Veđurkortin í Morgunblađinu - persónuleg minningarorđ

Ţann 1. desember 1959 fór Morgunblađiđ ađ birta veđurkort sem sýndu loftţrýsting, ţrýstikerfi, skilakerfi og veđur í táknum. Ţetta var mikill fengur fyrir veđuráhugamenn á sínum tíma og jók mjög áhuga og ţekkingu almennings á samhengi veđurs og ţrýstikerfa. Ţessu var fram haldiđ ţar til í nóvember 1967 ađ síđasta kortiđ birtist. Sagt var ađ veđurfregnir í sjónvarpi hafi drepiđ kortin en ţar birtust svipuđ kort daglega (nema á fimmtudögum og í júlí).

Ţetta međ sjónvarpiđ er sjálfsagt rétt, ţar voru kortin líka nýrri og fengu allgóđa kynningu í orđum veđurspámanns dagsins. Aftur á móti sáust sjónvarpskortin ađeins örstutta stund en kortin í Morgunblađinu sjást enn. Ţrátt fyrir ţjónustuna í sjónvarpinu grétu nördin prentuđu kortin - og gráta víst sumir enn.

mbl301159

Ţetta er fyrsta kortiđ (fengiđ af Morgunblađinu á timarit.is). Ţví miđur hefur sá sem teiknađi ekki kvittađ fyrir ţađ. Ýmsir veđurfrćđingar teiknuđu kortin. Ţađ er sem mig minni ađ blađiđ hafi greitt eitthvađ lítilrćđi fyrir, en gjaldiđ hafi runniđ til tímaritsútgáfu veđurfrćđinga, en ţeir gáfu um ţetta leyti út hálfs-árs ritiđ Veđriđ. Ţađ er einnig grátiđ sárlega.

mbl161167 

Ég held ađ ţetta kort hafi veriđ ţađ síđasta. Ţađ birtist 17. nóvember 1967 og er merkt Páli Bergţórssyni. Kort hans ţóttu sérlega skýr.

mbl160262

Ég fór ađ gefa ţessum kortum gaum fyrir alvöru haustiđ 1961 en ţá var margt um ađ vera í veđrinu. Í febrúar 1962 hófst síđan seta mín yfir kortunum og missti ég ekki af einu einasta ţeirra allt til loka. Kortiđ hér ađ ofan, frá 16. febrúar 1962 var ţađ fyrsta sem ég klippti út samdćgurs međ eigin hendi, en nokkrum eldri kortum tókst mér ađ nurla saman úr eldri blöđum.

Fullyrđa má ađ kortin hafi mjög undirbúiđ jarđveginn fyrir sjónvarpsspárnar og menn sáu í fyrsta sinn hvernig ţrýstikerfin hegđuđu sér frá degi til dags og einnig varđ hugtakiđ veđraskil mun meira lifandi heldur en ella hefđi orđiđ. Ţegar ég fór ađ fylgjast reglulega međ tók ég eftir ţví ađ háttur frćđinganna í greiningu kortsins var á ýmsa lund. Ţeir litu veđrakerfin greinilega ekki sömu augum.

Margir sakna nú skilakerfa á sjónvarpskortum. Ég geri ţađ ađ sumu leyti líka, en hef hins vegar gengiđ til alvarlegrar villutrúar varđandi slík fyrirbrigđi. Gömlu Bergenskólakennarar mínir vildu nú sjálfsagt brenna mig á báli fyrir villuna. En ţađ er önnur saga.

Veđriđ 16. febrúar 1962 var reyndar mjög merkilegt. Sé kortiđ skođađ má sjá óvenju djúpa lćgđ yfir Svíţjóđ. Hún beinir norđvestan ofsaveđri inn Norđursjóinn og ađ ströndum Austur-Englands, Niđurlanda, Ţýskalands og Danmerkur. Í fyrirsögn í Morgunblađinu nokkrum dögum síđar var ţetta sagt versta veđur á öldinni. Á fjórđa hundrađ manns drukknuđu í Hamborg og nágrenni og 100 ţúsund mistu heimili sín tímabundiđ viđ Norđursjávarstrendur. Íslensk skip í Norđursjó löskuđust. Á Hjaltlandseyjum mćldist vindhviđa 154 hnútar. Menn hafa seinna dregiđ ţá tölu eitthvađ í efa en fárviđri var á stóru svćđi í Norđursjó og nágrenni.

Daginn áđur var óhuggulegt veđur um sunnan- og austanvert Ísland. Mikiđ snjóađi í miklum bakka sem lá nćrri suđvesturströndinni jafnframt ţví sem loftvog hríđféll. Ţađ er oftast mjög ills viti ef loftvog hríđfellur í kalda loftinu bakviđ lćgđir. Ísland slapp ţó ađ mestu í ţetta sinn, útihús fuku í Neskaupstađ og brakiđ skaddađi íbúđarhús. Ađrir fengu ađ kenna á illskunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

En hvađ felst í villutrúnni? Hef grun um ađ ţađ sé áhugavert eins og flest villutrú. Og held ađ mörgu fólki ţyki einkennilegt ađ heyra um hana frá veđurfrćđingi. Ég man líka ţessi kort en fór ţó ekki  ađ  gefa ţeim  gćtur fyrr en löngu á eftir ţér enda fékk ég veđuráhugannn undarleg seint miđađ viđ hann hann er frekur núna.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 21.10.2010 kl. 05:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţađ var ekki ónýtt ađ hafa fengiđ gott "veđuruppeldi" ţegar ég kornungur ţurfti ađ fara ađ ferđast um allt land í misjöfnum veđrum og síđan ađ lćra flug tll ţess arna.

Ómar Ragnarsson, 21.10.2010 kl. 10:12

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţetta voru samt ekki síđustu veđurkortin í Mogganum ţví ţar til fyrir nokkrum árum mátti finna ţar tölvuteiknuđ veđurkort međ skilum en ţó engum ţrýstilínum. En nú er öldin önnur, fólk fer frekar á netiđ heldur en í blöđin til ađ fá veđurspá og fćstir vita hvađ skil ţýđa, hvađ ţá mismunandi gerđir af skilum.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.10.2010 kl. 10:38

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég tel ţessi seinni tíma veđurkort Morgunblađsins ekki međ. Ég leit helst aldrei á ţau nema í viđbragđsstöđu, búinn undir ţađ versta. Skilateikningar á gömlu kortunum voru ţó birtingarmynd ákveđins framsetningarkerfis sem fylgt var í stórum dráttum á rökréttan hátt. Varlegt er ađ alhćfa um skilamerkingar nútímans, stundum má sjá vitrćna merkingu í ţeim en oftar eru ţćr ótrúlegt bull. Vond endursögn á rismiklum skáldskap Björgvinjarskólans.

Trausti Jónsson, 21.10.2010 kl. 11:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 54
 • Sl. sólarhring: 93
 • Sl. viku: 1595
 • Frá upphafi: 2356052

Annađ

 • Innlit í dag: 50
 • Innlit sl. viku: 1480
 • Gestir í dag: 47
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband