Íslandssöguslef 6 (ísvísitala Astrid Ogilvie)

Í síđasta pistli var fjallađ um ístölu Lauge Koch en í ţessum er fjallađ um ţá sem kennd er viđ Astrid Ogilvie. Rétt ađ taka fram ađ Astrid vinnur ađ endurskođun tímarađarinnar og er splćsingu tímans eftir 1860 viđ ţađ sem á undan fer ekki lokiđ. Gerđ mćlitölunnar er skýrđ og yfirlit gefiđ um heimildir í fyrstu tilvitnuninni neđst í pistlinum.  

w-blogg280414b 

Ţetta líkist auđvitađ Koch-tölunni en röđ mestu ísára er ekki alveg sú sama og eins eru íslausu árin ekki alveg ţau sömu. Mćlitalan er hér hćst 1782 (áriđ fyrir Skaftárelda) og hún er mjög há áriđ 1888.

Samkvćmt mćlitölu Koch voru 62 íslaus ár á 17. öld, en 68 hjá Ogilvie, á 18. öld voru ţau 55 hjá Koch en 44 hjá Ogilvie. Á 19. öld voru 12 íslaus ár hjá Oglive, en 27 hjá Koch. Ljóst er ađ einhverrar samrćmingar er ţörf.

Ţađ er viđbúiđ ađ mikiđ vanti af „litlum“ ís í ţessar rađir - jafnvel međalís, en viđ skulum vona ađ tekist hafi ađ veiđa mestu ísaárin. Viđ vitum af reynslu síđustu 3 áratuga ađ lítilsháttar ís er iđulega ađ flćkjast skammt frá ströndum landsins og ađ algjörlega íslaus ár eru e.t.v. fágćt. Varla er trúlegt ađ ţau hafi komiđ tugum saman á 17. og 18. öld ţegar mikil göt eru í rituđum heimildum.

Á myndinni hér ađ ofan má sjá ađ minnsta kosti fimm breiđ íshámörk. Ţađ fyrsta er frá ţví um 1600 og til um 1640, ţađ nćsta frá um 1680 til 1710, ţađ ţriđja frá ţví fyrir 1780 til 1840, ţađ fjórđa frá 1855 til 1920 og síđan „hafísárahámarkiđ“

Í nćsta Íslandssöguslefi leggjum viđ mćlitölurnar tvćr ofan í hvora ađra og sjáum hvađ kemur út.

Helstu heimildir um ístölu Astrid Ogilvie:

Ogilvie, A., 1984: The past climate and sea-ice record from Iceland, Part 1: Data to A.D. 1780.
Climate Change, 6, 131–152.

Ogilvie, A. and Jónsdóttir, I., 2000: Sea ice, climate and Icelandic fisheries in historical times.
Arctic, 53, 282–394.

Ogilvie, A. and Jónsson, T., 2001: Little ice age research: a perspective from Iceland. Climate
Change, 48, 12–13.

Nú (7. júní) bíđa 20 eldri pistlar enn birtingar og ţví smábiđ á ţví ađ hungurdiskar komist í takt viđ samtíma sinn. Enn skal ţví bent á fjasbókarhóp diskanna - sýnilegur öllum fjasliđum en á áskrif ţarf ađ halda til ađ fá nýjustu fréttir - og til ađ bera fram spurningar eđa athugasemdir.


Íslandssöguslef 5 (ísvísitala Lauge Koch)

Í síđasta pistli var fjallađ um rekís viđ norđanvert Atlantshaf síđustu 150 árin eđa svo. Ţar kom fram ađ ísútbreiđsla virđist hafa veriđ í hámarki á síđustu áratugum 19. aldar - en hafi veriđ minni um miđja 19. öldina. Ţá er spurning um nćsta hámark á undan.

