Fer illviðrum fækkandi hér á landi?

Rétt er að taka það fram strax í upphafi að spurningunni í fyrirsögninni er ekki svarað hreint út. Tilgangurinn er fremur að sýna breytileika illviðratíðni síðustu 60 árin og að benda á að gætni er þörf þegar leitni er túlkuð.

Illiviðratíðni 1949 til 2009

Myndin sýnir fjölda illviðradaga á 5-ára tímaskeiðum. Fyrsta tímabilið nær yfir 1949 til 1953, en það síðasta frá 2005 til 2009 (2010 er ekki búið). Notaðar eru tvær mismunandi skilgreiningar. Gerð er dagleg talning á fjölda þeirra veðurathugana þegar vindhraði er meiri en 17 m/s. Nái 15% athugana þessum mörkum er dagurinn talinn illviðradagur. Þetta þýðir að því lengur sem hvassviðrið stendur því líklegra er það að komast á blað, jafnvel þótt þess gæti aðeins á fáum stöðvum. Hvassviðri sem fer hratt yfir á minni möguleika.

Hin skilgreiningin er þannig að gerð að talinn er fjöldi þeirra veðurstöðva þar sem vindur, einhvern tíma dagsins nær meir en 20 m/s. Sé hlutfall stöðva (af heildarfjöldanum) meiri en 25% er dagurinn talinn með. Þetta þýðir að því útbreiddara sem veður er, því líklegra er það að komast á blað, jafnvel þó skamvinnt sé. Illviðri sem hittir fyrir flestar stöðvar er talið mest.

Nú sjáum við á myndinni að önnur talningaraðferðin (bláa línan) sýnir ákveðna fækkun illviðra síðan 1950 auk þess að sýna miklar sveiflur innan tímabilsins. Hin aðferðin (rauð lína) sýnir nokkurn veginn stöðugt ástand, en líka miklar sveiflur. Takið eftir því að línuritin sýna samt hámörk og lágmörk á sömu árabilum, sömuleiðis eru þau sammála um að síðustu árin séu róleg í langtímasamhengi.

En hvað veldur þessu misræmi - er það misræmi? Auðveldast er að kenna breytingum á veðurathuganakerfinu um. en samt liggur ekki alveg i augum uppi hvernig það má vera. Einnig er mögulegt að hlutfall ofviðrategunda hafi raskast á síðari árum og línuritið sýni þá þróun. 

Hinn almenni lærdómur er að rétt sé að greina fyrirbrigðin á fleiri en einn hátt eða hafa það í huga að fyrirbrigði sem virðast eins eru það ekki (tegundir illviðra eru margar).  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 416
  • Sl. sólarhring: 469
  • Sl. viku: 925
  • Frá upphafi: 2351716

Annað

  • Innlit í dag: 391
  • Innlit sl. viku: 828
  • Gestir í dag: 383
  • IP-tölur í dag: 372

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband