Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
6.5.2015 | 01:47
Enn fréttist ekkert af hlýindum (nema í útlöndum)
Framrás vorsins er kannski ekki alveg í biðstöðu - sól hækkar enn á lofti - en lítið gengur. Mikil hæð er enn í nágrenni Grænlands og lægðir fyrir austan og sunnan.
Kortið hér að neðan sýnir háloftaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir hún kl. 18 síðdegis á föstudag (8. maí).
Jafnhæðarlínur eru heildregnar - af þeim ráðum við vindstyrk og stefnu. Þetta er allt frekar gisið - lítil orka í mynstrinu eins og amerísku veðurbloggararnir segja að hætti galdralækna (æ). - Allt slakt og kuldatungan austan Grænlands fær alveg að vera í friði. Þykktin er að venju sýnd í lit - kvarðinn batnar sé myndin stækkuð.
Í maí viljum við vera í grænum litum - helst gulum (en það er kröfuharka) - en þriðji blái litur (þykkt minni en 5160 metrar) er allt of kalt. Öll úrkoma sem gerir vart við sig í kulda sem þessum er snjór - í besta falli slydda. Litlar líkur eru á því að landshámarkshitinn komist í meir en átta stig eða svo - ef hann fer hærra fer kuldinn að velta sér og búa til úrkomu - og þar með él eða snjókomu.
Við spyrjum véfréttina hversu oft þykktin yfir miðju landi hefur verið undir 5170 metrum síðustu 60 árin fyrstu 9 daga maímánaðar. Ekki stendur á svari: Átta sinnum. Sennilega vantar einhver tilvik þegar þetta hefur gerst hluta úr degi. Ískyggilegast var kuldakastið mikla í maíbyrjun 1982 - þá fór þykktin niður í 5070 metra þegar verst lét. - Auðvitað muna veðurnördin eftir því (alla vega þau eldri).
Ef við leitum lengra aftur (ágiskun endurgreininga) rekumst við líka á ámóta kuldakast þessa sömu (nærri því sömu) daga í maí 1943. Einhverjir muna það - og einhverjir þekkja það kuldakast af afspurn.
Fyrir nokkrum dögum bentu hungurdiskar á þráláta viðveru -10 stiga jafnhitalínunnar í 850 hPa yfir landinu. Á föstudaginn - þegar kortið að ofan gildir á hún að vera nærri Reykjavík. Við leit í háloftathugunum yfir Keflavíkurflugvelli kemur í ljós að þetta er ekkert sérstakt á þessum árstíma. Kaldasta dæmið er frá 3. maí 1982 - þá mældist frostið í 850 hPa yfir Keflavík -17,7 stig.
Það sem við höfum verið að gera hér að ofan kallast að norma. Við stillum okkur af í atburðarúminu þannig að við náum áttum - og finnum hvenær rétt er að byrja að kveina undan ástandinu. Við gerum það auðvitað sé ástæða til - en það er varla að svo sé - ennþá.
Kuldasnerpan hefur sum sé áður verið meiri en nú - en svo er það úthaldið. Ekki sér enn nein sérstök mæðieinkenni á kuldakastinu. Svo er það þetta með snjóinn ...
4.5.2015 | 01:43
Litlar breytingar
Það tekur því varla að tala um veðurspár þessa dagana - útlitið breytist lítið. Kannski verður næðingurinn þó minni næstu daga (frá sunnudegi 3. maí) heldur en verið hefur að undanförnu. Eftir fréttum fjölmiðla að dæma og almennu umtali á netmiðlum virðist ánægja með stöðu mála vera gegnumgangandi - blíðan heldur áfram um land allt er sagt. Svo virðist meira að segja að alvara sé að baki - en ekki háð.
En hvað um það. Við lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á þriðjudag (5. maí).
Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hiti í 850 hPa-fletinum er tilgreindur með strikalínum. Það er -10 stiga jafnhitalínan sem liggur um landið þvert - og á að halda því áfram út vikuna.
Þrýstibratti er lítill yfir landinu - en mun meiri skammt fyrir austan land - þar sem er norðaustanbelgingsvindur. Þrýstimynd af þessu tagi segir okkur oftast að bjart veður sé á Suður- og Vesturlandi, en skýjað og einhver úrkoma norðaustanlands.
Lægðin við Skotland er djúp miðað við árstíma, 977 hPa í miðju og veldur illviðri á stóru svæði. Hún að beina sérlega hlýju lofti til Ítalíu, þykktinni er spáð upp fyrir 5760 metra þar um slóðir um miðja viku.
Ítölsk fyrirsögn í dag (sunnudag 3.maí): Previsioni Meteo, il super-caldo a un passo dallItalia: al centro/sud 4 giorni di fuoco, attese temperature da record.
En - engin hitamet hérlendis í bili (nema slæðingur af dægurlágmarksmetum einstakra stöðva).
2.5.2015 | 01:20
Smávegis af aprílmánuði 2015
Á fjasbókarsíðu hungurdiska var í gær lítillega fjallað um veðurfar í nýliðnum aprílmánuði. Mörgum fannst mánuðurinn kaldur (og víst var síðasta vikan köld) en var hann það? Hiti var ofan meðallags síðustu tíu ára á Austurlandi, en vel undir á Suðvesturlandi, samt var þar þó nokkuð kaldara í apríl fyrir tveimur árum.
