30.12.2023 | 21:50
Illviðratíðni undir meðallagi (mestallt árið 2023)
Það sem segir af veðri ársins 2023 nú síðustu dagana verður allt að vera með ákveðnum fyrirvara. Alls konar villur og skekkjur bíða yfirferðar.
Tilfinningin er sú að árið 2023 hafi verið illviðralítið. Ritstjóri hungurdiska telur illviðrin á ýmsa vegu. Sú skilgreining sem hann hefur lengst notað (allt frá árinu 1969) telur þá daga þegar hámarksvindur á fjórðungi veðurstöðva í byggðum landsins hefur náð 20 m/s eða meira. Ekki alveg einhlít skilgreining, en hefur reynst nokkuð vel. Auk þessa má leggja saman hlutfallstölur þessar (og aðra daga) og leika sér með meðaltöl af ýmsu tagi.
Illviðradagar ársins 2023 reynast vera tíu. Þetta er lítillega undir langtímameðaltali. Það vekur þó athygli á dagalistanum að átta af þessum dögum féllu á tímabilið 22.janúar til og með 13.febrúar - en aðeins tveir utan þess, annar í maí og hinn í október. Þetta rúmlega þriggja vikna tímabil á þorranum má því segja að hafi séð um illviðri ársins. Það versta á þessum mælikvarða gekk yfir þann 11. febrúar, stóð ekki lengi og það næstversta ekki heldur, þann 7.febrúar. Illviðrið slæma í maí gerði þann 23. (eyðilagði lauf og gróður á eftirminnilegan hátt) og það í október gerði þann 10.
Reikna má einskonar stormdagasummu hvers mánaðar með því að leggja saman hlutfallstölur hvers dags - og reikna síðan mánaðameðaltöl. Kemur þá í ljós árstíðasveifla, stormar eru langalgengastir í desember, janúar og febrúar, ívið sjaldgæfari í mars og nóvember, ámóta algengir í september og apríl, en sjaldgæfastir í júlí, en síðan júní og ágúst. Tíðnin í maí er heldur meiri, en þó er sá mánuður að jafnaði ekki hálfdrættingur á við apríl.
Hér má sjá hvernig mánuðir ársins 2023 stóðu sig miðað við meðaltal. Sé hlutfallstalan sama sem einn má svo skilja að mánuðurinn hafi verið í meðallagi. Maí sker sig mjög úr, illviðri voru meir en þrefalt tíðari heldur en í meðalári og raunar svipað og um meðaloktóber hafi verið að ræða. Tíðnin í febrúar var einnig talsvert ofan meðallags - en fyrst og fremst af því að fyrri hlutinn stóð sig svo vel. Í öllum öðrum mánuðum er stormatíðnin undir meðallagi, en þar sem meðallagið er ekki sérlega vel skilgreint segjum við að janúar, júní, júlí, september og október hafi verið í meðallagi. En fimm mánuðir, þar á meðal nóvember og desember voru sérlega rólegir - stormar aðeins helmingur þess sem vant er.
En þar sem hin stutta illviðrasyrpa skilaði 8 dögum er heildar stormdagatala ársins aðeins lítillega neðan meðallags.
Þessi mynd hefur sést oft á hungurdiskum áður - en er nú framlengd til dagsins í dag (30. desember 2023). Síðustu ár hafa verið nokkuð hvert á sinn veg. Árið 2022 mjög illviðrasamt, en 2021 sérlega illviðralítið. Enga marktæka langtímaleitni er að sjá, en óreglulega tímabilaskiptingu.
Þess má geta - svona í framhjáhlaupi og án ábyrgðar - að hiti í byggðum landsins árið 2023 er nú í fjórðaneðsta sæti aldarinnar - það munar að vísu sáralitlu á sætum þarna um kring - 2015 var afgerandi kaldara. Bráðabirgðatölur einstakra spásvæða (enn meiri óvissa og enn ábyrgðarlausara) benda til þess að við Breiðafjörð og á Ströndum og Norðurlandi vestra sé þetta næstkaldasta árið, en við Faxaflóa, á Vestfjörðum, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og á Miðhálendinu sé árið í 8. kaldasta sæti - sum sé langt frá því kaldasta. Á flestum spásvæðum var kaldast 2015, en þó var það 2005 á Norðurlandi eystra og Austfjörðum. Hlýjast var ýmist 2003, 2014 eða 2016 - en 2014 á landinu í heild.
Miðað við síðustu tíu ár er kaldast á Torfum í Eyjafirði og á Nautabúi (-0,8 stig neðan meðallags áranna tíu), en hlýjast að tiltölu í Bláfjöllum (+0,3 stig ofan meðallags). Áréttum þó að um bráðabirgðatölur er að ræða.
Við megum líka hafa í huga að næstu 40 árin fyrir aldamót voru aðeins sex ár jafnhlý eða hlýrri en árið 2023 (36 kaldari). Næstu 40 ár þar á undan (1921 til 1960) voru 13 ár hlýrri en 2023 - en 27 kaldari og árin 1881 til 1920 var ekkert ár hlýrra en 2023. - Samkeppni nýja tímans er orðin býsna hörð.
Hugsanlega bætist eitthvað við þennan pistil -
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.