Til ađ ná tökum á ţví lítum viđ fyrst á mćlitölur ţeirra Astrid Ogilvie og Lauge Koch (sjá heimildir neđst í fćrslunni). Hungurdiskar hafa áđur, í löngu máli, fjallađ um ísflokkun og ísmćlitölu Koch og lesendum bent á ţá umfjöllun ćski ţeir frekari skýringa. Mćlitala Astrid Ogilvie er í grundvallaratriđum búin til á svipađan hátt - en heimildir hennar eru lengst af ađrar en Koch og greinir ţví stundum á.

w-blogg280414a

Í ţessum pistli er Kochtalan í sviđsljósinu. Hún nćr ekki til síđustu 20 ára. Hér sjást sömu einkenni og á myndunum sem fylgdu síđasta pistli. Hafísárin 1965 til 1971 skera sig mjög úr á 20. öld. Allmikill ís var ţó hér viđ land á fyrstu 19 árum 20. aldar. Á síđari hluta 19. aldar er breytileiki mjög mikill frá ári til árs en sé litiđ á tölurnar sjálfar kemur í ljós ađ íslausu árin á ţessu tímabili eru mjög fá samkvćmt mćlitölu Koch. Eftir 1850 eru ţađ 1851, 1852, 1861, 1864, 1875, 1884, 1889, 1890, 1893, 1894 og 1900, 11 ár alls.

Á fyrri hluta 19. aldar, 1801 til 1850 eru íslausu árin 16. Á áratugum var ísinn langminnstur frá 1841 til 1850, 7 af tíu eru íslaus. Allmikill ís var 1840, en síđan ósköp rýrt allt fram til 1855 en ţá sneri ísinn aftur af fullum ţunga. Á hlýindaskeiđinu frá ţví um og upp úr 1820 til 1855, og viđ höfum stundum kallađ nítjándualdarhlýskeiđiđ, voru ekki mörg mikil ísár - en samt nokkur. Hér greinir mjög á viđ hlýskeiđiđ mikla á 20. öld sem var mjög ísrýrt.

Nćsta ísrýra skeiđ á undan var 1760 til 1780 - sé ađ marka Kochtöluna. Sjö áranna 1761 til 1770 voru alveg íslaus og fleiri ámóta tímabil koma ţegar lengra er leitađ aftur í tímann. - Meir um ţađ síđar.

Mesta ísáriđ frá 1601 ađ telja, samkvćmt Koch, var 1695 - síđan 1817 og 1888.

Heimildir:

Koch, L., 1945: The east Greenland ice, Medd. Grřnland 130, No. 3, 1-374, Křbenhavn.

Wallevik, J. and Sigurjónsson, H., 1998: The Koch index. formulation, corrections and extensions.
Vedurstofa Íslands Report, VÍ-G98035-ÚR28, Reykjavik, Iceland.


Íslandssöguslef 4 (af ísum)

Í pistli dagsins lítum viđ á fjórar mćlitölur um hafís sem ná til síđustu 100 til 200 ára. Sú fyrsta sýnir ísmagn víđ Ísland. Í síđari pistli verđur fjallađ um mćlitölur sem ná yfir lengri tíma.

Vegna ţess ađ ţekktustu mćlitölurnar um ís viđ Ísland ná ekki til síđustu ára hefur ritstjórinn búiđ til sinn einkamćlikvarđa til ađ geta boriđ síđustu ár saman viđ fortíđina. Af öllum ísmćlitölum er ţessi sú einfaldasta (og ónákvćmasta??) og rétt ađ taka fram ađ ekki stendur til ađ birta hana í vísindagrein.  

w-blogg270414a

Röđin nćr aftur til 1874 og til 2013. Lárétti ásinn sýnir árin en sá lóđrétti fjölda ísmánađa á ári viđ landiđ. Rauđa línan er 7-ára keđjumeđaltal. Viđ tökum eftir ţví ađ síđustu árin hefur ís veriđ sáralítill, en var nćrri ţví jafnlítill í kringum 1960. Taka verđur fram ađ um leiđ og eina ísspöng rekur á fjörur eđa tefur strandsiglingar fer teljarinn í gang og telur mánuđ (engin brot ţar). Hér sjást hafísárin svokölluđu vel og ef trúa má línuritinu var hann um stutta stund sá mesti frá ţví um 1890.

Nćsta mynd sýnir mćlitölu Torgny Vinje (sjá tilvísun í lok pistilsins) um magn íss viđ Austur-Grćnland, hún nćr aftur til 1864. Hér sýnir lóđrétti kvarđinn áćtlađa ísútbreiđslu í hundruđum ţúsunda ferkílómetra.  

w-blogg270414b

Síđasta áriđ er 1998. Lágmarkiđ um 1960 sést vel og sömuleiđis ísárahámarkiđ. Ţađ er ţó litlu meira heldur en nćsta hámark á undan sem var upp úr 1940. Ţá var nokkur ís hér viđ land - e.t.v. meiri heldur en ritstjóraröđin sýnir - en ţetta var á stríđsárunum og ísupplýsingar mjög leynilegar. Ritstjórinn hefur stöku sinnum nefnt ţessi ár litlu-hafísárin. Áberandi ţrep er í magninu um 1920, rétt eins og á efri myndinni og mikiđ ţrep sömuleiđis um 1890 (á báđum myndum).

