25.10.2010 | 01:14
Skaðar á Skagaströnd
Eins og fram hefur komið hjá mér á þessum vettvangi áður er ég að dunda mér við að taka saman veðuratburðaskrá. Í bili nær hún aftur til 1873 en er og verður auðvitað ansi gloppótt. En hún er þó komin á það stig að hægt er að leita eitthvað í henni, t.d. eftir staðarnöfnum. Ég hef reynt að forðast skipsskaða og aðrar slysfarir sem ekki tengjast veðri. Nú hef ég mér til gamans flett upp á Skagaströnd i þessu sambandi. Hvers vegna Skagaströnd? Það er engin sérstök ástæða fyrir því önnur en sú að í því sem nú er fyrsta lína skrárinnar er einmitt tjón þar.
Um 1870 og fyrr var mikil verslun á Skagaströnd og þar áttu viðdvöl verslunarskip frá útlöndum, komu með varning og tóku við öðrum. En færslan er þessi:
10. september 1873: Möstur brotnuðu á báðum kaupskipunum á Skagaströnd og þau urðu að strandi, fiskhjallur fauk þar með öllu.
Ári síðar varð annað ámóta óhapp:
29. september 1874: Kaupskip eyðilagðist við Skagaströnd, mannbjörg varð, veðrið sagt verra en það sem olli sköðum á Skagaströnd árið áður. Spákonufellskirkja hnikaðist um breidd sína. Miklir skaðar urðu víðar í þessu norðaustanveðri.
13. desember 1877. Skip skemmdust á Skagaströnd. Hér er dagsetningin ekki alveg viss. Fleiri skaðaveður gerði nefnilega þessum mánuði með talsverðu tjóni.
Snemma í nóvember 1879 fórust skip frá Skagaströnd og víðar, ekki veit ég hvar.
2. eða 3. janúar 1887. Fimm skip fórust á Skagaströnd, 24 menn fórust.
18. eða 19. september 1893: Fiskibátur fauk yfir hús á Skagaströnd, lenti þar á manni sem slapp lítið meiddur.
27. apríl 1906: Fiskiskip strandaði við Skagaströnd, einn maður fórst. Þetta veður olli stórfelldu tjóni víða um land.
22. mars 1907: Maður varð úti 22. nærri Skagaströnd.
9. eða 12. janúar 1913: Fokskemmdir urðu á Skagaströnd og í grennd.
21. desember 1929: Varðskipið Þór strandaði við Skagaströnd, mannbjörg varð.
8. til 9. janúar 1935: Þak fauk af íbúðarhúsi á Skagaströnd.
26. nóvember 1935: Tveir menn meiddust við björgunarstörf í illviðri á Blönduósi og á Skagaströnd. Ekki er getið um hverju þeir voru að bjarga.
16. september 1936: Bryggjan á Skagaströnd skemmdist illa. Þetta veður olli gríðarlegu tjóni á landinu.
18. eða 19. desember 1945: Sex smábátar fuku á Skagaströnd. Íbúðarhús þar laskaðist svo mikið að það varð ekki íbúðarhæft, hafnarhúsið skemmdist og matarskúr fauk, fleiri hús löskuðust.
1. febrúar 1956: Krapahlaup drap 4 kindur á Efri-Mýrum á Skagaströnd.
2. febrúar 1956. Tjón varð talsvert á Skagaströnd og þar í grennd fauk þak af íbúðarhúsi á Syðra-Hóli og braut það fjósið, hlaða féll að nokkru á Brandaskarði, á Miðgili tók þak af íbúðarhús svo fólk þurfti að flýja bæinn. Vörubíll fauk af vegi í nágrenni Skagastrandar.
23. nóvember 1961: Vélbátur frá Skagaströnd fórst og með honum tveir menn.
13. janúar 1962: Skúr fauk á rafmagnslínur á Skagaströnd og braut staura.
12. til 15. janúar 1975: Rúður brotnuðu í nokkrum húsum á Skagaströnd í miklu hvassviðri.
31. janúar 1985: Bátur sökk í höfninni á Skagaströnd í ísingarveðri.
2. til 4. janúar 1991: Plötur fuku af fjölda húsa á Skagaströnd. Þetta veður er þekktast fyrir gríðarlegar ísingarskemmdir á raflínum á Norðurlandi.
16. janúar 1995: Kyrrstæð vöruflutningabifreið fauk útaf nærri Skagaströnd. Þetta veður er kennt við snjóflóðin í Súðavík.
24. til 26. október 1995: Verulegar skemmdir urðu á Skagaströnd, þak fauk þar af nýbyggðu parhúsi, þak af gömlu íbúðarhúsi fauk og húsið skekktist, skúrar fuku og fleira lauslegt. Þetta veður er kennt við snjóflóðið á Flateyri.
5. nóvember 2006: Skip slitnuðu upp í hvassviðri á Skagaströnd.
Ég sé nú sitthvað sameiginlegt með þessum veðrum, en þarf að athuga málið nánar til að ég átti mig nákvæmlega á því. Mér sýnist þó að ákveðin tegund veðra af vindátt á bilinu 50 til 70 gráður komi mjög við sögu, auk fáeinna úr öðrum áttum. Lýkur hér pistli um skaðaveður á Skagaströnd. Þau eru sjálfsagt fleiri en getið er um hér.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 28
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 1949
- Frá upphafi: 2412613
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 1702
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þessa fróðlegur upptalningu. N-Austan áttin er skæðust átta á Skagaströnd.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2010 kl. 01:32
Kærar þakkir fyrir þetta og allan annan fróðleik í þessum pistlum. Merkilegt hvað ýmis afbrigði af NA-átt eru miklu hvassari á Skagaströnd en hinumegin á Skaganum.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 06:28
Takk fyrir þennan merkilega pistil,ég átti heima á Skagaströnd,það var orðið þreytandi til lengdar þessar norðaustanáttir með snjókomu,þá fór allt á bólakaf,svo sem þriggja hæða hús.
En nú eru breyttir tímar.
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 09:58
Hér á Reyðarfirði er NV-áttin skæðust. Vindhviðurnar geta orðið alveg ótrúlegar.
Trausti, áttu eitthvað í fórum þínum um tjón á Reyðarfirði, sem reyndar hét Búðareyri á fyrrihluta 20. aldar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 12:16
Já Gunnar, eitthvað er getið um tjón á Reyðarfirði í listum mínum (ca. 25 staðir). Þegar Búðareyri er nefnd í listunum er það sú á Seyðisfirði en ekki Reyðarfirði. Í mörgum tilvikum varð tjónið á bæjum út með firðinum sem ég er örugglega ekki kunnugur. Ég vonast til að geta einhvern tíma birt þessa lista einhvers staðar, en ég gæti sett Reyðarfjarðartilvikin í bloggpistil einhvern tíma á næstunni ef þú vilt, þá svipað og Skagastrandarromsuna.
Trausti Jónsson, 25.10.2010 kl. 19:06
Já takk, það væri skemmtilegt. Ég er nánast 100% viss að tjónin hér hafa orðið í NV-átt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 20:42
Það er rétt hjá þér Gunnar að ofsaveður á Reyðarfirði eru langflest úr geiranum milli vesturs og norðurs. Sjálfsagt er það einhver mjög ákveðin átt. Ég kem með lista fljótlega, en ekki alveg næstu daga þó.
Trausti Jónsson, 26.10.2010 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.