4.6.2014 | 20:15
Úr útjaðri þess líklega
Stöku sinnum detta inn tölvuspár sem sýna mjög ólíklegt veður. Við lítum nú á eina slíka. Hún var gerð af evrópureiknimiðstöðinni frá hádegi föstudagsins langa (18. apríl 2014) og sýndi hita í 850 hPa og þykkt eftir 222 klukkustundir - það er sunnudaginn 27. apríl. Þegar þetta er skrifað (á sumardaginn fyrsta - fimmtudag fyrir umræddan spátíma) teljast engar líkur á því að þessi spá rætist - þótt ekki sé enn alveg víst hver endanleg niðurstaða verður.
Spáin er svo sannarlega með ólíkindum. Hér er verið að spá þykktinni 5590 metrum í apríl og hita ofan við 12 stig í 850 hPa.
Mesti hiti sem mælst hefur í 850 hPa í apríl yfir Keflavík (í 60 ár) er 7,2 stig (13. apríl 1997) og 7,1 stig mældist 27. apríl 1962. Hámarkið á kortinu að ofan hittir að vísu ekki á Keflavík en er samt 5 stigum hærra heldur en þar hefur nokkru sinni mælst. Mesta þykkt sem mælst hefur í apríl yfir Keflavík er 5523 metrar (5. apríl 2012).
Við finnum ekki öllu hærri þykktartölur í bandarísku endurgreiningunni löngu - jafnvel þótt við leitum á allstóru svæði kringum Ísland. Hæsta talan þar er 5536 metrar - reyndar í punkti nærri Keflavík þann 21. apríl 1972.
Eins og áður sagði detta ofurhlýindi (nú eða kuldar) stundum inn í framtíðarspám - en það má nærri því treysta því að þær séu ekki réttar. En það er jafnvíst að einhvern tíma munu ofurhlýindi eins og þau að ofan birtast á raunverulegum apríldegi.
Hér að neðan er svo 102 stunda spá fyrir sama tíma - runa frá hádegi 23. apríl.
Nokkuð aðrar tölur hér - allt nærri flötu meðallagi.
Vísindi og fræði | Breytt 24.4.2014 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2014 | 20:15
Sýndarsnjórinn nú (2014) og í fyrra (2013)
Eins og margoft hefur verið fjallað um á hungurdiskum er haldið utan um þann snjó sem fellur á landið í harmonie-spálíkani Veðurstofunnar. Hann bráðnar líka - ef hiti gefur tilefni til þess. Hér berum við saman líkansnjómagnið nú (miðvikudag 23. apríl 2014) og sama dag í fyrra (2013). Tölurnar sýna kíló á fermetra, hversu djúpur snjór það er fer eftir eðlismassanum. Líkanið segist ekkert vita af honum.
Þetta er sýndarmagnið núna (2014). Tölurnar sýna staðbundin hámörk - sem undantekningalítið eru nærri hæstu fjöllum líkansins. Myndin batnar talsvert sé hún stækkuð. Kortið að neðan sýnir ástandið í fyrra (2013).
Lítum fyrst á tölur á Esjunni, nú eru þar uppi 683 kg á fermetra, en voru á sama tíma í fyrra 575. Snjórinn í ár er nokkru meiri en í fyrra. í Bláfjöllum eru tölurnar 609 og 601 - alveg eins. Alauðu svæðin á kortinu sýnast stærri nú heldur en í fyrra. Á Suðurlandi munar mest um þunnan snjó sem þakti allstór svæði í fyrra en ekki er til staðar nú. (Ekki þarf nema minniháttar hret til að breyta því).
Í lágsveitum á Norður- og Austurlandi er sýndarsnjór nú mun minni heldur en í fyrra, t.d. á Melrakkasléttu, Öxarfirði og lágsveitum Suður-Þingeyjarsýslu - en þegar kemur upp í fjöll er snjór nú talsvert meiri heldur en í fyrra. Til dæmis er hæsta talan nærri Ljósavatnsskarði nú 1945 kg á fermetra en var á sama tíma í fyrra 1330, hér munar hátt í 50 prósentum - skyldi sú vera raunin?
Svipað má segja um Austfjarðafjöllin - þar er mun meiri snjór nú heldur en í fyrra, víða munar 20 til 30 prósentum milli ára.
Vestan til á Norðurlandi er hins vegar minni snjór heldur en í fyrra - enda hefur þar löngum verið afspyrnuþurrt í vetur. Sýnist muna 10 til 20 prósentum hvað snjór er minni nú. Á Vestfjarðafjöllum er nú víðast hvar talsvert meiri snjór heldur en í fyrra. Miklu munar t.d. á Drangajökli, 4800 kg á fermetra í fyrra en 6300 nú.
Á öðrum jöklum er misjafna sögu að segja. Á Langjökli er snjór nú lítillega minni en í fyrra, jafnmikill á Hofsjökli og minni á Mýrdalsjökli. Öræfajökull er í nánast sömu tölu, en sýndarsnjór er meiri nú á hábungum á norðanverðum Vatnajökli heldur en var á sama tíma í fyrra.