Ísmestu árin hjá Vinje eru 1881 og 1891 og síđan 1882 og 1892. Í ritstjóraröđinni eru 1886, 1887, 1888, 1892 og 1965 efst.

Ţá er ţađ ísmagn undan Eystribyggđ á Grćnlandi. Ţađ er taliđ gefa vel til kynna útstreymi um Framsund og nćr aftur til 1820. 

w-blogg270414c

Talan er úr grein Schmidt og Hansen (2003 - sjá lok pistils). Lóđrétti ásinn sýnir mćlitöluna - reyndar er búiđ ađ deila međ tíu til hćgđarauka. Hér er hámarkiđ seint á 19. öld rétt eins og á hinum línuritunum tveimur. Lágmarkiđ er á milli 1930 og 1940 - en nokkuđ snarpt hámark fylgir hafísárunum hér. Ţađ eru 1968 og 1969 sem eiga ţar hámarkiđ - rétt eins og hjá Vinje. Á 19. öld er ţađ 1898 sem á hćsta gildiđ, ţar á eftir koma 1896 og 1892.

Fyrr á 19. öld virđist ís hafa veriđ minni á tímabilinu 1840 til 1860 heldur en síđar.

Síđasta myndin í ţessum pistli sýnir rekís (ekki borgarís) viđ Nýfundnaland (sjá tilvitnun).

w-blogg270414d 

Mćlitalan (hér búiđ ađ deila međ ţúsund) nćr aftur til 1810 og er hegđan hennar furđulík hinum ţremur. Tuttugustualdarlágmarkiđ er ađeins seinna en viđ Ísland og Grćnland, en mestur er ísinn á síđustu áratugum 19. aldar. Fyrstu 20. ár tuttugustu aldar eru líka ísmikil. Talan hefur síđasta áratuginn (vantar á myndina) falliđ enn meira og međaltal áranna 2006 til 2012 ţađ lćgsta á öllu tímabilinu (munnlegar upplýsingar frá Brian Hall).

Ísinn viđ Nýfundnaland var mestur 1882 og 1892.

Ţessar tölur segja allar ađ ís hafi veriđ meiri á síđustu tveimur áratugum 19. aldar heldur en nokkru sinni síđar. Sömuleiđis rýrnađi ísinn alls stađar upp úr 1920. Lágmark er á öllum svćđunum rétt eftir miđja 20. öld og alls stađar hefur ís veriđ jafnlítill eđa minni á 21. öldinni heldur en áđur á ţví tímabili sem tekiđ er til skođunar [ekki er mjög erfitt ađ splćsa Vinjeröđinni saman viđ gervihnattamćlingar].

Í nćsta Íslandssöguslefi verđur litiđ á mćlitölur Lauga Koch og Astrid Ogilvie aftur til 1600.

Mikilvćgar tilvitnanir:

Vinje, T., 2001: Anomalies and trends of sea-ice extent and atmospheric circulation in the Nordic
seas during the period 1864-1998. Journal of Climate, 14, 255–267.


Schmith, Torben,Hansen, Carsten, 2003: Fram Strait Ice Export during the Nineteenth and Twentieth Centuries
Reconstructed from a Multiyear Sea Ice Index from Southwestern Greenland. Journal of Climate 16 p2782.

Brian T. Hill Stephen J. Jones, 1990: The Newfoundland ice extent and the solar cycle from 1860 to 1988
Journal of Geophysical Research: Oceans 95, Issue C4, pages 5385–5394
og; http://www.icedata.ca/index.php


Íslandssöguslef 3 - smáupprifjun um hafísinn

Mestallt efni ţessa pistils hefur birst áđur á hungurdiskum - en í lagi ađ rifja ţađ upp.

Lítum á mynd úr gömlum pistli (hér er hún einfölduđ).

w-blogg250414a 

Hafís ţekur mestallt Norđuríshafiđ allt áriđ (ekki ţó alveg á sumrin á síđustu árum) og ýmis inn- og jađarhöf Norđur-Atlantshafs eru líka ţakin ís - alla vega hluta ársins. Ísinn í Barentshafi er nánast allur myndađur á stađnum og árstíđasveifla er ţar mikil í útbreiđslu hans.