Það er fyrst og fremst meðalvindhraði mánaðarins sem verður að teljast óvenjulegur. Reikningar (varla alveg áreiðanlegir þó) segja vindinn hafa verið meiri en áður hefur orðið í aprílmánuði.
En lítum á landsmeðalhita og meðalvindhraða í byggð í apríl frá og með 1949. Meðaltalið hefur ritstjóri hungurdiska reiknað og ekki víst að aðrir fái nákvæmlega sömu útkomu.
Gráu súlurnar sýna hitann ásamt lóðrétta kvarðanum til vinstri. Þarna sést að mánuðurinn er u.þ.b. í miðjum hópi hlýindaáranna á þessari öld, áberandi kaldara var í apríl 2013. Langhlýjasti aprílmánuður tímabilsins var 1974 - og næst því kemst apríl undraárið 2003. Eftirtekt vekja kaldir aprílmánuðir 1949, 1951 og 1953.
Rauðu ferlarnir sýna meðalvindhraða - kvarðinn er til vinstri. Strikuðu línurnar sýna mannaðar stöðvar, en heildregin meðaltal sjálfvirkra stöðva.
Nýliðinn apríl er sá hvassasti - meðalvindhraðinn í mánuðinum var í kringum 7 m/s. Á seinni árum er það helst illviðramánuðurinn apríl 2011 sem skákar honum og svo hinn löngu liðni, afburðaleiðinlegi apríl 1953.
Vindurinn hefur verið svo stríður undanfarna mánuði að athygli fer að vekja - en við skulum bíða með umfjöllun um það þar til síðar.
Sjávarhitavik hafa líka verið til umræðu upp á síðkastið. Lítum á þau:
Kortið gildir fyrir nýliðinn aprílmánuð og er ættað úr gögnum evrópureiknimiðstöðvarinnar. Heildregnu línurnar sýna meðalloftþrýsting við sjávarmál. Bleiku og gráu svæðin sýna hafísinn (sjá kvarðann efst til hægri), en bláir og gulir litir vik sjávarhita frá meðallagi áranna 1981 til 2010.
Við sjáum mikil hlýindi norður í höfum og ná þau allt til Norðurlands, einnig er hlýtt fyrir suðaustan land. Mjög kalt er aftur á móti um miðbik Norður- Atlantshafs. Pólar mikilla neikvæðra og jákvæðra vika undan Nýfundnalandi vekja einnig athygli.
Nú verður ritstjóri hungurdiska að játa ákveðið tilfinningaleysi gagnvart ástandinu í hafinu langt frá landinu. Hann veit þó að víðáttumikla neikvæða vikið er afleiðing óvenjuöflugra árása kulda frá Norður-Ameríku í vetur. Það kostar varma að hita allt það loft á leið til okkar og Vestur-Evrópu.
Vikapólarnir við Nýfundnaland eru sennilega líka afleiðing af sterkum vestanáttum sem hafa styrkt Golfstrauminn (jákvæðu vikin) - en jafnframt fært miðju hans lítillega til austurs og suðausturs. Kaldi póllinn getur því bæði orsakast af varmatapi upp í kalda loftið - en hugsanlega er líka um uppdrátt kaldsjávar norðan við óvenjuöflugan streng í Golfstraumnum að ræða - sé svo eru ástæður neikvæðu vikanna ekki þær sömu alls staðar. En takið þessa greiningu ritstjórans ekki of hátíðlega.
Að undanförnu hefur líka verið rætt um það hversu kalt árið hafi verið það sem af er. Jú, það má segja að það hefi verið fremur kalt - miðað við það hvað hlýtt hefur verið undanfarin ár - en í lengra samhengi er það alls ekki.
Hér að neðan er mynd sem sýnir landsmeðalhita fyrstu fjögurra mánaða ársins frá 1823 ti okkar daga. Mikil óvissa er í reikningum fyrir 1880 - en síðan þá ætti að vera þónokkuð vit í þeim.
Hér sést vel að fyrstu fjórir mánuðir ársins 2015 teljast greinilega til hlýindaskeiðsins sem á myndinni virðist hafa byrjað 2003. Rauða línan sýnir reiknaða leitni alls tímabilsins (um 1,3 stig á öld), en blái ferillinn er útjöfnun. Við minnum enn og aftur á að leitnin hefur ekkert spágildi.
Við sjáum enn og aftur hversu óvenjulegt núverandi hlýskeið er í langtímasamhengi - breytileikinn frá ári til árs er mun minni heldur en almennt hefur verið - árið í ár breytir því ekki - þótt það sé neðan leitnilínunnar.
Við eigum inni miklu kaldari ár (fyrstu fjóra mánuði ársins) í núverandi hlýskeiði. Það er beinlínis óeðlilegt ef við förum ekki að fá það - það er ekki efnilegt ef þetta heldur kuldalaust áfram mikið lengur. Fyrstu fjórir mánuðir ársins 2015 eru ekki þeir köldu sem beðið hefur verið um - það er óskhyggja að telja svo vera.
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 888
- Frá upphafi: 2461206
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 772
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010