Mikið bráðnar í hlýindunum þessa dagana af lægri fjöllum - en spurning hvernig staðan verður eftir fjórar til fimm vikur undir lok maímánaðar.
Vísindi og fræði | Breytt 24.4.2014 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2014 | 20:15
Dugði ekki alveg í landsdægurmet (18,1 stig í Skaftafelli)
Hámarkshiti á landinu í dag (þriðjudaginn 22. apríl) mældist í Skaftafelli, 18,1 stig. Er það vel af sér vikið á þessum tíma árs - en dugir samt ekki í nýtt landsdægurmet. Það er nefnilega 19,8 stig, sett á Akureyri 22. apríl 1976. Landsdægurmet daganna 21. og 23. apríl eru hins vegar lægri og 18,1 stig hefði nægt í landsmet báða þá daga. Gildandi met fyrir þann 23. er 17,2 stig - til þess að gera forn mæling - frá Egilsstöðum 1972.
Annars eru 18,1 stig býsna há tala miðað við hæsta mættishita sem sást á 850 hPa-spákortum í dag. Hann var 20,4 stig - það er oftast erfitt að ná fullum mættishita og enn erfiðara sé snjór á jörðu. Á morgun, miðvikudaginn 23. apríl er hæsta mættishitaspáin nú í 19,3 stigum. Varla er að hiti verði svo hár á nokkurri stöð (?).
Annars voru ný hámarksdægurmet sett á um 70 sjálfvirkum stöðvum í dag (vegagerðarstöðvarnar ekki inn í þeim lista). Merkilegasta metið - ef rétt er - er trúlega 11,0 stig sem mældust á Þverfjalli vestra. Hugsanlegt er að setja megi út á mæliaðstæður í logni og sólskini (?). Ekki er víst að þessi tala lifi nánari skoðun.
Vísindi og fræði | Breytt 23.4.2014 kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2014 | 20:15
Fyrsti þriðjungur aprílmánaðar
Þriðjungur aprílmánaðar 2014 er nú liðinn. Hann hefur verið óvenjuhlýr - en spár benda nú til þess að gefið verði eftir - næsta þriðjungi er spáð köldum og þeim þriðja reyndar líka. En lítum á nokkrar tölur:
ár | mán | dagafj | mhiti | vik | úrk | úrkvik | mþrýst | þrýstvik | sólsk | sólarvik | ||
2014 | 4 | 10 | 5,96 | 3,12 | 24,4 | -5,4 | 998,1 | -9,8 | 29,1 | -24,0 | Reykjavík | |
2014 | 4 | 10 | 3,87 | 2,15 | 13,1 | -9,2 | 999,0 | -9,7 | Stykkishólmur | |||
2014 | 4 | 10 | 2,89 | 2,33 | 21,6 | -2,0 | 1000,8 | -8,5 | Bolungarvík | |||
2014 | 4 | 10 | 3,32 | 2,02 | 6,4 | -6,0 | 1000,7 | -8,0 | Akureyri | |||
2014 | 4 | 10 | 4,16 | 2,68 | 46,9 | 9,1 | 1001,6 | -6,6 | Dalatangi | |||
2014 | 4 | 10 | 6,57 | 3,44 | 60,3 | 1001,3 | -7,5 | Höfn í Hornafirði |
Taflan sýnir meðaltöl, summur og vik fyrir fyrstu 10 daga mánaðarins á 6 veðurstöðvum. Vikin miða við meðaltal áranna 2004 til 2013 [síðustu 10 árin]. Þetta eru mikil hlýindi og í Reykjavík er þetta næsthlýjasta aprílbyrjun frá 1949 að telja, það er aðeins aprílbyrjun 1957 sem er hlýrri - og ekki munar nema 0,2 stigum rúmum. Á Akureyri er heldur kaldara, hiti 2 stig ofan meðallags (en 3,1 í Reykjavík) og nægir í 13. sæti hlýinda. Á Dalatanga er þetta 6. hlýjasta aprílbyrjunin frá og með 1949.
Stykkishólmsvikið liggur um 1 stigi neðan þess í Reykjavík. Við eigum morgunhita þar á lager aftur til 1846 og hefur aðeins 12 sinnum orðið hlýrra en nú á 169 árum.
Eins og áður sagði eru spár með heldur kaldan svip, en samt er ekki ráðið hversu kalt verður um páska og til mánaðarloka.
Úrkoma er ekki fjarri meðallagi það sem af er, en loftþrýstingur er langt undir meðalaginu. Ótrúlegt er samt að lágþrýstimetið frá apríl 2011 verði slegið - en meðalþrýstingur í apríl það ár var lægri en nokkru sinni. Sólarlítið hefur verið í Reykjavík- það sem af er.
Vísindi og fræði | Breytt 12.4.2014 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. júní 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 77
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 1859
- Frá upphafi: 2485145
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 1646
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010