Síđan samfelldar gervihnattamćlingar hófust um 1980 hefur sumarútbreiđsla í Barentshafi lengst af veriđ innan viđ 100 ţúsund ferkílómetrar (Cryosphere Today) en fyrst á tímabilinu var útbreiđslan oftast 700 til 900 ţúsund ferkílómetrar síđla vetrar og sló yfir milljón ţegar mest var (1979 og 1998). Á ţessari öld hefur síđvetrarútbreiđslan oftast veriđ mun minni eđa um 500 ţúsund ferkílómetrar - veturinn 2012 rétt slefađi hún í 400 ferkílómetra. Ţetta er mikil breyting.

Rekísinn sem stundum kemur til Íslands nefnist Austur-Grćnlandsís. Hann er ekki allur orđinn til á stađnum heldur berst verulegt ísmagn suđur um Framsund milli Grćnlands og Svalbarđa, eđa um 2800 rúmkílómetrar íss á ári ađ međaltali. Auk ţessa berst líka selturýr sjór úr Íshafinu og suđur á bóginn. Hann er léttur ađ tiltölu og flýtur ofan á saltari sjó sem berst úr suđri. Lagskipting ţessi ýtir undir vetrarísmyndun sunnan Framsunds.

Í venjulegum árum bráđnar mestallur sá ís sem myndast sunnan Framsunds - enda oftast ţunnur og ekki meira en eins vetrar gamall - en eldri ís lifir lengur.

Á tíma gervihnattamćlinga hefur leifin oftast veriđ í kringum 200 ţúsund ferkílómetrar ađ hausti en ađ vetrarlagi hefur magniđ ađ vorlagi oftast veriđ í kringum 500 ţúsund ferkílómetrar á ţessari öld, en var fyrir ţann tíma öllu meira, mest rúmlega 800 ţúsund ferkílómetrar 1979 og 1988.

Svo virđist ţví sem árstíđasveifla Austur-Grćnlandsíss hafi ekki minnkađ jafnmikiđ og sveifla Barentsíss.

Á fyrri tíđ - t.d. á hafísárunum svokölluđu (1965 til 1971) var ís talsvert meiri viđ Austur-Grćnland heldur en síđan og varđ útbreiđslan ţá jafnvel meiri en milljón ferkílómetrar. Rannsóknir Torgny Vinje á ísmagni viđ Austur-Grćnland ná aftur til 1855 og byggjast á upplýsingum um selveiđar á ţeim slóđum. Ţćr benda til ţess ađ fyrir 100 árum hafi međalútbreiđsla í apríl veriđ um 800 ţúsund ferkílómetrar og á síđari hluta 19. aldar enn meiri, jafnvel um milljón ferkílómetrar.

Ískomur viđ Ísland ráđast af allmörgum ţáttum. Miklu máli skiptir hversu mikill ís lifir sumariđ af, hversu eindreginn flutingur íss og selturýrs sjávar í gegnum Framsundiđ er, og hvernig vindum er háttađ á helsta myndunarsvćđinu á mesta myndunartímanum - og svo hvernig vindum er háttađ ađ vorlagi.

Austur-Grćnlandsísinn nćr gjarnan mestri útbreiđslu um mánađamótin mars-apríl, viđ Ísland er hámarkiđ e.t.v. ađeins síđar. Ísmyndun er lítil viđ sunnanvert Austur-Grćnland, sunnan Grćnlandssunds, ţannig ađ nćr allur ís ţar er kominn ađ norđan. Árshámarkiđ verđur ţví síđar eftir ţví sem sunnar dregur og ekki fyrr en undir mitt sumar (eftir sólstöđur) vestan viđ Hvarf syđst á Grćnlandi. Veiđimenn ţar um slóđir fagna komu íssins - hann er loksins kominn.

Viđ Eystribyggđ á Grćnlandi er alltaf talađ um Stórís (Storis á dönsku - hef ekki fundiđ grćnlenska heitiđ) ţegar átt er viđ Austur-Grćnlandsísinn.

Í nćsta slefi rifjum viđ upp eitthvađ um hafís viđ Íslands og ţćr mćlitölur sem notađar hafa veriđ til ađ slá á magn hans.


Bloggfćrslur 7. júní 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 87
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1869
  • Frá upphafi: 2485155

Annađ

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 1654
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband