Köld nóvemberbyrjun

Ég hef veriđ langorđur upp á síđkastiđ enda er mér ţađ lagiđ ef ég á annađ borđ kemst af stađ. En nú skal halda textanum í skefjum.

Nóvember byrjar kuldalega, međalhiti fyrstu 11 dagana í Reykjavík er 0.0 stig. Ég hef reiknađ út „samband“ milli hita fyrstu 11 dagana og mánađarmeđalhitans frá 1949. Hrátt ađfallsmat segir ađ mánađarmeđalhitinn nú verđi 0,6 stig. Hćsti međalhiti í nóvember í Reykjavík var 1945, 6,1 stig. Metjöfnunarhiti á hverjum einasta degi afgang mánađarins myndi ekki duga til ađ ná nema um 5,7 stigum. Ekki er beinlínis útlit fyrir ţađ. Ef metjöfnunarkuldi yrđi á hverjum einasta degi afgang mánađarins yrđi međalhiti hans -4,9 stig, ţađ vćri met, nema ef viđ teljum nóvember 1824 međ, ţá var međalhitinn -5,6 stig í Reykjavík. Nćstlćgsta talan -2,9 stig er frá 1865 og ekki mjög örugg heldur.  

Ţessar stađreyndir og fleira má sjá á línuriti sem ég hef útbúiđ og fylgir međ í viđhengi. Myndin ţolir stćkkun (fyrir klaufaskap minn ţó ekki mikla) ţannig ađ ártöl eiga ađ vera lesanleg sé stćkkađ. Ađ öđru leyti telst myndin vera krossgáta dagsins fyrir veđurnördin.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţessi kuldatíđ setur náttúrulega úr skorđum allar vćntingar um nýtt árshitamet fyrir Reykjavík. En er ţó kannski einhver von ef loftmassar fara ađ berast úr hinni áttinni og ţá er ég ađ tala um hlýtemprađ loft eđa jafnvel hlýtemprađ bakflćđi!

Emil Hannes Valgeirsson, 12.11.2010 kl. 00:33

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Í augnablikinu sýnist 5,8 raunhćfari möguleiki heldur en 6,2, međ 0,6 stigum í nóvember og međalhita í desember. Ţađ eru nú ekki mörg ár yfir 5,8 og e.t.v. erum viđ ađ auki í svartsýniskasti í kuldaslagnum miđjum. Ađ frátalinni helginni virđist veđur á nćstunni lafa í međaltalinu miđađ viđ spár reiknimiđstöđvarinnar. Ameríkumenn eru heldur svartsýnni. Spár í dag nefndu möguleika á mikilli hitabylgju í Evrópu og kuldakast í Ameríku eftir viku til 10 daga, svoleiđis langtímaspám er ađ vísu lítt ađ treysta. Ameríkumenn eru ţegar farnir ađ hafa áhyggjur af veđrinu kringum ţakkargjörđardaginn og öllum ţeim ferđalögum sem vont veđur getur raskađ.

Trausti Jónsson, 12.11.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Kannski fáum viđ ţá Skuldalurk og Hreggviđ hin meiri eftir allt saman!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.11.2010 kl. 01:08

4 identicon

Ekki hef ég á móti ţví ţótt pistlar ţínir séu svolítiđ lengri en ţessi! Ţví meira sem ţú skrifar, Trausti, ţví fróđari verđur mađur. Ţađ er ekki öllum lagiđ ađ setja mál sitt fram međ ţeim hćtti. Kćrar ţakkir enn og aftur fyrir skemmtileg skrif og fróđleg.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 12.11.2010 kl. 05:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 88
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 1053
  • Frá upphafi: 2420937

Annađ

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 930
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband