Hlaup úr Fagraskógarfjalli

Ritstjóri hungurdiska ţarf í upphafi ađ minna á ađ ekki hefur hann sértakt vit á skriđum og berghlaupum. Ţađ hafa hins vegar allmargir jarđfrćđingar og vonandi kemur fljótlega í ljós hver orsök hlaupsins mikla úr Fagraskógarfjalli síđastliđna nótt (7.júlí) var.

Jú, ţađ hefur rignt óvenju mikiđ síđastliđna tvo mánuđi og úrkoma í Hítardal hefur mćlst um 260 mm frá 1.maí. Á sama tíma áriđ 1999 mćldist hún hins vegar meiri en 300 mm. Auk ţess hefur úrkoma ekki veriđ neitt međ afbrigđum undanfarna daga. 

Mjög stórar skriđur hafa veriđ fremur algengar hér á landi á síđustu árum. Furđumargar ţeirra hafa tengst rýrnun sífrera. Ađ sífreri hafi leynst á ţessum slóđum í Fagraskógarfjalli kćmi nokkuđ á óvart og fyrir ađeins fáeinum árum hefđi ţađ veriđ taliđ nánast útilokađ - en ólíkindalegur sífreri í skriđu norđur á Ströndum fyrir nokkrum árum breytti nokkuđ líkindalegunni í ţessum efnum - úr útilokuđu í eitthvađ annađ.

Rétt er líka ađ minnast á annađ atriđi (ţó ritstjórinn sé glórulaus á ţeim vettvangi eins og í skriđufrćđunum). Ţetta svćđi er mjög eldvirkt og í Hítardal má finna fjölbreyttar gosmyndanir auk ţess sem fleira hefur gengiđ ţar á. Svćđiđ allt krosssprungiđ og gengiđ til auk ţess sem ţar er athyglisvert vatnafar. Mjög bagalegt er hversu illa er fylgst međ Snćfellsnesgosbeltinu međ mćlum. 

En viđ bíđum auđvitađ spennt eftir mćlingum á stćrđ hlaupsins og greiningu á uppruna ţess. Landsmenn mega líka deila áhyggjum međ heimamönnum vegna hugsanlegra breytinga á árfarvegum. Afarslćmt er til ţess ađ hugsa ađ hiđ sérlega fallega (en lítt ţekkta) umhverfi árinnar Tálma geti spillst. Ómögulegt er ađ segja til um áhrif á laxag0ngur og veiđar á ţessu stigi máls - en ţau gćtu orđiđ býsna flókin, langvinn og fyrirkvíđanleg. 

s_1974-07-30_grettisbćli

Viđ ljúkum ţessum pistli međ ţví ađ líta á mynd sem tekin var af Fagraskógarfjalli og hinu svipmikla Grettisbćli á góđviđrisdegi, 30.júlí 1974. Klósigakembur líđa um himinn. Ađalhlaupsvćđiđ er rétt utan myndar - til hćgri - sýnist ritstjóra hungurdiska. 


Köld nótt í höfuđborginni (og víđar)

Síđastliđna nótt (6.júlí) var sett nýtt lágmarksdćgurmet í Reykjavík - lágmarkshiti fór niđur í 3,7 stig (bćđi á kvikasilfursmćli og sjálfvirkum). Ţađ eru rúm tíu ár síđan ţađ gerđist síđast - en „ćtti“ ađ gerast ađ međaltali rúmlega tvisvar á ári. Ađeins 6 af lágmarksdćgurmetum Reykjavíkur eru sett á ţessari öld, en hins vegar 146 hámarksdćgurmet (sem er auđvitađ langt umfram vćntingar - ćttu ađ vera um 40). Lágmarksdćgurmet voru sett á miklu fleiri stöđvum - má t.d. nefna Keflavíkurflugvöll ţar sem athugađ hefur veriđ samfellt síđan 1952, auk 37 sjálfvirkra stöđva sem athugađ hafa í 15 ár eđa meira (ţar er reyndar fjölmargra slíkra meta ađ vćnta árlega).

Ţađ telst líka til (smá-)tíđinda ađ hiti hefur ekki mćlst lćgri á Reykjanesbraut (veđurstöđinni ađ segja) í júlímánuđi síđan byrjađ var ađ mćla ţar 1995 (en eitthvađ vantar ţó í röđina - ţar međ gćti veriđ lćgsti júlíhitinn). Júlílágmarksmet var sömuleiđis slegiđ á Bíldudal, en ţar hefur veriđ athugađ í 20 ár. 


Bloggfćrslur 7. júlí 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1927
  • Frá upphafi: 2350796

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband