10.11.2010 | 00:23
Loftmassi eða hvað í ósköpunum?
Eitt leiðinlegasta orð sem ég þekki í veðurfræði er orðið loftmassi og reyni ég eftir fremsta megni að forðast notkun þess. En það er stundum erfitt.
Auðvelt er að tala um heimskautaloft, svaltemprað loft, hitabeltisloft, sjávarloft o.s.frv. Mér finnst eðlilegra að segja: Kalt loft nálgast fremur en kaldur loftmassi nálgast. Málið vandast aðeins þegar fjalla á öll þessi hugtök saman því óþjált er að þurfa ætíð að binda sig við tvenns konar loft og allsendis fráleitt að nefna tvö loft.
Þörfin er þó fyrir hendi því við greiningu veðurkorta kemur í ljós að loft á stórum svæðum getur haft svipaða eiginleika, t.d. hita, raka eða stöðugleika. Þetta táknar yfirleitt að loftið er upprunnið á svipuðum slóðum og/eða hafi ferðast sameiginlega um langan veg. Loft kemur til Íslands úr ýmsum áttum og oftast ber það merki uppruna síns sem gjarnan er langt undan. Þá er talað um mismunandi loftmassa. Þetta er hrá þýðing á alþjóðaheitum, á ensku air mass. Sum orð venjast vel í munni og verða manni eðlileg en loftmassi stendur alltaf í mér.
Þrátt fyrir áralanga leit mína að betra orði hef ég ekki fundið það. Um tíma birtist mér orðið lofthlot samanber vatnshlot sem er þýðing á body of water (sjá skilgreiningu í Wikipediu). En lofthlotið er betra að eiga sem þýðingu á öðru hugtaki (air shed) sem bregður fyrir í mengunarveðurfræði. Gæti t.d. átt við mengað borgarloftið, en mörkin milli þess og hreina loftsins utan við eru oft furðuskýr. Í fyrndinni var stungið upp á orðinu loftfúlga - en ..., jæja.
Skipta má loftmössum í nokkra upprunaflokka. Þetta er fyrst og fremst gert til þæginda en oft er ekki hægt að tala um skýr flokkunarmörk. Ekki er til neinn ákveðinn flokkunarstaðall en mótast af aðstæðum á hverjum stað. Einsleitustu massarnir myndast þar sem undirlag er svipað á stórum svæðum og ráðast nöfn af uppruna.
Myndin sýnir helstu upprunasvæði og leiðir lofts sem kemur til Íslands. Kortagrunnur er eftir Þórð Arason.
Meginloftmassaflokkarnir eru sex: Meginlandsloft (kalt og hlýtt), sjávarloft (svalt og hlýtt), heimskautaloft og hitabeltisloft. Eiginlegt hitabeltisloft sem gjarnan er talið hafa það einkenni að hiti í 5 km hæð sé hærri en mínus 10 stig kemur sárasjaldan við sögu hérlendis. Við getum kallað það loft sem er lítið kaldara en þetta hlýtemprað að uppruna. Meginlandsloftið er hlýtt á sumrum en kalt á vetrum, stundum svo kalt að eðlilegra er að tala um meginlandsheimskautaloft.
Ísland er að mestu undir áhrifum sjávarlofts og heimskautalofts. Hlýtemprað loft á norðurleið kólnar að neðan og verður þá stöðugt. Á sama hátt verður heimskautaloft sem berst suður á bóginn óstöðugt við það að koma yfir hlýrra yfirborð en það sem ríkir á fósturslóðum þess. Meginlandsloft sem berst út yfir hlýjan sjó á vetrum verður líka óstöðugt, en hlýja vetrarsjávarloftið stöðugt þegar það berst inn yfir land. Að sumarlagi horfir þetta öfugt við, meginlandsloftið er þá hlýtt og verður stöðugt yfir sjónum, en sjávarloft sem kemur inn yfir land verður óstöðugt.
Heimskautaloft sem kemur inn á Ísland á sumrin verður oftast óstöðugt.
Myndin að ofan ætti að skýra sig að mestu sjálf. Þó má benda á að meginlandsloftið sem kemur frá Kanada að vetrum er þegar hingað er komið orðið að mjög óstöðugu sjávarlofti. Loft sem kemur yfir Grænland er oftast mjög þurrt. Hlýtemprað loft berst stundum norður um Bretlandseyjar og þaðan út yfir Noregshaf en kemur til Íslands úr norðaustri, þá eru miklar úrkomur, regn á sumrin en snjór eða slydda á vetrum á Norður- og Austurlandi.
Takið eftir því að neðan við myndina og fram að þessari línu kemur orðið loftmassi aðeins einu sinni fyrir í textanum - e.t.v. má alveg forðast að nota það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 51
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 1835
- Frá upphafi: 2454296
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1691
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég á ekkert erfitt með að nota orðið loftmassi, þótt orðið massi sé hér í almennri merkingu, en ekki eðlisfræðilegri. Ég myndi hins vegar aldrei nota orðin lofthlot eða loftfúlga.
Ég er ekki ýkja hrifinn af mörgum íslenzkum nýyrðum (vísinda- eða tæknilegum) og ef mér líkar ekki eitthvert nýyrði, þá neita ég alfarið að nota það. Þá nota ég alþjóðlega/enska orðið í staðinn. Þannig íslenzk nýyrði eiga það til að hljóma afkáralega og sum eru beinlínis röng. Hinar ýmsu nýyrðanefndir hafa alls ekki verið að standa sig, enda sett allt og þröngar reglur fyrir nýyrðasmíði, sem gera orðin óþjál og/eða asnaleg. Svo auðveldar það ekki, að það hefur aldrei verið gefin út almenn ensk-íslenzk tækniorðabók, ólíkt því sem hefur verið gert í öðrum löndum.
Þá er ekki þar með sagt, að öll hefðbundin (gömul) orð séu í lagi. Eitt tilfelli er hvernig krafti (force) og afli (power) hefur verið blandað saman í orðum eins og þyngdarafl (gravity eða gravitational force). Annað rangnefni er útvarpslampi fyrir gamaldags tríóður og pentóður, enda vitað mál að ekki var um lampa að ræða.
Hins vegar man ég ekki eftir neinu hefðbundnum orðum innan veðurfræði, sem ég er ósáttur við. Þó hefur mér virzt íslenzkan vera fátækari/ónákvæmari en enska hvað varðar mismunandi tegundir af fellibyljum. Hvort það skiptir miklu máli fyrir almenning (á Íslandi) held ég ekki, enda er ég ekki veðurfræðingur. En það væri áhugavert að fá svar við því hvort íslenzkum veðurfræðingum leiðist það, gefin sú staðreynd að fellibyljir myndast aldrei við Ísland.
Vendetta, 10.11.2010 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.