Úr útjaðri þess líklega

Stöku sinnum detta inn tölvuspár sem sýna mjög ólíklegt veður. Við lítum nú á eina slíka. Hún var gerð af evrópureiknimiðstöðinni frá hádegi föstudagsins langa (18. apríl 2014) og sýndi hita í 850 hPa og þykkt eftir 222 klukkustundir - það er sunnudaginn 27. apríl. Þegar þetta er skrifað (á sumardaginn fyrsta - fimmtudag fyrir umræddan spátíma) teljast engar líkur á því að þessi spá rætist - þótt ekki sé enn alveg víst hver endanleg niðurstaða verður.

Spáin er svo sannarlega með ólíkindum. Hér er verið að spá þykktinni 5590 metrum í apríl og hita ofan við 12 stig í 850 hPa.

w-blogg240414c 

Mesti hiti sem mælst hefur í 850 hPa í apríl yfir Keflavík (í 60 ár) er 7,2 stig (13. apríl 1997) og 7,1 stig mældist 27. apríl 1962. Hámarkið á kortinu að ofan hittir að vísu ekki á Keflavík en er samt 5 stigum hærra heldur en þar hefur nokkru sinni mælst. Mesta þykkt sem mælst hefur í apríl yfir Keflavík er 5523 metrar (5. apríl 2012).

Við finnum ekki öllu hærri þykktartölur í bandarísku endurgreiningunni löngu - jafnvel þótt við leitum á allstóru svæði kringum Ísland. Hæsta talan þar er 5536 metrar - reyndar í punkti nærri Keflavík þann 21. apríl 1972.

Eins og áður sagði detta ofurhlýindi (nú eða kuldar) stundum inn í framtíðarspám - en það má nærri því treysta því að þær séu ekki réttar. En það er jafnvíst að einhvern tíma munu ofurhlýindi eins og þau að ofan birtast á raunverulegum apríldegi.  

Hér að neðan er svo 102 stunda spá fyrir sama tíma - runa frá hádegi 23. apríl.

w-blogg240414d 

Nokkuð aðrar tölur hér - allt nærri flötu meðallagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 2343353

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband