3.7.2024 | 16:30
Maí og júní
Þær fregnir berast nú frá Bretlandi og Danmörku að meðalhiti (á landsvísu) hafi verið lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er harla óvenjulegt. Hin opinberu landsgögn í Danmörku ná aftur til 1871 (miklu lengur hefur þó verið mælt í Kaupmannahöfn) og að sögn danskra fjölmiðla hefur júní aldrei á þessum tíma verið kaldari heldur en maí - fyrr en nú. Svipaða sögu er að segja frá Englandi. Landsmeðalhiti þar nær að vísu ekki jafnlangt aftur, en þeir eiga hins vegar samsetta röð frá Mið-Englandi sem nær allt aftur á 17. öld - lengsta mánaðarhitaröð í heimi. Ritstjóra hungurdiska skilst að á öllu þessu rúmlega þrjú hundruð ára tímabili hafi það aðeins gerst tvisvar að júní hafi verið kaldari heldur en maí, síðast 1833.
Hérlendis var landsmeðalhiti í júní 1946 lítillega lægri heldur en í maí og eins árið 1928, í báðum tilvikum hafði maí verið óvenjuhlýr. Líklega gerðist þetta líka árið 1851, en þá var mælt á nokkrum stöðvum.
Þó þetta sé svona sjaldgæft á landsvísu er það samt algengara í einstökum landshlutum eða á einstökum veðurstöðvum. Þannig er það alla vega hér á landi (og nær örugglega í Danmörku og á Bretlandi líka).
Fyrir sjö árum vildi svo til hér á landi að júní varð kaldari heldur en maí á allmörgum veðurstöðvum - en ekki þó á landsvísu. Um þetta tilvik var fjallað á hungurdiskum, tvisvar. Fyrst snemma í júní þegar ljóst var að maí hafði verið óvenjuhlýr, en jafnframt leit snemma í júní ekki vel út með hlýindi. Pistillinn birtist 4.júní, með fyrirsögninni Júní kaldari en maí?. Síðari pistillinn birtist svo mánuði síðar, 3. júlí, þá með fyrirsögninni Júní kaldari en maí á nokkrum veðurstöðvum. Ekki er ástæða til að endurtaka efni þessara pistla í smáatriðum hér (smellið á tenglana til að rifja þá upp).
Venjulega er júní talsvert hlýrri heldur en maí. Á landinu í heild munar um 3,2 stigum á meðalhita mánaðanna. Mest hlýnar að jafnaði á Miðhálendinu, um 4,6 stig að meðaltali. Það stafar væntanlega af því að snjór hverfur oftast þaðan seint í maí eða í júní. Hlýindi í maí fara fyrst og fremst í að bræða snjó og tefur það hlýnun. Minnst hlýnar milli mánaðanna á Suðausturlandi og Austfjörðum, um 2,7 stig að meðaltali.
Á þessu ári, 2024, var meðalhiti í júní lægri heldur en í maí á einni veðurstöð, Vatnsskarði eystra. Þar munaði 0,2 stigum. Meðalhiti var sá sami í mánuðunum tveimur í Bjarnarey og í Ásbyrgi. Mest hlýnaði milli mánaða á hálendinu, júní var 3,4 stigum hlýrri en maí í Þúfuveri og 2,9 stigum hlýrri við Setur. Þessi munur er þó undir meðallagi - því sem minnst var á hér að ofan. Munur á landsmeðalhita mánaðanna var 1,3 stig, einnig undir meðallagi.
Það ber einna oftast við austanlands og norðan að júní sé kaldari heldur en maí. Í Reykjavík þurfum við að fara allt aftur til ársins 1851 til að finna slíkt tilvik, í Stykkishólmi aftur til 1946, á Akureyri aftur til 1991 og aftur til 1998 á Egilsstöðum.
Júlí er á landsvísu langoftast hlýrri heldur en júní, í 94 prósent tilvika síðustu 200 ár (13 tilvik), síðast í fyrra, en þar áður ekki síðan 1970 og svo líka 1963. Um þetta má lesa nánar í pistli frá því 3. ágúst í fyrra: Júlí kaldari heldur en júní - en hver nennir svosem að lesa alla þessa gömlu pistla? Er aldrei komið nóg?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 386
- Sl. viku: 1434
- Frá upphafi: 2407439
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1280
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Jú,jú,Íslendingar eru galnir í hverskonar keppnir og því ekki milli mánaða sem eiga að vera hlýjir. Ég held með Júlí.Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 4.7.2024 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.