Stađa dagsins

Ţorkáksmessa hefur veriđ heldur kuldaleg í ár. Í tilefni af ţví má kannski rifja upp ađ fyrir nokkrum árum reiknađi ritstjóri hungurdiska út sér (og einhverjum lesendum) til gamans hversu mikiđ hver einstakur dagur ársins hefđi hlýnađ frá ţví ađ hitamćlingar hófust í Stykkishólmi 1846. Langflestir dagar hafa hlýnađ, örfáir kólnađ - og Ţorkáksmessa langmest. Sömuleiđis er merkilegt ađ undanfarna áratugi hafa dagarnir fyrir jól ađ međaltali veriđ ţeir köldustu á vetrinum (ekki er ţó marktćkur munur á ţeim og fleiri dögum).

Vindur hefur í dag veriđ öllu meiri en undanfarna daga, ţótt ekki sé beinlínis hćgt ađ tala um illviđri. Skafrenningur hefur ţó veriđ sums stađar á vegum og líkur virđast á ađ heldur herđi á vindi og jafnvel úrkomu líka, einkum ţó um landiđ norđvestanvert og er (skammvinn) appelsínugul viđvörun í gildiđ á Vestfjörđum í fyrramáliđ. Viđ skulum líta á stöđuna eins og hún kemur fram á kortum evrópureiknimiđstöđvarinnar nú í kvöld.

w-blogg231223a

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsţrýsting. Alldjúp lćgđ er á hrađri leiđ til austurs fyrir sunnan land, en skammt norđvestan viđ land er lćgđ eđa lćgđardrag á leiđ til vesturs og suđvesturs. Ţrýstilínur eru nokkuđ ţéttar vestan viđ hana og gengur sá strengur suđvestur um Vestfirđi ţegar lćgđin fer hjá. Hún mun ţó ađ mestu gufa upp yfir landinu - en strengurinn lifir hana. Ţegar hann fer hjá snýst vindur úr norđaustri meira í hánorđur. Litirnir á myndinni sýna 3 klukkustunda ţrýstibreytingar, ţeir rauđu fall, en ţeir bláu ris - og sýna jafnframt hreyfingar kerfanna. 

Uppi í miđju veđrahvolfi (500 hPa9 er stađan ađeins öđru vísi. Gildistími sá sami og á kortinu ađ ofan.

w-blogg231223b

Ísland (nokkuđ óskýrt) á miđri mynd. Suđvestanátt er á landinu (vindörvar og lega jafnhćđarlína) - alveg öfug viđ ţađ sem er á kortinu ađ ofan. Dálítil háloftalćgđ er viđ Vestfirđi. Henni fylgir mikill kuldi, fjólublái liturinn byrjar hér viđ -42 stig. Lćgđin er á leiđ til austsuđausturs. Ţeir sem skynja veđur vel hafa ábyggilega fundiđ ađ veđriđ í dag hefur veriđ ólíkt ţví sem veriđ hefur undanfarna daga, alla vega um landiđ vestanvert. Snjó hafur slitiđ úr lofti viđ Faxaflóa - jafnvel ţótt norđaustanátt sé - slíkt ástand er ekki alveg „eđlilegt“. 

Svo vill til ađ ţetta kuldakerfi er ekki mjög fyrirferđarmikiđ og ekki sérlega illkynja - en samt á ađ gefa öllu slíku gaum. Ákveđin alvara á ferđ. 

Svo virđist helst ađ kuldapollarnir stóru ćtli enn ađ halda sig fjarri landinu - kannski senda okkur fáeina afleggjara eins og ţann í dag á nokkurra daga fresti. Heimskautaröstin komst nokkuđ nćrri okkur fyrr í vikunni, en viđ sluppum samt alveg viđ öll illindi hennar - ţau fór suđaustur á Norđursjó og allt suđur í Alpa - og glitský sáust á Ítalíu, sem mun harla óvenjulegt. 

w-blogg231223c

Kortiđ sýnir stöđuna á norđurhveli eins og evrópureiknimiđstöđin telur hana verđa síđdegis á jóladag. Ađeins einn fjólubláan lit er ađ sjá, dreifđan í línu frá Grćnlandi, yfir norđurskautiđ og til Austur-Síberíu. Kuldapollarnir í veikbyggđara lagi og sá vestari, Stóri-Boli varla svipur hjá sjón. Ţrátt fyrir ţetta virđumst viđ samt eiga ađ vera áfram vetrarmegin í tilverunni, engin hlýindi í sjónmáli - heldur munu skiptast á vćgir hćđarhryggir og köld lćgđardrög. Rétt ađ sofna samt ekki á verđinum ţví hlutir geta gerst mjög hratt. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 227
 • Sl. sólarhring: 464
 • Sl. viku: 1991
 • Frá upphafi: 2349504

Annađ

 • Innlit í dag: 212
 • Innlit sl. viku: 1804
 • Gestir í dag: 210
 • IP-tölur í dag: 206

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband