Hár hiti í Grímsey í júní

Mánađarmeđalhiti júnímánađar í Grímsey var 8,9 stig. Ţetta er ţriđjihćsti júnímeđalhiti ţar. Júnímeđalhiti var hćstur 2014, 9,7 stig (talsvert hćrri en nú) og 2013, 9,0 stig (sjónarmun hćrri en nú). 

Hins vegar fór hámarkshiti í Grímsey nú í 20,7 stig. Ţađ var ţann 23. og er hćsti hiti sem ţar hefur mćlst í júní á sjálfvirku stöđinni. Ein júnítala, 21,0 stig, er hćrri á mönnuđu stöđinni, mćldist ţann 25. áriđ 1876. Hámarkshitamćlingar á ţeim tíma eru almennt taldar vafasamar - ţó vafalítiđ hafi veriđ mjög hlýtt ţennan dag. 

Tuttugu stiga hiti er ekki algengur í Grímsey. Ţetta er ţó í 11. skipti á ţessari öld sem hann mćlist. Ţađ gerđist hins vegar aldrei á mönnuđu stöđinni allt frá 1955 til enda hennar áriđ 2000. Ţó verđur ađ hafa í huga ađ veđurathugunarmenn tóku alloft nokkurra vikna sumarleyfi eftir 1985. Ţann 25. júlí áriđ 1955 (rigningasumariđ mikla á Suđurlandi) er getiđ um 21,9 stiga hita í Grímsey, og ţar á undan 21,8 stig 21.júlí 1917. Í hitabylgjunni miklu 11. júlí 1911 fór hiti í Grímsey í 24,1 stig og talinn 26,2 stig í hinni óvenjulegu hitabylgju 18. ágúst 1876 - en ţeirri tölu er ţó varlegt ađ trúa bókstaflega - ţótt viđ efumst ekki um hitabylgjuna sem slíka. Óvenjuhlýtt varđ víđa um land. 

Hćsti hiti sem mćlst hefur á sjálfvirku stöđinni í Grímsey er 22,3 stig. Hann mćldist 25. águst 2021, en ţá var sérlega hlýtt um landiđ norđan- og austanvert.

Eins og fram kom í yfirliti Veđurstofunnar var hćsti hiti í nýliđnum júnímánuđi 27,9 stig sem mćldust á Egilsstađaflugvelli ţann 17. Ţetta er hćsti hiti sem mćlst hefur á Egilsstöđum í júní og hćsti hiti í júní á landinu síđan 1988, en ţá fór hiti á Vopnafirđi í 28,6 stig ţann 25. Landsjúnímetiđ er auđvitađ 30,5 stigin á Teigarhorni 1939. 

Viđbót - 

Ţykktarvikakort júnímánađar 2023 sýnir mikil hlýindi viđ norđanvert Atlantshaf.

w-blogg060723a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, ţykkt sýnd međ daufum strikalínum en ţykktarvik í litum. Bláu litirnir sýna svćđi ţar sem ţykktin var undir međallagi - ţar var kalt - á brúnu svćđunum var mjög hlýtt. Eindregin suđvestanátt var ríkjandi í mánuđinum, ýtti undir drungalegt veđur um landiđ sunnan- og vestanvert. Viđ ţekkjum fleiri júnímánuđi međ ámóta sterkri suđvestanátt, síđast 2006 og ţar áđur 1992 og 1988, viđ getum líka nefnt 1970. Allir ţessir fortíđarmánuđir voru ţó ţannig ađ köld svćđi fyrir vestan og norđan land voru miklu víđáttumeiri heldur en nú ţegar kuldinn einskorđađist viđ hluta Grćnlands. Ţar var líka mjög kalt, ţykktin nćrri 90 metra undir međallagi 1981 til 2010. Hiti í neđri hluta veđrahvolfs meir en 4 stig neđan međallags. 

Fyrir austan land var hiti í neđri hluta veđrahvolfs hins vegar 3 til 4 stigum ofan međallags - rétt eins og á Austurlandi. Í Reykjavík var hiti +0,2 stigum ofan međallags ţessara ára (1981-2010), en neđri hluti veđrahvolfs um +1,5 stigum ofan - hafáttin „tók ţannig af okkur“ um 1,3 stig - í mesta lagi. Venjulega eru vik á veđurstöđvum í mannheimum minni en í neđri hluta veđrahvolfs á sama tíma. Slík áhrif voru međ minnsta móti austanlands, vćntanlega vegna hinnar stöđugu landáttar og lítillar hafgolu - suđvestanáttin hélt ţví kćlingaráhrifum sjávar í skefjum - og sömuleiđis nýtur sólaryls sérstaklega vel á ţeim tíma árs sem dagur er lengstur. Međalţykkt yfir landinu miđju var um 5460 metrar - ţađ er ekki met í júní [547,5 yfir Austurlandi - ţađ er nćr meti ţar].

Viđ ţökkum BP ađ vanda fyrir kortiđ. 

Nú í kvöld (fimmtudag 6.júlí) gerir evrópureiknimiđstöđin ráđ fyrir ţví ađ á laugardaginn verđi söđull í háloftunum yfir landinu. „Söđull“ er landslagsfyrirbrigđi í ţrýsti- eđa hćđarsviđi - rétt eins og hćđ og lćgđ. Ţar skerast hćđarhryggur og lćgđardrag í ţrýstiflatneskju. 

w-blogg060723b

Eins og glögglega má sjá á kortinu hér ađ ofan. Lćgđardrag liggur beint suđur um vestanvert Ísland - milli lćgđa - og hćđarhryggur beint austur um mitt landiđ. Söđullinn er nágrenni skurđpunktsins. - Ţar má ef vel er skođađ sjá logn - jú, ekki alveg óalgengt á háloftakortum, en mađur tekur samt sjaldan eftir ţví eins og hér (sést betur sé myndin stćkkuđ).

Hvort hefur nú betur - loft úr suđaustri sem vill norđur um landiđ - eđa loft úr norđvestri sem vill líka sjá um veđriđ á landinu. Suđaustanvindurinn er rakur - en norđvestanáttin ábyggilega ţurr - stendur af Grćnlandi. Ţađ skiptir miklu máli hvoru megin garđs viđ lendum. Nú sem stendur er spáđ allgóđum hlýindum sunnanlands og vestan á laugardag og sunnudag - en verđi nyrđra lćgđardragiđ ágengara heldur en ráđ er fyrir gert - verđur mun minna úr en ella. Helgarspáin er ađ vissu leyti í uppnámi - viđ vitum ekki hvađa leik skákmeistarinn mikli mun leika. 

Hér er ritstjórinn í gömlum söđli sumariđ 2012


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband