Skađar á Skagaströnd

Eins og fram hefur komiđ hjá mér á ţessum vettvangi áđur er ég ađ dunda mér viđ ađ taka saman veđuratburđaskrá. Í bili nćr hún aftur til 1873 en er og verđur auđvitađ ansi gloppótt. En hún er ţó komin á ţađ stig ađ hćgt er ađ leita eitthvađ í henni, t.d. eftir stađarnöfnum. Ég hef reynt ađ forđast skipsskađa og ađrar slysfarir sem ekki tengjast veđri. Nú hef ég mér til gamans flett upp á Skagaströnd i ţessu sambandi. Hvers vegna Skagaströnd? Ţađ er engin sérstök ástćđa fyrir ţví önnur en sú ađ í ţví sem nú er fyrsta lína skrárinnar er einmitt tjón ţar.

Um 1870 og fyrr var mikil verslun á Skagaströnd og ţar áttu viđdvöl verslunarskip frá útlöndum, komu međ varning og tóku viđ öđrum. En fćrslan er ţessi:

10. september 1873: Möstur brotnuđu á báđum kaupskipunum á Skagaströnd og ţau urđu ađ strandi, fiskhjallur fauk ţar međ öllu.

Ári síđar varđ annađ ámóta óhapp:

29. september 1874: Kaupskip eyđilagđist viđ Skagaströnd, mannbjörg varđ, veđriđ sagt verra en ţađ sem olli sköđum á Skagaströnd áriđ áđur. Spákonufellskirkja hnikađist um breidd sína. Miklir skađar urđu víđar í ţessu norđaustanveđri.  

13. desember 1877. Skip skemmdust á Skagaströnd. Hér er dagsetningin ekki alveg viss. Fleiri skađaveđur gerđi nefnilega ţessum mánuđi međ talsverđu tjóni.

Snemma í nóvember 1879 fórust skip frá Skagaströnd og víđar, ekki veit ég hvar.

2. eđa 3. janúar 1887. Fimm skip fórust á Skagaströnd, 24 menn fórust.

18. eđa 19. september 1893: Fiskibátur fauk yfir hús á Skagaströnd, lenti ţar á manni sem slapp lítiđ meiddur.

27. apríl 1906: Fiskiskip strandađi viđ Skagaströnd, einn mađur fórst. Ţetta veđur olli stórfelldu tjóni víđa um land.

22. mars 1907: Mađur varđ úti 22. nćrri Skagaströnd.

9. eđa 12. janúar 1913: Fokskemmdir urđu á Skagaströnd og í grennd.

21. desember 1929: Varđskipiđ Ţór strandađi viđ Skagaströnd, mannbjörg varđ.

8. til 9. janúar 1935: Ţak fauk af íbúđarhúsi á Skagaströnd.

26. nóvember 1935: Tveir menn meiddust viđ björgunarstörf í illviđri á Blönduósi og á Skagaströnd. Ekki er getiđ um hverju ţeir voru ađ bjarga.

16. september 1936: Bryggjan á Skagaströnd skemmdist illa. Ţetta veđur olli gríđarlegu tjóni á landinu.

18. eđa 19. desember 1945: Sex smábátar fuku á Skagaströnd. Íbúđarhús ţar laskađist svo mikiđ ađ ţađ varđ ekki íbúđarhćft, hafnarhúsiđ skemmdist og matarskúr fauk, fleiri hús löskuđust.

1. febrúar 1956: Krapahlaup drap 4 kindur á Efri-Mýrum á Skagaströnd.

2. febrúar 1956. Tjón varđ talsvert á Skagaströnd og ţar í grennd fauk ţak af íbúđarhúsi á Syđra-Hóli og braut ţađ fjósiđ, hlađa féll ađ nokkru á Brandaskarđi, á Miđgili tók ţak af íbúđarhús svo fólk ţurfti ađ flýja bćinn. Vörubíll fauk af vegi í nágrenni Skagastrandar.

23. nóvember 1961: Vélbátur frá Skagaströnd fórst og međ honum tveir menn.

13. janúar 1962: Skúr fauk á rafmagnslínur á Skagaströnd og braut staura.

