Sennilega varasamt veður

Eins og fram hefur komið í spám til þess bærra aðila er gert ráð fyrir illviðri víða um land á sunnudaginn (9. október). 

w-blogg071022a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á laugardag. Allsnörp, köld háloftalægð er á austurleið skammt fyrir sunnan land og inn í hana gengur mun hlýrra loft úr suðri. Þar er lægðabylgja á ferð, ættuð af suðlægari slóðum. Allra hlýjasta loftið í henni fer reyndar suðaustur til Spánar, en hluti fer til norðurs á móts við kuldann. 

Svo vill til að ritstjórinn er nú nýlega búinn að skrifa um lægðir af (nákvæmlega?) þessu tagi í tveimur ársupprifjunarpistlum sínum, bæði 1961 og 1953. Í októberveðrinu árið 1953 urðu miklir fjárskaðar norðanlands, ekki síst vegna þess að veðrið skall óvænt á - og engar tölvuspár að hafa. Veðrið (í nóvember) 1961 var mun verra, þá varð umtalsvert tjón af völdum sjávargangs á Norður- og Norðausturlandi. 

Rétt er að gefa þessari þróun gaum og fylgjast vel með spám og aðvörunum. - En tölvuspárnar segja okkur líka að þetta muni sennilega ekki standa mjög lengi. 


Bloggfærslur 7. október 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 1927
  • Frá upphafi: 2350796

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband