Förulægð (gömul teikning)

Hér má sjá mynd sem fengin er úr frægri grein eftir veðurfræðingana Jakob Bjerknes og H. Solberg. Greinin birtist 1922 og er sú fyrsta þar sem fjallað er um svokallaða meginskilakenningu (Polar Front Theory) þeirra félaga. Bjerknes hafði skrifað grein í sama rit nokkrum árum áður þar sem hann fjallaði um lægðamyndun. Hér stökkva fram fullsköpuð hugtökin hita-, kulda- og samskil og gerð er grein fyrir hlut þeirra í þróun lægða- og lægðakerfa.

 

bjerknes_solberg_gp_1926-fig-1

Bognu örvarnar sýna loftstreymi í kringum lægðarmiðju. Strikalínuörin sýnir hreyfistefnuna. Skyggðu svæðin eru úrkomubelti skilanna og hlýr geiri er merktur milli hita- og kuldaskilanna. Efst á myndinni er þverskurður sem sýnir lóðrétta dreifingu lofts og skýja norðan lægðarinnar, en neðst er ámóta snið í gegnum hlýja geirann. Þar má sjá hita- og kuldaskilin og skýjategundir þeim tilheyrandi.

Þessi mynd hefur staðið lítið breytt síðan í flestum byrjendakennslubókum. Þótt miklar og skynsamlegar aflfræðipælingar væru á bakvið hugmyndina varð mesta gagnið af henni annars eðlis. Hún varð grundvöllur að miklu betri og samræmdari greiningu veðurupplýsinga heldur en áður þekktist. Reyndar má halda því fram að veðurskeytalyklum hafi verið breytt til þess að sem mest fengist af upplýsingum sem nýttust við þessa ákveðnu tegund greiningar.

Greiningaraðferðin stendur enn fyrir sínu, en reglur hennar eru lítt nýttar nú á dögum og oftast klæmst með það litla sem notað er. Tæki þau sem veðurfræðingar hafa nú yfir að ráða eru miklu betri en möguleiki var á að nota 1922 og þessar gömlu greiningaraðferðir teljast nú tímaeyðsla - nema sem skemmtilegur og trúlega þroskandi leikur.

Greinin:

Bjerknes, J. og H. Solberg (1922): Life Cycle of Cyclones and the Polar Front Theoryof Atmospheric Circulation. Geofysiske publikasjoner, vol 3, (1926) s.3-18.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 228
 • Sl. sólarhring: 389
 • Sl. viku: 1544
 • Frá upphafi: 2350013

Annað

 • Innlit í dag: 201
 • Innlit sl. viku: 1404
 • Gestir í dag: 198
 • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband