Fyrsti þriðjungur aprílmánaðar

Þriðjungur aprílmánaðar 2014 er nú liðinn. Hann hefur verið óvenjuhlýr - en spár benda nú til þess að gefið verði eftir - næsta þriðjungi er spáð köldum og þeim þriðja reyndar líka. En lítum á nokkrar tölur:

ármándagafjmhitivikúrkúrkvikmþrýstþrýstviksólsksólarvik
20144105,963,1224,4-5,4998,1-9,829,1-24,0Reykjavík
20144103,872,1513,1-9,2999,0-9,7Stykkishólmur
20144102,892,3321,6-2,01000,8-8,5Bolungarvík
20144103,322,026,4-6,01000,7-8,0Akureyri
20144104,162,6846,99,11001,6-6,6Dalatangi
20144106,573,4460,31001,3-7,5Höfn í Hornafirði

Taflan sýnir meðaltöl, summur og vik fyrir fyrstu 10 daga mánaðarins á 6 veðurstöðvum. Vikin miða við meðaltal áranna 2004 til 2013 [síðustu 10 árin]. Þetta eru mikil hlýindi og í Reykjavík er þetta næsthlýjasta aprílbyrjun frá 1949 að telja, það er aðeins aprílbyrjun 1957 sem er hlýrri - og ekki munar nema 0,2 stigum rúmum. Á Akureyri er heldur kaldara, hiti 2 stig ofan meðallags (en 3,1 í Reykjavík) og nægir í 13. sæti hlýinda. Á Dalatanga er þetta 6. hlýjasta aprílbyrjunin frá og með 1949.

Stykkishólmsvikið liggur um 1 stigi neðan þess í Reykjavík. Við eigum morgunhita þar á lager aftur til 1846 og hefur aðeins 12 sinnum orðið hlýrra en nú á 169 árum.

Eins og áður sagði eru spár með heldur kaldan svip, en samt er ekki ráðið hversu kalt verður um páska og til mánaðarloka.

Úrkoma er ekki fjarri meðallagi það sem af er, en loftþrýstingur er langt undir meðalaginu. Ótrúlegt er samt að lágþrýstimetið frá apríl 2011 verði slegið - en meðalþrýstingur í apríl það ár var lægri en nokkru sinni. Sólarlítið hefur verið í Reykjavík- það sem af er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 650
  • Frá upphafi: 2351211

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 583
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband