25.12.2023 | 22:38
Háloftalægðardrögin bregða á leik
Það er auðvitað argasta öfugmæli að segja að nú sé sumarstaða í háloftunum - því það er ekki þannig. En að hitafari slepptu er styrkur háloftavinda og útlit háloftakerfa ekki ósvipað því sem gerist að sumarlagi. Kerfin eru fremur veik og ekki mjög fyrirferðarmikil. Að sumarlagi geta kerfi sem þessi valdið mikilli óvissu í úrkomuspám - úrkomugæf samvinna getur þá orðið milli úrstreymis í mið- og efri hluta veðrahvolfs og hlýrrar sólvermdar jarðar. Á þessum tíma árs er sólin algjörlega máttlaus hér á landi, en aftur á móti tekur sjórinn þátt í leiknum auk landslags og reyndar geta grunnstæðir kuldapollar landsins einnig komið lítillega við sögu.
Þessi staða virðist eiga að einkenna veðurlag næstu daga (sé að marka reikninga). Fyrst strax í nótt, en síðan áfram allt þar til á laugardag, að alvöru vetrarlægð gæti komið upp að landinu og hreinsað til - en bandaríska veðurstofan vill bíða enn lengur með það. Ekki rétt að hugsa um slíkt í bili.
En Veðurstofan tekur kerfaleikinn nægilega alvarlega til þess að gefa út gula veðurviðvörun á Suðurlandi á morgun, annan í jólum, vegna ákafrar snjókomu. Rétt að taka mark á henni.
Við lítum á nokkur veðurkort úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Fyrst verður fyrir valinu kort sem sýnir stöðuna kl.9 í fyrramálið (annan dag jóla). Heildregnar línu sýna sjávarmálþrýsting. Þær eru mjög gisnar þannig að vindur er hvergi mikill nema við Grænlandsströnd, norðvestur af Vestfjörðum. Grænu svæðin sýna úrkomu. Mikill bakki (en ekki fyrirferðarmikill) er yfir landinu suðvestanverðu. Þeir sem rýna í kortið (það skýrist við stækkun) geta greint að spáð er 5 til 10 mm úrkomu á 3 klukkustundum þar sem mest er yfir Hellisheiðarsvæðinu. Spár í hærri upplausn nefna jafnvel enn meiri ákefð, 10 mm á klukkustund. Slík ákefð er fljót að valda umferðarvandræðum. Hins vegar er óvissa mikil í þessum spám, bæði ákefð og staðsetningu hámarksúrkomunnar.
Þá förum við upp í 925 hPa-flötinn, hann er í um 700 metra hæð. Jafnhæðarlínur liggja mjög svipað og á sjávarmálskortinu, en til viðbótar greinist hitafar mjög vel (litir). Hlýtt loft úr suðri leitar til norðurs rétt við Suðvesturland. Í græna litnum er hiti meiri en -4°C. Það þýðir að niður undir sjávarmáli er hiti ekki fjarri frostmarki - en vel að merkja er trúlega kalt, grunnt lag í allra neðstu lögum. Til að losna við það þarf að hræra. En fleira kemur við sögu.
Nú erum við komin upp í 500 hPa, í rúmlega 5 km hæð yfir sjávarmáli. Heldur er þar kuldalegt, en samt má greina aðstreymi af hlýrra lofti og mjög grenilegt lægðardrag fyrir vestan land (hæðarlínur og vindörvar). Lægðardragið hreyfist til austurs. Á flóknari kortum má sjá að talsvert úrstreymi er á svæðinu, það greiðir mjög fyrir uppstreymi í neðri hluta veðrahvolfs og auðveldar myndun úrkomubakka - og betri skipulagningu á klökkum sem gætu e.t.v. orðið til þegar kalt loft streymir yfir hlýjan sjó.
Þetta sést líka á 300 hPa-korti (í 8,5 km hæð). Hér sést að lægðardragið í vestri er nokkuð virkt. Hlýjast er vestantil í því - þar er niðurstreymi, en kaldast austan við. Séu nokkur kort skoðuð í röð (á 3 klst. fresti) má sjá að kuldinn austan lægðardragsins breiðist út og vex. Þetta má telja órækt merki bólgu í neðri lögum, loftið nærri veðrahvörfum þvingast upp og kólnar innrænt. Þetta gerist á miklu stærra svæði heldur en úrkomubakkinn á fyrsta kortinu nær yfir - hann er aðeins hluti af miklu stærri atburðarás.
Hreyfingar bakkans eru harla óljósar, verði hann kyrrstæður getur snjóað mjög mikið, fari hann hratt norðvestur og síðar norður og norðaustur um snjóar víðar, en hvergi mjög mikið. Háloftalægðardragið heldur í fyrstu áfram austur, lægðirnar á Grænlandshafi fara norður fyrir land, en síðan er alldjúp lægð langt suðvestur í hafi sem hindar það að kerfið hreinsist frá landinu.
Seint á miðvikudag er tillaga reiknimiðstöðvarinnar um 500 hPa-stöðuna þessi (viðbúið að hún verði ekki nákvæmlega svona).
Mikil barátta stendur milli norðan- og sunnanátta yfir landinu miðju - ekki ljóst hvor hefur betur. Lægðin í suðri dælir hlýju lofti til vesturs fyrir sunnan land, en lægðardragið er enn að reyna að koma kaldri stroku suður yfir (en hiti milli kortanna tveggja hefur hækkað um 6 til 8 stig yfir Suðvesturlandi).
Við sjávarmál er staðan svona. Enn er mikil snjókoma í úrkomubakka yfir landinu (hann hefur endurnýjað sig á einum og hálfum sólarhring) - staða hans og styrkur þó óljós. Kemur hann svo vestur um eða leysist hann upp fram á fimmtudag?
Undanfarinn sólarhring (frá aðfangadegi fram á jóladagskvöld) hafs spár verið með fjölmargar tillögur á lofti um stöðu og styrk bakkans, allt frá smávegis snjókomu víða, upp í hátt í meterssnjó á mjög afmörkuðum svæðum. En bakkinn er þegar orðinn til.
Hér er mynd tekin af veðursjá Veðurstofunnar á Miðnesheiði upp úr kl.22 í kvöld (jóladag). Greinlegur úrkomubakki er úti af Faxaflóa og þokast austur. Annar hluti er suðvestur af Reykjanesi. Geta lesendur auðveldlega fylgst með þróuninni á vef Veðurstofunnar. Ritstjóri hungurdiska hvetur þá áhugasömu til að gera það - og dást jafnframt að sjónarspili náttúrunnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.