23.10.2010 | 01:07
Kólnað hefur í veðri síðustu 5 milljón árin
Ekki er fyrirsögnin hér að ofan beinlínis nýjar fréttir. Þetta hefur verið þekkt mjög lengi. Hins vegar gengur betur og betur að magnsetja þessa kólnun og smáatriði sem voru óþekkt til skamms tíma hafa nú litið dagsins ljós. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að gera grein fyrir því öllu í örstuttum bloggpistli - ekki einu sinni í þúsund pistlum. En ég held vonandi áfram að slefa mig í gegn um veðurfarssöguna á þessum vettvangi. Í dag er það einungis ein mynd - eða öllu heldur óskýr mynd.
Hún er með vilja teiknuð óskýr vegna þess að hér er aðeins fjallað um tvö atriði myndarinnar. Fyrst þarf þó að nefna tilurð gagnanna sem notuð eru við gerð hennar og eitthvað þarf að skýra ása ritsins. Gögnin sýna niðurstöður mælinga á samsætum súrefnis í fjölmörgum sjávarkjörnum sem sóttir hafa verið í heimshöfin frá því á sjöunda áratugnum. Gríðarlegt verk var að taka gögnin saman og samræma. Ótrúlegt verk er einnig að baki aldursgreininganna. Samantektargreinin birtist í tímaritinu Science (sjá tilvísun í lok pistilsins - Zachos, 2001).
Á lárétta ásnum má sjá aldur setsins í milljónum ára aftur í tímann. Nútíminn er lengst til hægri á myndinni en elstu gögnin eru um 7 milljón ára. Lóðrétti ásinn sýnir svokallað samsætuhlutfallavik í seti á þessu tímabili. Takið eftir því að kvarðinn er öfugur, hæstu tölurnar eru neðst, en þær lægstu efst. Þetta er haft svona vegna þess að þegar samsætuhlutfallavikið er lágt er talið að hlýtt hafi verið í veðri, en sé það hátt hafi veðurfar verið kalt. Við erum vön því að hlýtt sé upp á myndum - bregðum ekki út frá því hér.
Skýringar á því hvernig þessu víkur við má lesa í meðfylgjandi pdf-skjali (sjá hér neðst) sem er vonandi að áhugasamir blogglesendur geti opnað. Í skjalinu er samantekt mín um samsætumælingar. Þar má örugglega finna bæði mikla ónákvæmni og villur, en ég vona að villurnar séu ekki mjög´misvísandi. Bent er á frekari og áreiðanlegri heimildir.
En þetta tvennt sem ég ætla að minnast á varðandi myndina er þetta: (i) Veður hefur kólnað síðustu 7 milljón árin. (ii) Breytileiki hefur aukist marktækt. Menn eru reyndar vissir um að breytileikinn hafi aukist. Hann hefur verið sérlega mikill síðustu 500 til 600 þúsund árin, enda hafa þá skipst á stórkostleg jökulskeið og dægileg hlýskeið eins og það sem við nú upplifum. Talsvert vantar þó upp á að hlýskeiðin (efstu punktarnir í dreifinni) sýni jafnháan hita og var fyrir 3 til 4 milljónum ára.
Rauðu sporöskjurnar á myndinni eiga að sýna breikkandi dreif. Nú eru mörk kvartertímans sett þar sem línan er á myndinni - ísöld hefst. Greinilegt er þó að útfrá myndinni er ekkert sjálfgefið að þau séu sett einmitt þarna. En smáatriði sem ekki eru sýnd hér (verða það e.t.v. síðar) rökstyðja línudráttinn.
Nú er ekki ólíklegt að eitthvað af auknum breytileika veðurfars skýrist af betri upplausn nýrri gagna en þeirra eldri.
Greinin:
Zachos, J., M. Pagani, L. Sloan, E. Thomas, and K. Billups. 2001. Trends, Rhythms, and Aberrations in Global Climate 65 Ma to Present. Science, Vol. 292, No. 5517, pp. 686-693.Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 30
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 1951
- Frá upphafi: 2412615
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1704
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Trausti. En varðandi línuna þar sem mörk kvartertímans hefst - er það ekki rétt að hún er sett einfaldlega á þann tíma sem að jöklar á norðurhveli jarðar byrja að myndast?
Greinin sem að þú vísar í (Zachos o.fl. 2001) má finna hér: Trends, Rhythms, and Aberrations in Global Climate 65 Ma to Present.
Zachos var síðan meðhöfundur að áhugaverðri grein eftir Hansen ofl. 2008, en þeir notuðu mikið fyrrnefnda grein í sinni grein: Target Atmospheric CO2: Where Should Humanity Aim? sjá t.d. mynd sem sýnir þróunina á nýlífsöld:
Sú grein er reyndar mjög áhugaverð - sérstaklega það að ein af niðurstöðum greinarinnar er sú að koldíoxíð í andrúmsloftinu er nú þegar orðið of hátt miðað við hvað er þægilegt fyrir mannkynið og núverandi lífríki jarðar, samanber texta í ágripi:
Höskuldur Búi Jónsson, 23.10.2010 kl. 10:07
Þakka þér kærlega fyrir að bæta tenglunum við Höski. Myndin í bloggpistlinum að ofan er aðeins síðasti halinn af stóru myndinni. Hún hefur víða sést en það er allt of langt mál að fjalla um hana í einu stuttu bloggi. Ég hafði hugsað mér að búta hana niður og fjalla síðan um bútana eftir því sem hagar til hjá mér hverju sinni og reyna að koma íslenskum sjónarhornum að þar sem þar tilefni gefst til. Fyrri pistlar mínir um snjóboltann og ólígósenskeiðið teljast til efnisflokksins. Ég hef ekki enn búið til efnisflokka á blogginu - kann það ekki enn - en vonandi gerist það síðar. Varðandi upphaf ísaldar og þú minnist á má koma fram að nú eru aðeins nokkrir mánuðir síðan að mörkin voru flutt um 800 þúsund ár til vinstri á myndinni (frá 1.8 milljónum ára til 2,6 milljóna) eftir að búið var að þrasa um þetta í að minnsta kosti 15 ár. Sumir segja að eðlilegra hefði verið að byrja fyrir 2,7 -2,8 milljónum ára, en því er haldið fram að þá hafi fyrstu stórjökulhvelin myndast á norðurhveli. En málamiðlunin varð sum sé 2588000 +- 5000 ár. En það var málamiðlun eins og ákvarðanir oftast eru.
Trausti Jónsson, 23.10.2010 kl. 16:48
Það þarf augljóslega að kynda vel upp veðurfarsofninum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.10.2010 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.