Stöđvahámörk í október

Spáđ er áframhaldandi hlýindum ţannig ađ rétt er ađ bíđa ekkert međ stöđvametalista október. Hann fylgir í viđhenginu (excel-skjal). Ţar má sjá ţrískiptan lista. Byrjađ er á metum mannađra stöđva frá og međ 1961, síđan kemur kaflinn 1924 til 1960 og loks sjálfvirku stöđvarnar í belg og biđu. Menn ćttu ađ geta rađađ ţessum listum ađ vild, t.d. eftir stöđvanöfnum eđa ţá eftir hámörkunum sjálfum.

Minna má á ađ hćsti hiti sem vitađ er um í október hér á landi er 23,5 stig. Hann mćldist á Dalatanga ađfaranótt 1. október 1973 - og ţví međ naumindum ađ hann slyppi inn i mánuđinn. Fimmtán ađrar stöđvar eiga sín met einmitt ţennan dag. Sjálfvirka stöđin á Dalatanga á síđan nćsthćstu töluna, frá ţví 26. október 2003, 22,6 stig. Sennilega liggur 25 stiga hámark í október einhvers stađar í framtíđinni.

Byrjun október (1. og 2.) 2002 á 28 stöđvamet á mönnuđu stöđvunum og 60 á sjálfvirku stöđvunum. Í ţeirri syrpu mćldist hćsti hitinn á Reykhólum í A-Barđastrandarsýslu, 19,0 stig. Í sama skipti mćldist hiti á Holtavörđuheiđi 14,8 stig. Afskaplega óvenjulegt.

Fjöldi meta var settur 6. til 9. október 1959 í óvenjulegu veđurlagi. Fleiri góđir dagar leynast í listunum.

Reykjavíkurhámarkiđ í október er hálfgert plat, ţví ađ samkvćmt reglum lýkur september kl. 18 ţann 30. varđandi hámarks- og lágmarksmćlingar. Hitinn fór í 15,7 stig ađ kvöldi ţess dags, ţannig ađ september á októberhitametiđ í Reykjavík. Ţetta er heldur pirrandi en svona eru leikreglurnar. Hiti lćkkar ekki fjarri 0,1 stigi á dag í október. Ţann 18. október 2001 mćldist hámarkshiti í Reykjavík 15,6 stig, ţađ er satt best ađ segja meira afrek heldur en 15,7 stiga metiđ - sem skrifast á ţann fyrsta. Ţ 18. 2001 mćldist hiti á sjálfvirku stöđinni á Veđurstofutúninu 15,8 stig.

Hćsti hiti á Akureyri í október er 19,5 stig, ţađ gerđist 15. október 1985. Met voru sett á fleiri stöđum ţan dag, m.a. á Seyđisfirđi ţar sem hitinn fór í 22,0 stig.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 68
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 577
  • Frá upphafi: 2351368

Annađ

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband