11.4.2024 | 23:22
Hægur vetur
Veðurstofan telur veturinn fjóra mánuði, desember til mars. Þó sá nýliðni hafi verið heldur kaldari en algengast hefur verið síðasta aldarfjórðunginn verður samt að telja að hann hafi farið vel með (eins og oft er sagt). Slík ályktunarorð fara þó auðvitað eftir því hver sjónarhóllinn er. Úrkoma hefur t.d. verið í minna lagi um landið sunnanvert, sem varla er hagstætt í huga þeirra sem áhyggjur hafa af vatnsbúskap, en auðvitað hagstætt fyrir þá sem berjast við slagregn og leka. Þrátt fyrir stöku hríðarköst hefur færð lengst af verið með skárra móti - þótt kröfur um góða færð vaxi mjög hratt - og ófærðardagur getur valdið röskun á ferðum mun fleiri heldur en áður var.
Ritstjóri hungurdiska hefur lengi fylgst með illviðrum (í 60 ár) og reynir að meta þau, afl þeirra og tíðni, á ýmsa vegu. Ekki eru það skotheld fræði - en gefa þó ýmsar vísbendingar. Sú aðferð sem hér er fjallað um hefur komið við sögu á hungurdiskum áður. Á hverjum degi er talið saman á hversu mörgum veðurstöðvum (í byggð) vindur hefur náð stormstyrk (20 m/s eða meira). Ekkert er tekið tillit til þess hvort sá stormur stóð stutt eða lengi. Síðan er reiknað hlutfall á milli þessa stöðvafjölda og allra stöðva sem athuga þann sama dag. Sú tala (sem er alltaf á milli núll og einn) er margfölduð með þúsund. Sérhver dagur fær þannig hlutfallstölu (langoftast mjög lága). Síðan leggjum við saman allar hlutfallstölur hvers mánaðar - og síðan vetrarins í heild.
Stórfelldar breytingar á stöðvakerfinu eru nokkuð áhyggjuefni í þessu sambandi. Fyrri mynd dagsins á að róa okkur hvað það varðar.
Hér má sjá stormasummur mannaða og sjálfvirka kerfisins á vetrum áranna 2001 til 2023 bornar saman. Þær eru aldrei nákvæmlega þær sömu, en í öllum aðalatriðum eru þær samt að sýna það sama. Munurinn er ekki kerfisbundinn, þó er það þannig að meðaltal sjálfvirka kerfisins er aðeins lægra en þess mannaða. - Ártöl eru síðara ár vetrarins, 2001 er tíminn frá desember 2000 til mars 2001.
Við komumst aftur til 1949. Súlurnar sýna summur einstakra vetra, en rauða línan er tíuárakeðja. Talsverður breytileiki er frá ári til árs. Það vekur athygli hversu lág tala nýliðins vetrar er (2023-24), sú lægsta frá 1964 (reyndar mjög svipuð 1977). Flestir munu telja þetta vísbendingu um að veturinn hafi verið hagstæður. Auðvitað er hann ekki flekklaus, slíkur vetur kemur varla fyrir á Íslandi. Veturnir 2020 og 2022 voru hins vegar mjög illviðrasamir og 2015 sá illviðrasamasti á þessari öld (það sem af er) - eins og margir muna.
Við gætum reynt að búa til samsettan gæðavísi fyrir vetrartíðina og fengi nýliðinn vetur háa einkunn fyrir veðramildi (ef þessi kvarði hér er notaður). Hann skorar ekki eins hátt í hita (en mjög skiptar skoðanir eru uppi um gæði vetrarhlýinda - sumir vilja alls ekki neitt svoleiðis). Minnisstæðar eru fréttir sem birtust árið 1929 - en sá vetur var bæði hægviðrasamur og hlýr (rétt eins og 1964). Þá voru einnig óvenjuleg hlýindi á Vestur-Grænlandi. Þau voru þar mjög illa séð og ollu umtalsverðum vandræðum - veiðar heimamanna röskuðust svo að lá við matarskorti - hlýr vetur var þar ekki talinn til gæða. Sagt er að svo sé enn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 12.4.2024 kl. 00:44 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 65
- Sl. sólarhring: 1071
- Sl. viku: 2736
- Frá upphafi: 2426593
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 2439
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.