræða.
Þótt atburðir sem þessir hafi gríðarleg áhrif á lífríkið og þróun tegundanna er vafasamt að þeir hafi haft bein áhrif á veðurlag til lengri tíma. Loftsteinar (fullhógvært nafn fyrir þá stærri) geta hvað veðurlag varðar aðeins haft áhrif á þann hátt að þeyta upp ryki sem getur haldist í háloftum í nokkur ár. Ekkert sérstakt ósamkomulag er um að veðurlag einstakra ára eða áratuga gæti af þessum sökum farið illa úr skorðum sé loftsteinninn (eða halastjörnukjarninn) nógu stór.
Halastjörnur, ryk og vatn þeim samfara hafa gefið svigrúm til vangaveltna sem hafa verið þrálátar sem skýring á veðurfarssveiflum allt frá árum upp í milljarða ár. Hér er ekki vettvangur til að rekja þau mál en rétt er að benda lesendum á að langmest sem skrifað hefur verið um halastjörnur og veðurlag telst fremur til afþreyingarbókmennta en veðurfræði.
Ég gæti hér rakið langan hala þeirra bókmennta en hef vart þrek til að gera það. Vegna þess að svo margt af þessu hefur skemmt mér svo vel í gegnum tíðina verð ég eiginlega að nefna nokkur dæmi án þess að fara út í nánari sálma. Netið er óskaplega góður akur vísinda (sjáið t.d. hvar.is) en jaðarvísindi og óvísindi spretta jafnvel enn betur.
Skemmtilegustu bækurnar eru reyndar gamlar. Fyrsta yfirlitsrit Martin Gardners um bullvísindi: Fads and Fallacies in the name of Sciencevar síðast þegar ég vissi enn fáanleg þótt hún sé yfir 50 ára gömul. Þar koma eldri veðurfars- og halastjörnuhugmyndir nokkuð við sögu - m.a. kenningar Hörbingers hins þýska um ísaldir - ótrúlegt að nasistar skyldu taka þær alvarlega - en þeir tóku reyndar ýmislegt mun verra alvarlega. Gardner fjallar einnig um sígildar kenningar Immanuel Velikovski um áhrif ja - þið verðið bara að lesa þetta.
Fyrsta bók Velikovski, Worlds in Collisionkom út um 1950 og við lá að útgáfufyrirtækið Doubleday væri sett út af vísindasakramentinu og þegar ég var í háskóla þurftu vísindamenn enn að berjast við Velikovski, trúaðir voru svo sannfærðir um réttmæti þess sem hann skrifaði. Velikovski var sálfræðingur að mennt (þeir voru margir góðir, m.a. lofttegundarfræðingurinn Reich) og hélt því fram í alvöru að vísindaheimurinn og vísindamenn hefðu ekki sálarstyrk til að ræða um kenningar hans, hvort síðasta bók hans hét Mankind in Amnesia (Minnislaust mannkyn) eða eitthvað þannig. En endilega lesið bækur hans, sérstaklega þá fyrstu, hún er alltaf fáanleg. En varist að trúa einu orði, þetta eru vísindavillubókmenntir af slægustu gerð.
Síðan Velikovski leið hefur verið erfitt fyrir vísindamenn að nefna árekstra í sólkerfinu án þess að án þess að þeir verði samstundis verið úthrópaðir villutrúarmenn. Ég held að andstaðan við risaeðlusteininn hafi á sínum tíma að hluta til verið andstaða gegn Velikovsky.
Síðari spámenn sem hafa dottið út af sakramentinu vegna þess sem talin er væg Velikovskivilla eru írskir. Bækurnar Exodus to Arthur og Cosmic Wintereru þar framarlega í flokki villubókmennta. Sannfærandi? Já, að vissu marki. Cosmic Winter er þó nærri því í lagi, aðalhöfundur (Clube) er halastjörnufræðingur og höfundur fræðibókar um þær. Höfundur hinnar bókarinnar var virtur trjáhringjafræðingur - ég veit ekki hversu alvarleg bannfæring hans er - en bókin er ótrúleg aflestrar.
Nær raunverulegri vísindadeilu er bók sem ber nafnið The Big Splashog segir frá kenningu um að allt vatn á jörðu sé upprunnið í halastjörnum, hvernig þá? Jú, 42 þúsund dverghalastjörnur kvu rekast á jörðina á hverjum degi, ein fannst. Deilan um þetta var í alvöru og átti sér stað árum saman á síðum virðulegra tímarita Bandaríska jarðeðlisfræðifélagsins. Ég hef lítið af þessu frétt í 15 ár eða svo, en ég held að hugmyndin sé enn ekki alveg dauð. Biblíulegar tilvitnanir komu ekkivið sögu eins og í bókunum sem minnst var á að ofan. Slíkar tilvitnanir eru yfirleitt illa séðar í vísindaritum - nema sem spakmæli.
Nú verð ég að fara að sofa. Ég kem á morgun eða næstu daga með almennilegan lista yfir bækurnar sem ég hef minnst á hér að ofan - og ef til vill fleiri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 97
- Sl. sólarhring: 241
- Sl. viku: 1062
- Frá upphafi: 2420946
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 938
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 87
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Góðan dag Trausti.
Takk fyrir áhugaverðan pistil.
Vilji einhver skoða áhrif áreksturs jarðar við loftstein eða smástirni, þá er kjörið að heimsækja vefsíðu Purdue University. Það þarf þó að bíða í allnokkra stund meðan forritið er að hlaðast inn. Síðan er bara að prófa mismunandi stærðir loftsteina og skoða áhrifin:
http://www.purdue.edu/impactearth
Fleiri vefsíður:
http://neo.jpl.nasa.gov/
http://neo.jpl.nasa.gov/neo/Natural_Impact_After_Action_Report.pdf
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2010 kl. 06:56
Ég held með Velikovski. Og hvers kyns almennilegri villutrú!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.11.2010 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.