12. til 15. janúar 1975: Rúđur brotnuđu í nokkrum húsum á Skagaströnd í miklu hvassviđri.

31. janúar 1985: Bátur sökk í höfninni á Skagaströnd í ísingarveđri.

2. til 4. janúar 1991: Plötur fuku af fjölda húsa á Skagaströnd. Ţetta veđur er ţekktast fyrir gríđarlegar ísingarskemmdir á raflínum á Norđurlandi.

16. janúar 1995: Kyrrstćđ vöruflutningabifreiđ fauk útaf nćrri Skagaströnd. Ţetta veđur er kennt viđ snjóflóđin í Súđavík.

24. til 26. október 1995: Verulegar skemmdir urđu á Skagaströnd, ţak fauk ţar af nýbyggđu parhúsi, ţak af gömlu íbúđarhúsi fauk og húsiđ skekktist, skúrar fuku og fleira lauslegt. Ţetta veđur er kennt viđ snjóflóđiđ á Flateyri.

5. nóvember 2006: Skip slitnuđu upp í hvassviđri á Skagaströnd.

Ég sé nú sitthvađ sameiginlegt međ ţessum veđrum, en ţarf ađ athuga máliđ nánar til ađ ég átti mig nákvćmlega á ţví. Mér sýnist ţó ađ ákveđin tegund veđra af vindátt á bilinu 50 til 70 gráđur komi mjög viđ sögu, auk fáeinna úr öđrum áttum. Lýkur hér pistli um skađaveđur á Skagaströnd. Ţau eru sjálfsagt fleiri en getiđ er um hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir ţessa fróđlegur upptalningu. N-Austan áttin er skćđust átta á Skagaströnd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2010 kl. 01:32

2 identicon

Kćrar ţakkir fyrir ţetta og allan annan fróđleik í ţessum pistlum. Merkilegt hvađ ýmis afbrigđi af NA-átt eru miklu hvassari á Skagaströnd en hinumegin á Skaganum.

Ţorkell Guđbrands (IP-tala skráđ) 25.10.2010 kl. 06:28

3 identicon

Takk fyrir ţennan merkilega pistil,ég átti heima á Skagaströnd,ţađ var orđiđ ţreytandi til lengdar ţessar norđaustanáttir međ snjókomu,ţá fór allt á bólakaf,svo sem ţriggja hćđa hús.
En nú eru breyttir tímar.

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráđ) 25.10.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hér á Reyđarfirđi er NV-áttin skćđust. Vindhviđurnar geta orđiđ alveg ótrúlegar.

Trausti, áttu eitthvađ í fórum ţínum um tjón á Reyđarfirđi, sem reyndar hét Búđareyri á fyrrihluta 20. aldar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 12:16

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Já Gunnar, eitthvađ er getiđ um tjón á Reyđarfirđi í listum mínum (ca. 25 stađir). Ţegar Búđareyri er nefnd í listunum er ţađ sú á Seyđisfirđi en ekki Reyđarfirđi. Í mörgum tilvikum varđ tjóniđ á bćjum út međ firđinum sem ég er örugglega ekki kunnugur. Ég vonast til ađ geta einhvern tíma birt ţessa lista einhvers stađar, en ég gćti sett Reyđarfjarđartilvikin í bloggpistil einhvern tíma á nćstunni ef ţú vilt, ţá svipađ og Skagastrandarromsuna.

Trausti Jónsson, 25.10.2010 kl. 19:06

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já takk, ţađ vćri skemmtilegt. Ég er nánast 100% viss ađ tjónin hér hafa orđiđ í NV-átt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 20:42

7 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er rétt hjá ţér Gunnar ađ ofsaveđur á Reyđarfirđi eru langflest úr geiranum milli vesturs og norđurs. Sjálfsagt er ţađ einhver mjög ákveđin átt. Ég kem međ lista fljótlega, en ekki alveg nćstu daga ţó.

Trausti Jónsson, 26.10.2010 kl. 00:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 222
 • Sl. sólarhring: 463
 • Sl. viku: 1986
 • Frá upphafi: 2349499

Annađ

 • Innlit í dag: 207
 • Innlit sl. viku: 1799
 • Gestir í dag: 205
 • IP-tölur í dag: 201

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband