Smávegis af júní

Ţó nýliđinn júnímánuđur eigi hafi veriđ klipptur og skorinn í stykki á ýmsan hátt (svalt mestallan mánuđinn suđvestanlands - en öfgakenndari kaflar, bćđi hlýir og kaldir á Norđaustur- og Austurlandi) verđur samt til međaltal allra hluta - ţar á međal stöđunnar í háloftunum.

w-blogg020721a

Á međalkorti evrópureiknimiđstđvarinnar eru jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar, jafnţykktarlínur eru strikađar (mjög daufar), en ţykktarvik sýnd í lit. Jafnhćđarlínur segja frá ríkjandi vindáttum, en ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţykktarvikin segja okkur frá ţví hvort hafi veriđ hlýrra eđa kaldara en ađ međaltali 1981 til 2010. Hiti er ofan međallags á mestöllu kortinu - langmest ţó austast, en ţar fréttist af hlýjasta júní allra tíma í Finnlandi og Eystrasaltslöndum. Hjá okkur var hins vegar svalt - sérstaklega yfir Vesturlandi. 

Vestanátt mánađarins var međ öflugra móti - ţó langt frá meti (1988). Sunnanáttin var vel ofan međallags, en 500 hPa-flöturinn heldur lágur - en ekki nćrri meti. Ţessi samsetning ţáttanna ţriggja er hins vegar ekki algeng - sé 500 hPa-flöturinn mjög lágur á ţessum tíma árs er fremur sjaldgćft ađ vestan- og sunnanáttirnar séu jafnstríđar og nú. En viđ finnum  ţó ámóta tilvik, t.d. í júní 1992 (ţegar jónsmessuhretiđ frćga gerđi) - og ameríska endurgreiningin segir okkur ađ svipađ hafi líka veriđ uppi á teningnum 1918 - en sú evrópska er ekki alveg sammála ţví. [Lauslega er sagt frá tíđ í júní 1918 í árspistli hungurdiska fyrir 1918]. 

Landsdćgurmet féllu til beggja handa í júní, ţann 15. mćldist frostiđ á Reykjum í Fnjóskadal -5,0 stig - ţađ er mesta frost í byggđ ţann dag (og reyndar líka svo seint ađ vori). Ţann 29. og 30. féllu landsdćgurhámarksmet hins vegar, fyrri daginn mćldist hiti 26,4 stig á Hallormsstađ, og ţann síđari 26,6 stig á Egilsstöđum. Ţađ er hćsti hiti á landinu í júní frá 1988, en ţá mćldist hann 28,6 stig á Vopnafirđi ţann 25. Hingađ til hefur ađeins eitt landsdćgurlágmark falliđ byggđ á árinu, en sjö landsdćgurhámörk. Ef viđ leyfum hálendisstöđvum ađ vera međ í metunum (sem er hálfgert keppnisplat) hafa líka sjö landsdćgurlágmarksmet falliđ til ţessa í ár. Hálendis- og fjallastöđvar munu smám saman hirđa langflest landsdćgurlágmörk sem í bođi eru. 

Viđ ţ0kkum Bolla P. ađ vanda fyrir kortagerđina.


Bloggfćrslur 2. júlí 2021

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 72
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 1994
  • Frá upphafi: 2350863

Annađ

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 1779
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband