Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011
1.8.2011 | 01:18
Breyttur breytileiki veđurfars?
Athugasemd um pistil gćrdagsins gefur tilefni til fáeinna orđa um breytieika veđurfars. Í pistlinum var fjallađ um ágústhita í Stykkishólmi síđustu 200 ár. Í athugasemdinni var réttilega bent á ađ breytileiki ágústhita frá ári til árs er minni nú á dögum heldur en hann var á 19. öld. Breytileiki hita frá degi til dags hefur líka veriđ minni síđustu áratugina heldur en var á 19. öld. Um ţennan síđastnefnda breytileika var hér fjallađ í pisli rétt fyrir áramót.
En ekki er alltaf jafnljóst hvađ menn eiga viđ ţegar talađ er um breytileika og er vandi viđ ađ eiga. Hér á Íslandi er hitafar breytilegra ţegar kalt er í veđri heldur í hlýjum árum og áratugum. Útbreiđsla hafíssins fyrir norđan og austan land á hér stóran ţátt. Alla vega jókst breytileikinn ađ mun á hafísárunum svonefndu (1965 til 1971) og var ţá um tíma nćrri ţví eins mikill og var á 19. öld.
Hafísárin - kuldatímabilin tvö sem fylgdu í kjölfariđ og hlýindin sem ríkt hafa á nýju öldinni sýna ađ köld tímabil og hlý geta skipst snögglega á. Sá breytileiki virđist ekki hafa breyst mikiđ ţótt áraskipti og dagaskipti hita séu nú minni.
Ţegar rćtt er um breytileika á alţjóđavísu er gjarnan vitnađ í ţrjár skissur sem hér má sjá ađ neđan til ađ skýra máliđ betur. Ég vona ađ ţćr komist óbrenglađar til skila og lesendur átti sig á ţeim. Myndirnar eru hér teknar úr riti sem William Burroughs ritstýrđi fyrir Alţjóđaveđurfrćđistofnunina: Climate: Into the 21st Century. Ég mćli međ bókinni ţótt hún sé ađ vísu orđin óţarflega dýr. Ég hef ţýtt myndatexta.
Myndin á ađ sýna tvennt í senn: Annars vegar tíđnidreifingu hita á ótilteknum stađ viđ núverandi veđurfar (blá strikalína) og hins vegar tíđnidreifingu hita á sama stađ eftir ađ hlýnađ hefur í veđri (rauđur ferill). Hér á sérstaklega ađ taka eftir ţví ađ breytileikinn helst óbreyttur. Ţađ sést á hćđ ferlanna og spönn ţeirra frá köldu yfir í hlýtt. Hćđin (stendur fyrir tíđni viđkomandi hita) er sú sama. Rauđi ferillinn er einfaldlega hliđrun hitafars til hćrri hita. Eins og gefur ađ skilja fjölgar hitabylgjum mikiđ, en kaldviđri verđur mun sjaldgćfara heldur en áđur.
Nćsta mynd sýnir hvađ gerist ţegar breytileiki vex - án ţess ađ međalhiti breytist. Kuldaköstum og hitabylgjum fjölgar á kostnađ međalveđurs.
Ţriđja myndin er sú sem mest er hampađ. Hér má sjá ađ međalhiti hefur aukist (toppur rauđa ferilsins er lengra til hćgri heldur en toppur ţess bláa). En breytileiki hefur líka aukist, rauđi toppurinn er lćgri heldur en sá blái og spönn hans frá vinstri til hćgri er meiri en spönn ţess bláa. Hér sjáum viđ ađ hitabylgjum fjölgar umtalsvert og ađ ţćr verđa meiri heldur en nokkru sinni var í hitafarinu fyrir breytingu. Kuldaköst eru hins vegar ámóta mörg.
Nú kemur hins vegar ađ athyglisverđa hlutanum: Fjórđa myndin er aldrei birt og er ţađ satt best ađ segja illskiljanlegt. Viđ skulum líta á hana.
Á ţessari mynd hefur međalhiti hćkkađ (rauđa línan hefur ađ jafnađi fćrst til hćgri), en jafnframt ţví hefur breytileiki minnkađ, spönn rauđa ferilsins á hitakvarđanum er minni heldur en spönn ţess bláa. Kuldaköstum hefur fćkkađ umtalsvert, en hitabylgjum hefur ekkert fjölgađ. Hvers vegna er ţessi mynd aldrei sýnd? Ţađ er ţó hún sem virđist eiga langbest viđ hér á landi. Sjálfsagt ţykir hún eitthvađ bitlausari heldur en myndin nćst fyrir ofan.
En - viđ skulum samt hafa í huga ađ allar framtíđarsýnirnar 1, 3 og 4 eru mögulegar. Ekki veit ég hver ţeirra er líklegust. Ţćr eru hins vegar ađ mínu mati allar líklegri heldur en sú númer 2 (aukinn breytileiki viđ sama međalhita) og mun líklegri heldur en systursýnirnar fjórar: Óbreyttur međalhiti en minnkandi breytileiki, auk kólnunarsýnanna ţriggja. Níundi möguleikinn er síđan sá ađ nákvćmlega engin breyting verđi. Ekki tel ég hann mjög líklegan. Ţađ má segja ţeirri sýn sem mynd 4 birtir til lasts ađ ţađ er auđvitađ augljóst ađ breytileiki getur ekki minnkađ endalaust viđ vaxandi hita. En enn hefur ekki veriđ sýnt fram á međ óyggjandi hćtti ađ sýn 1 eđa 3 hafi ţegar tekiđ viđ af grunnástandinu. Vonandi megum viđ bíđa lengur eftir ţví.
En hvađa tímakvarđa erum viđ ađ rćđa um? Hvert er hiđ gamla veđurfar sem er haft til samanburđar? Erum viđ ađ tala um dćgurbreytileikann, árabreytileikann eđa áratugabreytileikann? Ţađ er satt best ađ segja ekki alltaf jafnljóst.
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 14
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 664
- Frá upphafi: 2461304
Annađ
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 587
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010