Ný októberhitamet í háloftum

Hitamet októbermánađar voru slegin í háloftaathugun yfir Keflavíkurflugvelli um hádegi í dag (laugardag 28. október), bćđi í 500 hPa og 400 hPa. Hiti í 500 hPa fór í -10,6 stig (eldra met -11,1 stig frá 1987 og 1991, en hiti í 400 hPa í -20,8 stig, eldra met var -21,7 stig (líka frá 1987 og 1991). Frostmarkshćđ á miđnćtti var í 3490 metrum yfir Keflavík(hćrra en hábunga Grćnlands) - ţađ mun nćrri októbermeti, en (óábyrgir) skyndireikningar ritstjóra hungurdiska benda ţó til ţess ađ metiđ hafi ekki veriđ slegiđ.


Hlýr október

Október hefur veriđ óvenjuhlýr og ţar ađ auki hefur lengst af fariđ vel međ veđur. Hlýindin voru ţó enn meiri í október í fyrra - sá mánuđur var eiginlega út úr kortinu eins og sagt er - en ţá var úrkoma einnig óvenjumikil um landiđ sunnan- og vestanvert og gekk á međ töluverđum slagviđrum. Rigningin hefur núna veriđ langmest á Austfjörđum og á Suđausturlandi - úrkomuhryđjan mikla ţar í lok september var ţó mun meiri en októberúrkoman til ţessa.

Međalhiti í Reykjavík fyrstu 27 daga mánađarins er 6,9 stig, 2,2 ofan međallags áranna 1961 til 1990, en 1,6 ofan međallags síđustu tíu ára, ţađ nćsthlýjasta á öldinni (sömu dagar voru ţó ámóta hlýir 2001 og 2010 og ekki ljóst hvert lokasćti verđur). Á 142-ára samanburđarlistanum eru dagarnir nú í 11. til 12.hlýjasta sćti. 

Stađan fyrir norđan er svipuđ, međalhiti á Akureyri 6,0 stig, 2,0 stigum yfir međallagi sömu daga síđustu tíu árin. 

Úrkoma í Reykjavík er óvenjulítil - sérstaklega sé miđađ viđ hversu hlýtt hefur veriđ - og hefur mćlst 39,5 mm sem er nálćgt helmingi međalúrkomu. Á samanburđarlista sem nćr til 120 ára er úrkoman í 105. sćti. Sólskinsstundafjöldi er hins vegar nćrri međallagi. Á Akureyri hefur úrkoma hingađ til í mánuđinum mćlst 53,7 mm sem er í rétt rúmu međallagi. 

Dagurinn í dag (föstudagur 27. október) varđ nokkuđ merkilegur. Hámarkshiti fór í 21,3 stig í Kvískerjum í Örćfum og 22,1 stig á stöđ vegagerđarinnar á svipuđum slóđum. Á báđum stöđvunum er ţetta hćsti hiti ársins. Ţađ er óvenjulegt ađ hćsti hiti á veđurstöđ mćlist í október - en hefur ţó gerst nokkrum sinnum áđur (mars er eini mánuđur ársins sem aldrei hefur átt hćsta hita ársins á veđurstöđ hérlendis). Rétt er ađ halda ţví til haga ađ ţrátt fyrir háan hita á Kvískerjastöđvunum er varla hćgt ađ tala ţar um einhverja blíđu ţví ţar geisađi ofsaveđur um svipađ leyti (29,4 m/s og hviđur 44 m/s). Tuttugustigum verđur vart haldiđ uppi í október nema međ ofbeldi. 

Í nótt fór hiti í 10,4 stig á Brúarjökli - ţađ er einnig hćsti hiti ársins ţar „á bć“. 

Ţetta eru líka hćstu hámörk í október síđan 22,6 stig mćldust á Dalatanga ţann 26. áriđ 2003, en októbermetiđ er 23,5 stig - (1. október 1973). Ţetta eru auđvitađ landsdćgurhámörk ţess 27., en takiđ eftir ţví ađ hefđi mćlingin lent á gćrdeginum (eins og hún hefđi gert hefđi áriđ 2017 veriđ hlaupár) vćri ekki um dćgurmet ađ rćđa. 

Víđar var hvasst en í Kvískerjum. Tvö mánađarvindhrađamet voru sett á sjálfvirkum stöđvum, á Reykjum í Fnjóskadal - ţar hefur ekki orđiđ svona hvasst í október síđan mćlingar hófust ţar áriđ 2000, 21,0 m/s, og á Brú á Jökuldal (22,7 m/s). Ţar byrjađi sjálfvirka stöđin 1998. 

Ţađ sem af er mánuđi er hiti ofan međallags síđustu tíu ára á öllu landinu, mest er hitavikiđ á Haugi í Miđfirđi og Húsafelli, +2,3 stig, en minnst á Hellu á Rangárvöllum og í Ţykkvabć, +0,8 stig. Allir ţessir stađir eru gćfir til nćturfrosta í hćgum vindi, en eitthvađ veldur ţví ţó ađ frostin hafa nú veriđ eitthvađ fleiri ađ tiltölu - eđa snarpari - í Rangárvallasýslunni heldur en sitt hvoru megin Tvídćgru. 

Áriđ hefur líka veriđ mjög hlýtt - hitinn í Reykjavík er nú í kringum ţađ 5. hlýjasta, svipuđ stađa er á Akureyri og austur á Dalatanga er áriđ ţađ sem af er ţađ hlýjasta sem vitađ er um - en tveir mánuđir eru eftir af árinu og allsendis óvíst hvađ ţeir bera međ sér. 


Bloggfćrslur 28. október 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 1396
  • Frá upphafi: 2350980

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1211
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband